Alþýðublaðið - 12.07.1968, Page 1
í langri grein eftir I. Aleks-
androv, sem bendir eindregið til
að vera opinber yfirlýsing, lýsti
Pravda hinum frjálslyndu öflum
í Tékkóslóvakíu sem ljótum
gagn-byltingarseggjum og skrif-
aði, að Sovétríkin og önnur
kommúnistaríki hafi miklar á-
liyggjur af hinu „óörugga á-
standi” í Prag.
í greininni er þó tekið fram,
að Sovétríkin hafi ekki á prjón-
unum neinar tafarlausa íhlutun,
svo framarlega sem tékkneski
kommúnistaflokkurinn missi
ekki tökin á ástandinu og lýst
er yfir trú á að tékknesk verka-
lýðsstétt og „réttþenkjandj aðil-
Lokun Al-
mannagjár
Á 161. fundi Ferðamálaráffs
var eftirfarandi tillaga samþykkt:
„Ferðamálaráð er þeirrar skoð-
unar, að óheppilegt sé að loka
Almannagjá fyr'ir umferð fólks-
bifreiða ogr skorar á hlutaðeig-
andi yfirvöld að opna gjána fyr-
ir umferð fólksbifreiða í austur-
átt.“
ar” í flokknum muni koma sig-
ursæl út úr þeirri deilu, sem nú
standi yfir.
Grein þessi er harðasía árás
sovétmanna til þessa á þá á-
ætlun um umbætur og aukið
frelsi, sem hrint var í fram-
kvæmd í Tékkóslóvakíu eftir að
hinn Kreml-sinnaði forseti, Aní>
onin Novotny, var látinn víkja
fy rirAlexander Dubcek.
Er litið er á grein þessa í
sambandi við fréttir um, að Tékk
ar eigi í vandræðum með að
losna við hið sovézka lið, sem
fyrir nokkru tók þáít í heræf-
ingum Varsjár-bandalagsins í
landinu, verkar hún sem nýr
liður í hinu augljósa taugastríði,
sem miðar að því að stöðva sókn
Tékka til aukins frjálsræðis,
segja menn í Moskva.
Þeir halda því ennfremur^
fram, að Sovétmenn óttist mest
að framfara eða endurskoðuna'r-
öflin í Tékkóslóvakíu nái völd-
um í miðstjórn tékkneska kom-
múnistaflokksins, á flokksþing-
inu, sem kemur saman í septem-
ber. Þó að margir afturhalds-
aðilar hafi verið fjarlægðir úr
stjórnmálanefnd flokksins, hafa
Framhald á 14. síðu.
Grípa þeir inn í 'innanríkismál Tékkóslóvakíu?
Miklar flotaæfingar
Eins og skýrt var frá í AlþýSu-
blaSinu í gær hafa rússneskar
skipaferSar á hafinu umhverfís ís-
land aukizt mjög að undanförnu,
en um þessar mundir heldur Varsjár
bandalagiS miklar flotaæfingar á
NorSur-Atlantshafi. Hafa skipin að-
eins veriS í 20—30 mílna fjarlægS
frá landinu, en hins vegar haldiS
sig utan landhelgi.
45 km hraði á 21
Áfram 60 km hámarkshraði á þjóðvegum
FRÁ og með deginum í dag
verður hámarkshraði í þéttbýli
hækkaður til samræmis við það
sem hann var fyrir H-dag. —
Verður þá leyfilegt að aka með
45 km. hraða á 21 götu í
Reykjavík. Ennfremur verður
hraðinn á Miklubraut 60 km.
á milli .Kringlumýrarbrautar
og Grensásvegar. Þá hækkar
hraðinn í 60 km. á nokkrum
aðvegum Reykjavíkur, eins og
umferðarmerkj gefa til kynna.
Hámarkshraði á þjóðvegum
verður óbreyttur, eða 60 km.
Á undanförnum tveimur
vikum, hefur ökuhraðinn í
Reykjavík almennt verið að
hækka á þeim götum, þar sem
var 45 km. hámarkshraði fyrir
H-dag. Má segja, að þar sé nú
ríkjandi hæfilegur hraði, og
þótt hraðatakmörkin verði nú
færð aðeins upp, þýðir það
ekki að ökumenn megi almennt
aka hraðar en nú er gert. Mun
lögreglan ganga ríkt eftir því,
að settum hraðatakmörkunum
verði fylgt, enda hafa yfirvöld
komið til móts við ökumenn og
hækkað mörkin eins og hæfi-
legt má teljast.
1
Frank B. Stone aðmíráll, yf-
irmaður varnarliðsins gai í gær
út frétíatilkynningu, þat' sem
sagði að flugvélar frá va’narlið-
inu hefðu fylgzt með fcrðum
fimm sovézkra herskipn í nánd
við landið. Hefðu þau farið suð-
ur með austurlandinu í um 30
mílna fjarlægð frá landi þann 8.
júlí, en um miðnætti þann 9.
hefðu þau farið fram hjá Port-
landi í um 20 mílna fjarlægðí
Flugvélar frá varnarliðinu fylgd-
ust allan tímann með skipun-
um, og síðdegis í gær vóru þau
um 180 mílur suðvestur af land-
inu að æfa olíuflutninga úr olíu-r
skipi, sem var með í förinni,
yfir í herskipin.
ENGIN SlLO
Engin síldveiði var í nótt,
enda leiðindaveður á miðun-
um. Veiðiskipin bíða betra veð
urs. Síldarflutnintgaskipin þrjú
er.u komin á miðin.
Rússar bera saman ástandið í Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi
SEGJAST HAFA ÁHYGGJUR AF
„ÓÖRUGGU ÁSTANDI" I PRAG
HEIMSÓKN AÐ
KIRKJUBÆJAR-
KLAUSTRI
Sjá opnu
MOSKVA, 11. júlí. Aðalmálgagn sovézka kom
múnistaflokksins, Pravda, lagði í dag hinn hug-
myndafræðiJega grunn að hugsanlegri íhlutun í
Tékkóslóvakíu, og líkt hinum framfarasinnuðu öfl-
um í Prag yið þau öfl, sem forustu höfðu um upp-
reisnina í Ungverjalandi 1956, er Sovétríkin skárust
í leikinn og bældu niður uppreisnina með hervaldi.