Alþýðublaðið - 03.07.1968, Side 6

Alþýðublaðið - 03.07.1968, Side 6
Maðurinn sem handtók morði ngja Martins Luthers Kings: Þegar flugrvélln frá Lissabon lenti á Heathrowflugvelli í London, laugardaginn 8. júnl, var Detective Chef Super Intendant, Thomas Butler, í farþegasalnum. Honum var falið það hlutverk að hafa liendus- í hári þess manns, sem grunaður er um morðið á dr. Martin Luther King, ameríska ofbeldismannlnum, James Earl Ray, sem ætlaði að fara til Briissel. Þegar Kay kom inn í salinn í himinbláum stífpressuðum fötum sínum, gat enginn ferða mannanna, sem sátu makinda lega í rauðum stálstólunum, eða sátu við barinn, tekið eft- ir neinu óvenjulegu. Það eina, sem þeir sáu, var, að magur og sinaber eldri maður með grásprengt hár gekk til manns ins í heiðbláu stífpressuðu föt uniim og átti við hann orða- skipti, eins og hann bæði hann. um eld til að kveikja í píp- unni, sem hann hélt á. Það, sem gerðist, var þetta: Butler leynilögreglumaður gekk rólegum skrefum að manninum og sagði: ,,Eruð þér Ramaa George Sneyd. Butler hélt áfram: ,,í þassari andrá er sjö skammbyssum beint að yður. Þér verðið skot inn, ef þér reynið að ná til yðar eigin. Ég legg til, að þér gangaði hægt og rólega inn á ■snyrtinguna". Og Ray gerði það. Hann vissi ekki, að hann var fórn- arlamb einnar hinna hvítu lyga Butlers. Hefði hann vit- að meira um glæpamannaveið ara nr. I hjá Scotland Yard, hefði hann gert sér þess grein, að skammbyssurnar sjö fyrirfundust ekki; að hinn ein mana úlfur Tommy Butler er ávallt einn að verki. Butler leynilögregluforingi var á vakt, þegar tilkynnt var, að Ray væri í flugvélinni frá Lissabon. Það þýðir ekki, að hann hefði sjálfur orðið að taka þetta að sér, hann hefði getað sent einhvern annan. Hefði svo orðið, hefði farþega salurinn á Heathrow getað orðið að blóðvelli. Tommy Butler er þjóðsagna persóna á Scotland Yard. Hann hóf störf sín hjá lögreglunni, er hann var tvítugur, og hef- ur nú 26 ára þjónustu að baki. Hann verður 56 ára 21. júlí. Hann hefði átt að hætta störf um í fyrra, þegar hann hafði náð aldurstakmarkinu. En þá var Butler að fást við mál, Msegn Gunters er mót mæli gegn stef nu Wilsons Brezki orkumálaráðherrann Rey Gunter, sem þar til í apríl s.I. var verkamálaráðherra í stjórn Wilsons, hefur sagt af sér ráðherra- embætti — og virðlst sú ráðstöfun mega túlkast sem persónulegi mótmæH gegn Harold Wilson sjálfum. í bréfi sínu til forsætisráð- herrans, þar sem hann segir af sér, lætur Gunter ekki uppi rjeina ástæðu fyrir afsögninni, en í bréfinu segir m.a., að hann hafi ekki lengur „eina löngun til að vera ráðherra í stjórn þinni“. Gunter, sem einn virtasti ráðherrann í stjórninni, opin- skár og óhræddur, hefur ver- ið í stjórn Wilsons síðan hún var mynduð 1964. Það var aug ljóst, að Gunter varð fyrir von brigðum, er hann var fluttur úr verkamálaráðuneytinu, þar sem hann, sem gamall verka- lýðsleiðtogi, hafði sterka að- stöðu í mörgum vinnudeilum. Hin pólitíska orsök þess, að Gunter vildi ekki halda áfram sem verkamálaráðherra var sú, að verðlags- og launamála stefnan skyldi falin ráðuneyt inu, sem um leið skyldi end- urskipulagt, og Gunter hafði ekki löngun til að slýra hin- um óvinsælu launalögum, sem nutu stuðnings vinstri arms flokitsins. Embætti VerkamáJa ráðherra féll því í skaut Bar böru Castle, sem löngum hef- ur vérið kölluð ,,the darling of the left“ (yndi vinstri armsins). Gurfter varð því að fara í orkumálaráðuneytið, þar sem sagt var, að hann kynni ekki við sig. Hitt er svo annað mál, að Bar- böru Castle, sem borið hefur höfuðábyrgðina á stefnunni í launamálunum, hefur tekizt að koma sér út úr húsi hjá vinstri arminum, sem fyrir að- eins nokkrum mánuðum ósk- aði eftir, að hún yrði forsæt- isráðherra. Hin persónulegu samskipti Wilsons og Gunters hafa held ur aldrei verið sérlega hlýleg og hafa orðið enn kuldalegri síðustu dagana, er kunnugt varð, að Wilson vildi ekki styðja íramboð Gunters til embættis framkvæmdastjóra flokksins, er Len Williams læt ur af því embætti. Auðvitað neitar Gunter, að hann hafi haft augastað á embætti fram kvæmdastjóra eftir að hann var færður úr verkamálaráðu neytinu en allt um það hefur hann verið talinn einn af þremur, sem hugsanlegir eru í það embætti. Auk Gunters hefur George Brown, sem einnig dró sig út úr stjórn Wilsons vegna per- sónulegs ósamkomulags, ver- ið talinn sterkur frambjóð- andi til embættisins. Raunar hefur Brown líka sagt, að hann óskaði