Alþýðublaðið - 04.08.1968, Blaðsíða 11
Opinber skýrsla, sem tekin var saman með leynd,
hefur Ijóstrað upp í smáatriðum um fjögurra ára
baráttu Fullveldisnefndar Mississippiríkis til að hrjá
og koma óorði á mannréttindahreyfinguna í ríkinu,
að því er segir í The New York Times.
Skýrslan sýnir fram á leyni-
lega andstöðu Mississippis við
kynþátta-krossferðir, eins og t. d'.
,,Frelsissumarið” árið 1964, hina
pólitísku áskorun Demókratíska
frelsisflokksins, og gönguför
James Merediths 19*66.
Þátttakendur í aðgerðum gegn
kynþáttamisrétti voru oft kærð-
ir, af ónafngreindum aðilum,
fyrir að vera kommúnistar. —
Negrar voru hvattir til að fara
eitthvað annað. Heilt njósnakerfi
sá embættismönnum fyrir upp-
lýsingum um fyrirætlanir and-
stæðinga kynþáttamisréttis.
Skýrsla Fullveldisnefndarinn-
ar, sem nær til baráttunnar
gegn „fjandmönnum ríkisins og
undirróðursmönnum” frá 1964
til ársloka 1967, var í nóvember
sl. búin til dreifingar sem trún-
aðarmál til helztu embættis-
manna ríkisins og vissra trúverð-
ugra þingmanna.
Blaðið skýrir frá því, að ein-
tök af skýrslunni hafi fyrir
skömmu fengizt í Atlanta og New
York.
Skýrslan sýnir tugi leynilegra
aðgerða til að drepa á dreif að-
gerðum svertingja.
Til dæmis má geta þess, að
1964 heimsóttu leynilögreglu-
menn nefndarinnar hverja ein-
ustu af 82 sýslum ríkisins til að
gefa hugmynd um, hvernig
sýslumenn skyldu „bregðast með
beztum árangri við væntanlegri
innrás stúdenta,” er hugðust
taka þátt í kynþáttaaðgerðum þá
um sumarið.
Hafði stofnunin útbúið útdrátt
úr lögum ríkisins, sem hundruð
mótmælamanna voru síðan hand-
tekin samkvæmt af löggæzlu-
mönnum ríkisins. Dómstólar ó-
giltu síðan fjöldan allan af hand-
tökum þessum.
Nefndin kom sér upp njósn-
urum til að fá upplýsingar um
fyrjrætlanir Council of Federat
ed Organization, samstarfsnefnd-
ar, er stofnuð var til að gangast
fyrir mannréttinda-aðgerðum í
ríkinu þá um sumarið.
„Við vissum fyrirfram hvar
þeir fetúdentarrt'r) mundu slá
sér niður og mikið af fyrirætl-*
unum þeirra og aðferðum,” segir
í skýrslunni. „Þessar upplýsing-
ar bárust löggæzlumönnum í rík-
inu .....
Þrír stúdentanna voru drepnir
21. júní 1964 nálægt Philadelph-
ia í Mississippi.
Einn hinna hvítu manna, sem
síðar voru fundnir sekir um þátt-
töku í samsærinu, var Cecil R.
Price, 29 ára gamall aðal-vara-
sýslumaður í Neshoba-sýslu. Vitni
sögðu, að Price hefði fundið ung-
linga og fengið þá öðrum til af-
töku.
Fullveldisnefndin var stofnuð
af ríkisþingi Mississippi árið
1956. Henni var fengin veruleg
fjárveiting og óvenjulega víð-
tækt umboð til að þjóna sem
,,viarðhundur M'ississipi í að-
skilnaðarmálum.”
í fyrstir var hún notuð, sem
krani fyrir fjárhagsaðstoð rík-
isins við Hvítra borgara nefnd-
irnar, en eftir því sem starf-
semi hennar varð margslungn-
ari dró úr samskiptum hennar
við harða aðskilnaðarmenn og
fram komu kröfur um að leggja
stofnunina niður.
