Alþýðublaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1968, Blaðsíða 3
Viðtal við Mariu Ólafsdóttur listmálara: „MÉR1EKSIBEZIUPP, ÞEGAR ÉG ER ÍSLENZKUSI" Hún hefur á hverju ári í sam fleytt 20 ár haldið sýningar á málverkum sínum í Charlotten borg, auk þess, sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, og núna á hún grafíkmyndir á alþjóðlegri sýningu í Ro- stoek, þar sem hún er einj full trúi Danmerkur í félagsskap Picassos og fleiri stórmenna í myndlist. En í sölum Lista- safns ríkisins hangir engin mynd eftir Maríu Ólafsdóttur, og í föðurlandi hennar er eng- in áhugi á verkum hennar. Hún hefur reynt að varðveita íslenzka menningararfleifð í verkum sínum, en það hafa verið frændur okkar Danir, sem hafa gert henni kleift að sinna köllun sinni, Oft hefur þvi verið fleygt, bæði í gamni) og alvöru, að enginn verði spá maður í sínu föðurlandi, og sennilega hafa fáir reynt það betur en María, sem þó héf- iur gert ítrekaðar tilraunir til samvinnu við landa sína, en þeir alltaf daufheyrzt við ein- lægum tiiraunum hennar í þá átt- María 'er nú stödd hér á landi eftir margra ára sam- fellda dvöl í Danmörku, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum, Alfred Jensen, sem reyndar er einnig málari, og dætrum þeirra hjóna, Valdísi og Jóhönnu. Við hittum hana að máli, og fehgum hana til að segja okkur svolítið, hvað á daga hennar hefði drifið frá því að hún set'tist að í borg- inni við Sundið fyrir um það bil tveimur áratugum. En áð- ur en út í þá sálma ej» farið, þykir okkur hlýða að kynna hana -nánar, — Ég er fædd á Vindheim- um í Tálknafirði árið 1921. Foreldrar mínir voru Jónia Sig urbjörg Gísladóttir og Ólafur Kolbeinsson. Við vorum 16 systkinin og eru 15 þeirra enn á lífi. Ég kom til Reykjiavík- ur 16 ára og hóf þá strax nám ---------‘-------—------------«» Stjémarskráin gríska komin AÞENU, 10. júlí. — Gríska stjórnin mun birta hið nýja upp- kast að stjórnarskrá ríkisins i binghúslnu á morgun. Papa. dopoulos, forsætisráðherra, fyrr verande ofursti, sem var einn aðalleiðtoginn í byltingunni í apríl 1967, kallaði í dag saman ráðuneytisfund, þar sem hann mun Irafa he’imtað, að allir ráð- herrar undirrituðu uppkastið. Búizt er við iþví, að á blaða- mann'afundinum á morgun muni Papadopoulos veita nokkrar upplýsingar um stöðu Kon- stainitínis konungs, sem verið hef- ur í útlegð í Rómaborg síðan hin misheppnaða gagmbyltingar- i| íslendingur norskur konsúll tilraun var gerð í desember. Gert er ráð fyrir, að 'hin nýja stjórniarsikrá muni ítakmarka mjög völd konungs, m.a. með iþví að gera honum skylt að ráð- færá sig við ríkisstjórniraa, áður en hann tekur ákuarðanir. Þess er einnig vænzt, að konungur verði áfram yfirmaður hersins, en aðeinis að nafninu til. Þá segja isumir aðiilar, að þingmönnum verði fælckað uim helming, úr 300 í 150, og sumir þeirra verði útnefndir í stað þeiss að vera kosnir. Samkvæmt þessum frétitum, sem birtust í blöðuim í Aþenu fyrir skemmstu, munu þingmenm í framtíðinni ékki geta orðið ráðherrar, að undante'knum forsætis- og að- stoðarforsætisráðherraembætt- um. Aðrir ráðherrar iskulu út- niefndir úr hópi frægna marana