Alþýðublaðið - 11.07.1968, Side 2

Alþýðublaðið - 11.07.1968, Side 2
Éitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenedlKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. Opinberar skýrslur Það er algemgt hér á landi eins og erlendis, að hið opinbera skipi nefndir manna til þess að f jalila um tiltekin mál eða feli einhverj um einum sérfróðum manni að annast athugun á ákveðnu máli. Að slíku starfi ldknu liggur fyrir nefndarálit eða skýrsla, sem lögð er fyrir viðkomandi. ráðherra eða þá opinberu istofnun, sem verkið er unnið fyrir. Venjulega er far ið með slíkar skýrslur sem al- gjört trúnaðarmál og í fæstum tilfellum koma þær nokkru sinni fyrir almenningssjónir. Skýrsl- <an er lögð inn á borð hlutaðeig- andli ráðherra eða forstjóra. Stundum verðuir úr henni frum- varp að nýrri liagasmíð. Og stund- um getur hún leitt til úrbóta á rekstri ákvéðins fyrirtækis. En æði oft mun það vera, að skýrslan kiemsít ekki llengra en á borð hlut aðeigandi ráðamanns og aknenn- ingur fær aldlrei að vita um þær giagnmerku tillögur, sem skráðar voru í hið opinbera plagg. Víða erlendis, t.d. í Bretlandi og í Svíþjóð tíðkast það, að slíkar opinberar skýrsliuir séu birtar op- inberlega. Skýrslunar eru gefn ar út og almenningur getur keypt þær í bókaverzlunum. Dagblöðin fá þær sendar og gera sér mikinn mat úr efni þeirra. í Bretlandi hafa t.d. slíkar opinberar skýrsl ur æði miklu hlutverki að gegna. Strax og hlutaðeigandii ráðherra hefur fengið opinbera skýrslú senda og rétt haft tíma til þess að fíta yfir hána fá blöðin hana senda og gera sér onJkinn frétta- mat úr efni hennar. Eru mörg dæmi um það, að opilnberar skýrslur í Bretiandi hafi komið af stað fjörugum umræðum um opinber mál þar. Og sömu sögu er að segjia frá Svíþjóð. Það hefur augljósa kosti í för með sér, að leyfia ahnienningi að fylgjast mað opinberum skýrsl- um einls og þeim, sem hér er rætt um. Almenningur getur þá sttax tekið afstöðu til þeirra, áð- ur en hlutaðeigandi ráðamenn háfa tekið ákvörðun um það, hvort framkvæma eiigi eitthvað af þeim tillögum, sem llagðar eru fram í þeim. Það géfa verið marg ar ástæður fyrir því, að hlutaðeig andi ráðherra vilji láta það ’drag ast eða jafnvel komast hjá því að iVumkvæma gagnmqjrkar tilfög- ur, sem iagðar eru fram í ein- hverju ákveðnu nefndaráliti eða skýrslu. Ef skýrslan liggur fyrir sem opinbert plagg, getur almenn ingsálitið iveitt hlutaðeigandi ráða manni aðhald og ýtt á aðgerðir. Alþýðublaðið telur, að íslending ar ættu að taka sér Breta og Svía til fyrirmyndar 1 þessu efni. Stefnan ætti að veria sú, að opin berar skýrslnr yrðu yfirleitt opin ber plögg, sem aflir ættu aðgang að. Stnax og nefndarstarfi væri lokið og ráðherra hefði gefizt tími ti'l þess lað líta yfir nefndarálitið ættiað senda dagblöðunum það til birtingar. Slí'k vinnubrögð myndu áreiðanlega verða til þess að styrkja lýðræðið. Nokkuð hef- ur verið um það rætt eftir for- setakosningarnar, að sambandið milli stjómmál af lokk&nna og fólks'ins væri ekki nægilega gott. Hér er ein leiið til þess að bæta úr því. Ef ahnienningur fær að fjalla um opinbenar skýrslur, áð- ur en ákvörðun hefur verið tekin um það, hvort framkvæma eigi eitthvað af efni þeima, er alrnenn ingi, kjósendum, veittur aukinn trúniaður. Almenningur verður þá fremur en áður þátttakandi í því að tafea áfevörðunilna. Það yrði áreiðanliega til góðs fyrir um ræður um opinber mál og af- greiðslu þeirrla að framkvæma þá stefnubreytinigu, sem Alþýðublað ið befur hér gert áð umtalsefni. Brezkir íhaldsþingmenn lenda í miklum illdeilum LONDON, 10. júlí. - Heath, leiðtogi brezkra íhaldsmanna, var í dag að leita ráða til að koma aftur á aga meðal uppreisn armanna í hægri armi flokksins, sem í trássi við ákvörðun flokks- stjórnar greiddu atkvæði gegn lagafrumvarpinu um bann við kynþáttamismuninum varðandi vinnu og búsetu í Bretlandi. Uppreisnin olli