Ríkisstjórinn er officio formað-
ur nefndarinnar, og hann, ásamt
vara-ríkisstjóra og forseta full-
trúadeildar ríkisþingsins, skipar
nefndarmenn.
Nefndin velur sér svo fram-
kvæmdastjóra. Upp á siðkastið
hefur nefndin að auki haft sex
manna starfslið, þar af þrjá
leynilögreglumenn í fullu starfi.
Framhald á 14. síðu.
Alltaf er að koma til átaka milli ísraelskra hermanna og meS-
lima Ei Fatah-skæruliða Araba. Þessi mynd var tekin fyrir skönmm.
er ísraelskir hermenn höfðu nýdrepið 13 El Fatahmenn og sjást
tveir þeirra hér.
Bók gefin út í tilefni Landbúnaðarsýningarinnar:
Bættir eru bænda hættir"
Tveir ungir framtaksamir men»
Óskar Lárusson og Örn Johnson,
gefa út nýja bók um íslenzkan
landbúnað í tilefni Landbúnað
.arslýningarínnar, sem hefst í
Örn Johnson og Oskar Lárusson með nýju bókina.
Reykjavík innan skamms. Bók-
in nefnist Bættir eru bænda
hættir og er hin veglegasta. Bók
in er skrifuð af 28 þjóðkunnum
mönnum, sem draga fram á
skemmtilegan hátt helztu at-
riði í sögu og þróun íslenzks
landbúnaðar.
í upplýsingabæklingi, sem
fylgir bókinni segir: „Baattir eru
bænda hættir er gefin út til
heiðurs íslenzkri bændastétt og
kemur út á Liandbún'aðarsýning
unni 1968, sem hefst 9. ágúst.
Bókin er mjög fjölbreytt að
efni og skemmtileg aflesitrar.
Hafa hinir 28 liöfundar lagt
mikla vinnu í 'að aflá heimiilda
og vandað frágang greina
sinna. Bókin ler prentuð á þykk
an og góðan pappír og bókband
er mjög vandað”.
Bókin er prentuð í tveimur
litum þar sem teikningar eftir
Halldór Pótursson listmátora,
sem prýða bókina, eru prenteðar
í öðrum lit en megintextinn. Um
útlit bókiarinnar og umbrot sá
Ástmar Ólafsson og teiknaði
hann einnig káputeikningu. —
Bókin er sett í Prentsmiðju
Guðmundar Benediktssonar, en
prentuð hjá Grafík h.f. Hún er
innbundin hjá Bókbindaranum
h.f. — Allir höfundar bókarinn-
ar eru landskunnir hver á sinu
sviði, en allir eiga þeir það sam-
merkt' að kunna glögg skil á
þeim málaflokkum, sem til með-
ferðar eru teknir í bókinni.
„Bættir eru bændahættir”
verður til sölu á Landbúnaðar-
sýningunni í íþróttahúsinu í
Laugardal sýningardagana og
kostar þar 470,00 krónur. Aulc
þess verður bókin seld á sama
verði í gegnum búnaðarfélögin
í einstökum hreppum úti um
landið. Þá verður hún einnig
fáanleg í bókaverzlunum, en
verður þar nokkuð dýrari og
mun kosta 537,50 kr.
Útgefendur bókarinnar verða
með sérstaka sýningardeild á
Landbúnaðarsýningunni, sem
verður baðstofa. Þór Magnús-
son fornl.fræðingur mun fylgj-
ast með uppsetningu baðstof-
unnar. — Stúlkur klæddar ís-
lenzka þjóðbúninginum munu
selja bókina í baðstofunni og
auk þess gefa sýningargestum
upplýsingar um einstaka hluti j.
baðstofunni.
SkýrsEa sýnir hvernig
4. ágúst 1968 - ALÞYÐUBLAÐJÐ %%