ekki eftir að verða fram kvæmdastjóri flokksins — og eftir er þá bara Anthony Green wood, ráðherra mála, er snerta aðstoð við þróunarlöndin, sem örugglega er maður forsætis- ráðherarns. Er Gunter var spurður um það, hvort túlka mætti þá á- kvörðun hans að segja af sér þannig, að hann hyggðist reyna að fá stöðu framkvæmdastjóra þrátt fyrir allt, þá svaraði hann ákveðið neitandi. Og hann bætti Við: ,,Það er þeg- ar fyrir löngu búið að ákveða framkvæmdastjóramálið". sem hann hafði hug á að leysa fyrst. Það var lestarránið mikla. Hann sótti því um, að mega starfa eitt ár í viðbót, og honum var veitt það. Þá léku fimm lestarræningjanna enn lausum hala, m.a’. Bruce Reynolds, sem var álitinn höf uðpaurinn og sá, sem lögregl an hafði helzt hug á að ná í vegna lestarránsins 1963. Talsverðum fjárupphæðum hefur verið veðjað um það inn an lögreglunnar, hvort Butler munj takast að hafa hendur í hári Reynolds, áður en hann hættir störfum, þótt enginn hafi nokkru sinni heyrt Butl- er státa af því, að liann ætli að ná honum. Auðvitað leikur honum hugur á, að grípa Reyn olds sjálfur en geri hann það ekki, mun annar sjá um það. Butler er sannfærður um, að Reynolds muni nást fyrr eða síðar og þá skiptir engu, hver hrenpir hnossið. En þetta er að mjög miklu leyti persónulegt einvígi milli Butlers og Reynolds, því að Butler hefur í ríkara mæli en nokkur annar fengizt við lest arránið. Og Butler mundi þekkja Reynolds, þótt hann væri í dulargervi og með grímu. Sérhver andlitsdrátt- ur; alll, sem vitað er um Reyn olds, hefur brennzt óafmáan- lega j vitund Butlers. Á páskasunnudegi 1966, barst Butler orð um, að maður, sem kæmi heim bg saman við lýs- inguna á lestarræningjanum White, spókaði sig á suður- ströndinni. Nokkrum dögum síðar var White handtekinn og dæmdur í 18 ára fangelsi. Hálfu ári síðar leiddi hin á- kafa leit til þess, að taugar Edwards þoldu ekki álagið lengur, hann gaf sig fram og hlaut 15 ára fangelsisdóm. Þá voru sex mánuðir, þar tii Butler átti að hætta störfum, en svo fékk hann að halda á- fram eitt ár í viðbót, og þeg ar fyrri hluti ársins var lið- inn, gat hann flutt til Canada og haldið áfram eítirleitinni að Wilson, sem flúið hafði úr fangelsinu og leikið lausum hala í hartnær þrjú og hálft ár. Nú voru aðeins tveir eftir; enn hafði Reynolds ekki náðst. Butler er trúaður á að við- hafa gamla mátann við hand töku glæpamanna, þ.e.a.s. með persónulegum samböndum, og með heimsóknum á þá staði, sem hann álítur, að sá, sem leitað er að, hafist við í fel- £ 3. júlí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ um. Hvað viðvíkur lestarrán- inu, eru það ekki hinir skugga legu barir, heldur finu klúbb arnir í West End. Og Butler leitar jafnt á nóttu sem degi. Eins og áður er sagt, er Butl er grannur og æðaber maður með arnarnef. Hann er iíkam- lega hraustur, reykir ekki og drekkur mjög lítið. Hann er ókvæntur. „Eg býst við, að ég gefi mér ekki tíma til þess“, á hann sjálfur að hafa sagt einhverju sinni. En þeir í Yard vita, að hann er ,,á föstu‘‘, ef hægt er að kalla það að vera á föstu að gefa sér endrum og eins tíma til að heimsækja' kvenmann. Hann er einnig einkar vin- gjarnlegur. T.d„ sendi James White h'onum bréf og þakkaði honum þann sklining, sem hann hefði sýnt konu hans, er maður hennar var handtek inn. Ef einhver minntist á þetta svo Butler heyrði, mundi hann bara glotta og segja: ,,Hví skyldi ég ekki vera skiln ingsríkur. Ekki gerði konan hans neitt af sér“. Öðru máli gegnir um aflmola menn. Hann ber enga virðingu fyrir þeim. „Þeir eru óvinir ekki óvinir mínir, en óvinir samfélagsins. Hlutverk mitt er að fækka þeim og slugga þeim brott“, segir hann sjálfur. 21. júlí er sá dagur, þegar Butler skal hætta störfum, En ekkert hindrar hann í því að sækja um að fá að gegna störf um sínum enn um stund, ef hann hefur ekki náð takmarki sínu. Því að enn leikur Bruce Reynolds lausum hala. Vegur um Sahara? Fulltrúar frá Alsír, Malí, Níger og Túnis ásamt fullti'ú- um frá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna undirrit- uðu hinn 30. apríl samning um rannsókn á möguleikum þess að leggja veg um þvera Sahara-eyðimörkina frá norðri til suðurs. Löndin fjögur eiga fyrst að ganga úr skugga um, hvort hagkvæmt sé að leggja slíkan veg. Rannsóknin er tal- in munu kosta 293.000 dollara, og muh Þróunaráætlun Sam- einuðu þjóðanna (UNDP) leggja fram 241.900 dollara.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.