Alþýðublaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 10
■ « I I 1 4 <|
99
PÁFINN OG PILLAN
ÍC
Fróðleg viðhorf
katólskra presta
Hirðisbréf Páls páfa, sem staðfestir bann kaþólsku kirkj.
unnar við getnaðarvörnum, hefur valdið honum „kvölum
og þjáningum“, eins og hann sagði nýlega. Mun bréfið einnig
verða honum álitshnekkir og valda því, að fylgismönnum
kaþólsku kirkjunnar fækkar? Martin Drouzy, sem er dóm.
inikaprestur í Kaupmannahöfn telur, að margir kaþólskir
leikmenn muni ekki vilja sætta sig við sjónarmið páfans.
Einnig telur hann, að umburðarbréfið muni valda miklum
álitsgreiningi.
— Það hlýtur að vera kom-
ið undir hinum einstöku fjöl-
skyldum sjálfum, á hvern hátt
þær ráða fram úr getnaðar-
varnarvandamálum sínum.
Sem stendur er mjög erfitt
að fá kaþólska presta í Dan-
mörku til að segja neitt á-
kveðið um hirðisbréf páfans.
Séra Ymans í Hróarskeldu seg-
ir:
Enn hef ég ekki lesið það,
sem páfinn skrifaði óg þekki
það aðeins af þeim útdráttum,
sem ég hef lesið. Ég hlakka til
að lesa það í heilu lagi. Það
væri ekki rétt að segja neitt
ákveðið um það, áður en ég
hef lesið það. En að sjálfsögðu
vissi ég fyrir fram, hver skoð-
un páfa yrði.
— Þér eruð á’ móti takmörk-
unum barneigna eins og páfi?
— Páfinn er ekki andvígur
takmörkunum barneigna í, öll-
um myndum.
□ Mun bíða átekta og sjá
hvað vísindin leiða í ijós.
Séra Urban Figge í Kaup-
mannahöfn þekkir hirðisbréf
páfans einnig aðeins af útdrátt-
um. Þar af leiðandi vill hann
heldur ekki láta í Ijósi ein-
dregnar skoðanir sínar eins og
sakir standa.
— En samt bein spurning:
— Eruð þér á' móti notkun
getnaðarvarnarpillunnar?
— Skoðun mín er sú, að enn
hafi ekki fengizt nægileg
reynsla fyrir pillunni til að
hægt sé að taka hana góða og
gilda. Enda er þetta álit margra
lækna.
— Ef í ljós kemur, að hún
er nægilega góð?
— Svo framarlega sem hún
býður engum hættum heim,
mun ég yfirvega afstöðu mína
rækilega. En ég er sömu skoð-
unar og páfinn.
— Eru orð páfa yður mikil-
vægari, en eigin samvizka yð-
ur?
— Að sjálfsögðu á einnig að
fara eftir samvizku sinni. Það
hefur komið fyrir, að kaþólskir
prestar hafa ekki farið eftir op-
inberum kennisetningum kaþ-
ólsku kirkjunnar, er samvizka
þeirra bauð svo, segir séra
Figge að lokum.
Séra Völk í Óðinsvéum segir:
— Enn hef ég ekki fengið í
hendur bréfið eins og það er
Áskoruti frá Áfengisvarnarnefnd:
Sýnið sanna
ferðamenningu
VERZLUNARMANNAHELG-
IN er mesta ferðahelgi ársins,
þá þjóta eftir þjóðvegunum
fylkiragar bifreiða í endalaus-
um röðum, þétt skipaðar kon-
um og körlum, ungum og göml
um. Þúsundum saman þyrpist
fólkið í allar áttllr, úr borg
og bæ, í leit að hvíld og ró,
frá önn og erli hversdagsins.
í slíkri umferð, einmitt um
þessa helgi sem nú er fram-
undan og reynslan hefir sýnt
•óg sannað, að eykst ár frá ári
ber eitt boðorð öðru hærra:
öryggi. En að boðorð sé í
heiðri haft, getur gætnin ein
tryggt.
Það eru þeim ömurlegar lykt
ir hvílilar- og frídaga, slam
vegná óaðgæzlu, verða valdir
að slysi á sjálfum sér, ástvin-
um sínum, kunhingjum eða
samferðafólki. Sá sem í þær
10 4. ágúst 1968 - ALÞÝÐÖBLAÐI0
raunir ratar verður aldrei
samur og jafn.
Einn mestur bölvaldur í
þjóðfélagi nútímans, er áfeng-
isneyzlan, ekki hvað sízt með
tilliti til margþættrar og sí-
aukinnar vélvæðingad, á æ
fleiri sviðum, og þá ein-
mitt ekki hvað sízt í hinrvl
vaxandi umferð og þá allra
helzt á itylli- og frídögum, svo
sem um helgi verzlunarmanna.
Það er dæmigert ábyrgðar-
leysf að setjast að bílstýri und
ir áhrifum áfengis, en í há-
marki stendur slíkt ábyrgðar-
leysi á slíkum tylli- og frídög-
um sem verzlunarmannahelgin
er, þegar allir vegir eru krökk-
ir af vélknúnum farartækjum.
