Alþýðublaðið - 03.07.1968, Page 16

Alþýðublaðið - 03.07.1968, Page 16
 tEDÉSC® BAK ÞEIR vilja halda því fram. að mennirnir úti í geimnum sé grænir og litlir, en ég er aldeilis ekki viss um, að kon- urnar þar séu neitt grænar . . . Ös á Kjarvalssýningu nú séð sýninguna- Þessi fjöldi sýnir, hve mikla hrifningu sýn ingin hefur vakið meðal al- mennings, og vert er að geta þess, að erlendir ferðamenn liafa í hópum skoðað sýning- una og verið þakklátir að eiga þess kost að sjá myndlistar- sýningu einstæðs íslenzks meistara, me'ðan þeir hafa dval ið hér í borginni. Talsvert hef ur borið á því, að fólk utan af landi hafi gert sér ferð til höfuðborgarinnar til þess að sjá myndir Kjarvals. Kjarvalssýningin á sér tvennan tilgang; annars vegar, að gefa fólki kost á að sjá þær dásemdir í list, sem til eru í landinu, og kannski ekki síð- ur að minna fólk á, að við ís- lendingar eigum störa meist- ara í heimi myndlistarinnar. Hitt markmiðið með sýning- unni er að afla fjár til bygg- ingar nýs listamannahúss á Miklatúni. Bygging listamannahússins er þegar hafin eins og sjá má, ef menn leggja leið sína um Miklatún. Búið er að steypa hluta af undirstöðum og er nú sem óðast verið að undirbúa neðstu gólfplötur, sem steypt ar verða innan skamms. Húsið er byggl í samvinnu borgar- yfirvalda, ríkis og Félags ís- lenzkrá myndlistarmanna. Á Kjarvalssýningunni eru sýndar um það bil 1% allra stærri listaverka Kjarvals. Verulegur hluti mýndanna á sýningunni eru úr einkaeign, og á almenningur því sjaldan eða aldrei aðgang að þeim. Segja má, að háðung sé, að ekki skuli vera til neinn skáli, þar sem myndlistarmenn geta með góðu móti haldið stærri sýningar. Óhætt er að fullyrða, að gamli listamannaskálinn í Kirkjustræti sé fyrir löngu búinn að syngja sitt síðasta, og er því mikilvægt, að nýr listamannaskáli rísi hið allra fyrsla. Með því að heimsækja Kjarvalssýninguna, sem sjálf- sagt er síðasta sýningin, sem haldin verður í gamla lista- mannaskálanum, styður al- menningur listamennina í því að koma upp eigin sýningar- skála í listamannahúsinu á Miklatúni. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningarskráin kostar 100 krónur. Hver sýn ingarskrá er jafnframt happ- drættismiði og er vinningur- inn stórfögur T’ingvallamynd Kjarvals frá árinu 1935. Það er mögulegt í lýðræðis- þjóðfélagi eins og okkar að vera pólitískur, það er að segja stjórnmálalega sinnaður, því að flest þau mál, sem at- vinnustjórnmálamennirnir hafa til meðferðar og ein- hverju máli skipta, eru svo rækilega krufin til mergjar * blöðum og á öðrum vettvangi fjölmiðlunar, að það er mjög auðvelt að vera pólitískur, þó menn ekki fylgi fast e'ftir ákveðnum flokki eða fari í framboð. Sú gamla varð f júkandi, þegar ég spurði hana, livort hún væri ekki fegin, að sjónvarpið væri komið í sumarfrí, því að þá yrði kallinn ekki heima á kvöld in, fyrr en sjónvarpið kemur úr fríinu... Vorkoma heitir þessi Kjarvals mynd. Þannig sér meistari Kjar val vorið koma, Iíða yi’ir landið. Persónugerir vorið í Iíki ungr- ar konu. Ljósmynd BB. ------------------------------ Kjarvalssýningin — „Allir ís- lendingar boðnii-“ — verður framlengd í tíu daga, en hún hefur nú staðið í þrjár vikur, og hafa um 40 þúsund ge'stir cfaglegi IIAKstur í staöinn kemur hraðbraut Ekki er allt sem sýnist. Og slundum eru s'agðir eða ritaðir hlutir sem láta lítið yfir sér, en segja þó mikla sögu undir iniðri. í einu blaðanma í gær segir t.d. að eÆtirtekja hjá þjóf- oim 'sé lítil í Hafnanfirði, og það leiðir hugann ósjálfrátt að tvennu; í fyrsta lagi því hvernig atvinnumálum í umræddu bæjarfél’agi er háttað, og í öðru lagi útsvansálagningunni, sem inú er þar nýlega lokið. í sarna blaði segir í fy-rirsögn: í tóhnavís aka þeir ættjörð. inni burt- .. en í staðinn kemur hraðbraut. Þetta er setning sem ógerlegt er að láta vera að velta fyrir sér, því að þótt hún virðist í fljótu bragði vera blátt áfram og einföld, Iþá er hún innst in'ni svo hlaðin merkingum og hugtengslum að ©ng- in teið er að ábta sig á þeim öllum í einu. Til þeisis Iþurfti merkilegri og færari fílósófíska textaskýrendur en við Bak- síðumenn erum, og erum við þó ekkert blávatn í þeim efnúm. Hór verður engin tilraun gerð til þess að reylnia að rekja ailar hugsanlegar merkingar þessarar setniinigar, menningar- sögulega merkir^gin er auðvitað sú sem mest liggur í augum uppi. í þessum hnitmiðuðu orðum er nefnilega samanlþjöpp- uð menningarsaga íslands á tuttugustu öld. Lærðir menn hafa skriíað margt um þá breytingu sem hér á að hafa átt sér stað og skýrt hana með mismunandi máti. Sumir ‘hafa hanmað hana, aðrir lofað, en það skiptir ekki máli á þessu samhengi. Um hitt hafa melrm verið sammála að ýmislegt af fomu og þjóðlegu hefuir orðið að víkja fyrir öðru nýju og alþjóðlegu, en lerfiðleikar hafa verið talsverðir hjá sumum á því að gera nákvæmna og skilmerkilega grein fyrir því, í hverju þessar breytingar væru fó’lgnar. En nú hafa Iþeir erfiðleikar verið leystir í leitt skipti fyrir öll. Það sem hefur gerzt er einfald- lega það, að ættjörðinni hefur verið ekið í burt í tonnavís, — en í staðinta kemur hraðbraut. Jámgrímur. ÞEIR eru furðulegir þessir gtimvísindamenn. Þeir gera ekki neinn greinarmun á vits- munaverum og hvítum baun- um, nema þá þeir haldi, að baunir séu vitsmunavernr á öðrum piánetum , . .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.