gífurlegum ruglingi innan flokksins. Hún varð í lok fundar neðri málstof- unnar, er stóð mestalla sl. nótt. Þrátt fyrir skipun flokksstjórn- arinnar um að sitja hjá', greiddu 44 íhaldsmenn, þeirra á meðal þekktir hægrj menn eins ög En- och Powell og Duncan Sandys, atkvæði gegn frumvarpinu við þriðju umræðu. Lögin voru sam- þykkt með 138 atkvæða meiri- hluta. Lætin upphófust í lok fundar- ins, sem stóð í 19 tíma, er Quin- tin Hogg, „innanríkisráðherra skuggastjórnarinnar,” lýsti yfir viðbjóði sínum á ummælum, sem viðhöfð höfðu verið eftir aðra uinræðu og eftir ræðu Enochs Powells í Wolverhampton, þar sem hann mæltí með stöðvun inn flutnings litaðra manna til Bret- lands. Átti Hogg við aðgerðir þær sem hafnarverkamenn og hand- langarar á kjötmarkaðnum í Smithfield, höfðu í frammi til stuðnings Powell og leiddu til á- taka í London á sunnudag. „Það er veigamikið atriðj fyr- ir þetta þing og fyrir landð í heild að viðbjóðslegar skoðanir verði ekki tengdar við neinn meðlim þessa þings,” sagðj Hogg. Og þar með sprakk allt í loft upp. Hægri menn æptu ókvæð- isorð að Hogg, og hann varð reiður og kvaðst ekki vilja vera þekktur fyrir að þekkja fólk, sem gæti ekki einu sinni hlustað á andstæðar skoðanir sínum í þögn. Þingmenn Verkamannaflokks- ins horfðu í forundran á' rifrildið meðal íhaldsmanna. Urðu lætin miklu meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Öll þessi laeti eru talin tákna nokkra óánægju með i'orustu Heaths, mannsins, sem verður forsætisráðherra, ef íhaldsmenn komast til valda. í fyrstu hafði Heath verið á móti frumvarpinu, en taldi það nú orðið aðgengi- legt og þess háttar, að íhalds- stjórn mundi hvort sem væri þurfa að þvinga slík lög gegnum þingið. Sex hinna óhlýðnu þingmanna eiga sæti í veigamikilli nefnd íhaldsflokksins í neðrj málstof- unni og er þess vænzt, að þess verði krafizt, að þeir verði látn- ir víkja. Annars ríkir nokkur óvissa um hvað gera skuli við aðra upp- reisnarmenn, sem sýndu félögum sinum ósvífni og óvild. BUENOS AIRES, 9. júlí. Sov- ézka verksmiðjuskipið „Golf- strim“, sem floti Argentíxxu ihefur haft í haldi í þrjár vik- ur vegna meints landhelgis- brots, var látið laust í dag, er skipstjórinn hafði, með mót- mælum, gx-eitt 25.000 dollara isekt. Lokuii Almanna- gjár I Árið 1921 fór ég á fögrum júlí degi — glaða sólskin og bezta veðiur — í fyrsta skipti til Þingvalla og ennþá eftir 47 ár man ég hve undur hrifinn ég varð, þegar við ókum ofan Almannagjá, slíkan undraheim hafði ég aldrei áður augum lit ið og þeirri stundu gleymi ég aldrei. Eg hefi ferðazt nokkuð um nokkur Evrópulönd og séðl ýmsa undurfagra staði, en enginn hefur hrifið mig eina mikið og Almannagjá í fyrsta sinni fyrir nær hálfri öld. Og alltaf þegar ég hefi komið til Þingvalla, horfi ég með lotn- ingu á hina tignarlegu hamra veggi á báðar hliðar. En nú 7. júlí 1968, þegar ég kom þar austur var ieiðin lokuð um gjlána, þaninig iað sá staður, sem ástsæla skáldið okkar fcvað um þetta: — — Gat ei nema Guð og okkur, gjört svq dýrlegt furðuverk“ — — Og hinir vitru í Þingvallaniefnd eða þá þeir í Náttúruverndar ráði Ihafa víst stíaðið fyrir - þessu. Ég vil segja, að þetta sé engum til góðs, mér er næst að halda að hér sé verið að feýna einhver merlkilegheit. Hví mátti ekki hafa þann hátlinn á, að leyfa akstur nlð ur gjána — hafa einstefnuakst ur um hana og banna akstur upp. Það hefur þegar verið upplýst í blaði einu að útfend- ingur harmaði að fá ekki að aka um gjána og skil ég það vel. Ég held að þeir vitru menn, sem að þessarf lokun stóðu ættu að endurskoða samþykkt sína og leyfa akstur niður, en ekki upp. Ég hefi rætt við marga um þetta bann og ajlir þeir hafa verið mér algerlega sammála og segja eins og ég að þetta bann sé vindhögg útí loftið. 8/7 1968, Óskar Jónsson. . J SMÁAUGLÝSING 7 f síminn / er / 14906 3 11. júlí 1968 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.