Þá er sannarlega allrar at-
hygJi þörf.
Minnstu áfengisáhrif geta i
Frámhald á 13. síðu
Páfinn: Það var Herrann en ekki ég
dönsku blaði),
'fgþt
orðrétt. Sjálft vandamálið er
orðið mjög málum blandið —
einkum í fréttunum erlendis.
Of mörgum hlutum hefur ver-
ið ruglað saman.
— Hvað teljið þér sjálfur um
pilluna?
— Að bíða skuli útkomunn-
ar úr hinum læknisfræðilegu
rannsóknum, sem enn er langt
4 frá því að vera lokið.
Séra Franz Lanser, 'Kaup-
mannahöfn, vill einnig lesa
hirðisbréfið orðrótt, áður en
hann segir hug sinn.
— Eruð þér á móti takmörk-
un barneigna?
— Þetta er allt of breiður
grundvöllur til að hægt sé að
svara í stuttu máli!
— Eruð þér á móti pillunni?
— Svo lengi sem læknis-
menntað fólk er ekki á’ einu
máli um þau áhrif, sem pillan
kann að hafa, get ég heldur
ekki verið henni hlynntur.
sem sagði: „L /íið börnunum aS koma til mín’’ (Skopmynd úr
□ Páfinn liefur alltaf rétt
fyrir sér!
Séra Oppermann í Óðinsvé-
um, segir:
— Enn hef ég aðeins séð og
heyrt útdrætti úr hirðisbréf-
inu. En að sjálfsögðu er ég á
sama máli og páfinn.
— Án þess að hafa lesið liirð-
isbréfið eins og það leggur sig?
— Þannig verður það alltaf
að vera. Þegar páfinn hefur
tekíð ákvörðun er til þess ætl-
ázt, að ég fari eftir henni. Að
því er ég bezt fæ séð, hefur
hirðisbréf páfans kveðið skil-
merkilega á um það, sem allt
of lengi hefur verið óljóst.
— Yðar eigin samvizka?
— Samvizka mín býður mér
að hlýða páfanum, sem er
æðsta yfirvald kaþólsku kirkj-
unnar. Vald hans er bindandi
fyrir mig.
— Teljið þér, að allir starfs-
bræður yðar séu á sama máli
og þér?
— Þeir eru áreiðanlega til,
sem höfðu álitið, að páfinn
tækj aðra ákvörðun. Og fyrir
þá hlýtur það að vera erfitt að
verða allt í einu að beygja sig.
En þeir verða! —
— Er þá skírlífi eina mögu-
lega leiðin til takmörkunar
barneigna?
— Já, það er nú einmitt það,
sem páfinn hefur sagt?
— Það eru u.þ.b. 27.000 kaþ-
ólikkar í Danmörku. Álítið þér
ekki, að hirðisbréf páfans muni
valda klofningi hjá þeim?
— Nei
□ Blöð kaþólskra þögul.
„Kaþólskt vikublað kemur
út í 3350 eintökum. Ritstjóri
þess, Helge Christensen, segir:
— Eftir viku kemur út varn-
arrit fyrir umboðsbréf páfa.
— Munuð þér minnast á það
í leiðara?
— Nei, það munum við ekki
gera.
— Teljið þér ekki, að hirðis-
bréfið muni skaða álit kaþ-
óisku kirkjunnar út á við?
— Ef til vill meðal þeirra,
sem ekki eru kaþólskir. ■— En
mér virðist, að það, sem sagt
hefur verið hér í Danmörku
hingað til, sé alveg furðulega
vægt.
— Yðar eigin skoðun?
— Páfinn er nú einu sinni
páfinn. Og mér finnst eins
og honum, að það verði fyrst
og fremst að hafa hina þjóð-
félagslegu hlið málsins hug-
fasta.
□ Gömul svör við nýjum
vandamálum.
Martin Drouzy og Fritz Flor-
in, eru ekki hræddir við að
verða „bannfærðir”. Sá fyrr-
nefndi segir:
— Ég held, að þetta
vandamál sé ekki svo brýnt.
Og við stöndum ekki einir. Að
minnsta kosti þrír kardínálar
fóru þess á leit við páf-
ann, að hann sendi umburðar-
bréf sitt ekki út.
—■ Þér eruð óánægðir með
umburðarbréfið?
— Ég álít það mikilvægt. En
hér eru gömul svör við nýjum
spurningum. Áður fyrr var lak-
mörkun barneigna aðeins per-
sónuleg ábyrgð íyrir hverja
fjölskyldu. Nú er það ábyrgð
gagnvart öllum heiminum.
— Hvað segir liinn almenni
kaþólikki?
Kaþólskur maður í nútíma
þjóðfélagi einblínir ekki á,
hvort yfirlýsing kemur frá páf-
anum. Hann lítur á rökin. Og
mér virðast rök páfa tiltölulega
veik.
— Óttist þér klofning?
— Já, en ég held, að bréf
páfa — eins og svo margt ann-
að — muni fljótt falla í
gleymsku. Að minnsta kosti
mun ég ekki afsala samvizku
minni.