eða sérfræðinga í tækni o gefna- ihagsmálum. OSLO, 10. júlí. — Vicente Martíiiez Martelo, konsúll Norðinanna í Cartagena í Colombíu, hefur sagt af sér embætti. Magnús Kr. Magn- ússon, íslenzkur ríkisborg- ari, fæddur 1919, hefur ver- ið útnefndur ólaunaður konsúll í Cartagena. HANDTAKA AÞENU, 10. Júlí. — Georg Perides, liershöfðingi á eftirlaiun um, sem gegndi veigamiklu hlut ver'ki 1 hinni miisheppnuðu upp- reisnartilraun Konstantíns kon- uings í vetur, var handtekinn í Aþenu í morgun. 1 teikningu hjá Einari Guð- mundssyni og Birni Björns- syni, en þeir ráku kvöldskóla í litlu ti-mburhúsi að baki gamla menntaskólanum við Lækjargötu. Skóli þessi var aðallega sóttur af iðnaðar- mönnum, siem vildu auka kunn áttu sína í teikningu, og ég var eini kvenmaðurinn í skól- anum. Ég man hvað það þótti fáránlegt, ef ekki hneyksl-an- legt, að stúlka skyldi vilja læra að teikna í stað þess að íara á grautarskóla. En þetta tókst samt bærilegffl, og þegar Handíða- og myndlistarskól- inn var stofnaður, lét ég þeg- ar í stað innrita mig í hann. Það var erfitt fyrir kvenmann að stunda skólanám upp á eig in spýtur í jþá daga, en mér tókst að vinna fyrir námskostn aði mínum. Ég fór m.a. til sjós, var skipsþerna á Lyru, sem sigldi milli íslands og Englands, og gat þannig sjálf staðið undir náminu. Þetta var í byrjun stríðsins, en þó að við yrðum vitni að átökunum allt í kringum okkur, þá urð bh við samt aldrei fyrir árás. Ég var tvö ár í Myndlistaskól a-num, en haustið 1946 sigldi ég til Kaupmannfflhafnar, og hóf nám við Listaháskólann í janúar 1947. Síðan hefur málaralistin skipað höfuðsess í lífi mínu. Maðurinn minn er líka málari, og listin hefur verið okkar lifi brauð alla tíð. Ég hef reynt að leggja rækt við uppruna minn og íslenzka menningar- Sjálfsmynd af listakonunni, sem hún málaði 1965 og er í eigu sonar hennar Vilhjálms Knudsens. arfleifð, og komið fram sem fulltrúi íslands þessi tuttugu ár, sem ég hef verið í Dan- mörku, þó að ég hafi engan stuðning eða viðurkenningu fengið hjá landsmönnum niín- um. Hef ég þó gert nokkrar tilraunir til að koma verkum mínum á framfæri hér, en án þess að ég væri virt svars. Hins vegar hef ég hlotið fjöl- marga danská heiðursstyrki, og sennilega væri ég dáin drottni mínum ef Danir hefðu ekki stutt mig eins og raun ber vitni. Annars hefur mér alltaf tek- izt bezt upp þegar ég er ís- lenzkust- Mér dettur í því sam bandi í hug myndasería, sem ég gerði og kallaði ,,Þegar amma dó“. Tildrög þessa myndaflokks -eru fyrstu bernskuminningar minar. Öll eigum við okkar bernskuminn ingatr. Þetta eru oft myndir, sem koma fram í hugann, oft- ast nær tengdar einhverjum vissum atburði. Og um leið 1 man maður eftir sjálfum sér í þessu umhverfi, sem birtist í huganum. Þessar fyrstu bernskuminningar mínar eru tengdar -andláti ömmu minnar. > Ég sat uppi eina nótt og setti saman kvæði um þessar minn- Framhald á bls. 14. María Óíafsdóttir framan við efna af eldri mynd um sínum, en þessa mynd málaði hún á námsár- unum í Kaupniánnahöfn. 11. júlí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 M' 'hií - £>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.