Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 15
,Hún heyrði liann kalia á Mammy Brown: — Hvar er June, Mammy? — Hún hlýtur að vera á næstu grösum, hr. Símon, þó að ég hafi ekki séð mikið til hennar í dag. Hún hefur verið ein síðan liún kom heim. June dró andann djúpt; hér gat hún ekki verið. Hún varð að horfast í augu við Símon og það fór hrollur um hana, þegar hún sá', hvað hún var föl, þegar hún leit í spegilinn. — Hvar ertu, June? Hún gat ekki slegið þessu lengur á frest og því gekk hún seinlega niður tröppurnar. Símon stóð í forstofunni og beið hennar, en brosið hvarf af vör- um hans, þegar hann sá, hvað hún leit illa út. — Er eitthvað að? spurði hann og hrukkaði ennið. Hún reyndi að láta á engu bera. — Hvað ætt'i svo sem að vera að? Hann tók um handlegg hennar og fór með hana inn í dagstof- una, en þar tók hann utan um mitti henar og sveiflaði henni í kringum sig. Hún hafði aldrei séð hann svo hamingjusaman og glaðan fyrr. — Þetta er í lagi, elskan! Við getum gift okkur eftir viku —- hvernig lízt þér á? En við skul- um halda brúðkaupið hátíðlegt, þó að tíminn sé svona knappur! Hann þagnaði og lelt á hana. — Hvað er að, June? Er ekki eitthvað að? Hún hörfaði frá' honum. — Bara það að .... Hún leit aftur á hann. — Elskarðu mig ekki, Símon? Ég á við elskarðu mig ekki raunverulega? Hann stóð um stund og starði á hana, síðan spurði hann: — Hvers vegna efastu um ást mína? — Rex elsfeaði Helen, en ekki. nægilega mifeið. Hann eiskaði ,,Rauða land“ me:ra en hana og fer ekki eins fyrir þér, Símon? Hann herpti augun saman. — Er það ekki rétt? spurði hún. — Þú elskar „Rauða land“ heitar, en Rex Loring gerði. June sá andlit Ailsu fyrir sér og heyrði hina hroðalegu á- kæru hljóma fyrir eyrum sér. BARNALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. i:TRÉrsfi: ! TÉEfitffit* YékkMí Altöh: . 20. HLUTI — Þú myndir gera hvað, sem er til að eignast búgarðinn, Sí mon. Þetta var orðinn eins og m.úrveggur milli 'þeirra. Þau I fundu það bæði. — Kannski, saigði haann. — Nú hefðir þú átt „Rauða land“, ef Toby litli hefði ekki fæðzt. — Rétt. Það hefði ekki ver ið neinn annar erfingi. Juhe hélt áfram máli sínu, rekin áfram af nagandi ótta. — Helen og Rex komu í veg fyrir, að þú eignaðist „Rauða land“ o.g eftir fráfall þeirra hennar var hvell og skerandi, "þíegar hún sagði: — Fyrir 1 viku vorum við næstum fallin ■' frá, Símon; Hann gekk til hennaú og) það var stálglampi í augum hans. — Þú virðist hafa hugsað málið gaumgæfilega í dag, sagði hann með ískulda, — þú hefur svei mér fundið upp á ýmsu. Heldurðu, að ég hafi ’ fælt nautin? ----Þú mátt ekki halda, Sí mon. . . En hann var svo reiður, að hann vildi ekki hlusta á hana. — En þú heldur það, hróp aði hann, — og þú minntist, líka á Helenu og Rex. Þú grun ar mig um að hafa myrt þau. Ef hún gæti aðeins gleymt orðum. Ailsu. Ef hún gæti að eins gleymt þögn Neds. — Trúirðu mér efeki? spurði hann biturlega. — Þú he-fur þegar þitt álit á mér. Þetta er svei mér falleg byrj un á hjónabandi. June settist. Hann hafði ekkí sagt neitt það sem gæti bundið endi á efasemdir henn ar og í reiði sinni virtist hann allur annar maður en áður. Nú :sá hún aftur þann Símon 'Conrad, sem hún hafði kynnzt harðan, tillitslausan og ákveð inn. — Símon. ..ég held, að við ættum ekki. . . . að gifta okk- ur Henni fannst einhvem veginn, að það hefði önnur rödd en hennar sagt þessi orð og nú tók hún af sér hringinn og lagði hann é borðið Hann lét hann liggja þar og gekfe til dyra, en þar leit hann við skelfdur á svipinn og tek- inn til auignanna. — Þú getur ekki gert mér þetta, June. Ég sagði öllum í Boraville, að við ætluðum að giftast og við gerum það. Ég er stoltur maður og það skal enginn fá að hlæja að mér. Settu hringinn aftur upp. Þegar hún gerði sig ekki lík lega til að hlýða gekk hann aftur inn í herbergið og sagði reiðilega: — Settu hringinn aftur á fingur þér, June. Og giftingarhringinn skaltu líka setja upp. Þú gafst mér lof- orð og það skaltu halda — við giftum okkur. — Þú . . þú getur ekki neytt mig til þess. — Við sjáum nú til. Hann gekk til hennar og áður en hún gat komið í veg fyrir það, hafði hami tekið hana í faðm sér. Hún barðist um, en það var til einskis og varir hans snertu varir hennar. Hana svimaði og hún þrýsti sér að honum og hvíslaði nafn hans og efi henniar hvairtf og eftir varð aðeins ást hennar og þrá. Svo sleppti hann henni og hló, ekki viðkunnanlega heldur hæðnislega. — Þú iert tengd mér, June. Hvort sem þér líkar betur eða verr ertu mhi. Mér er sama, hvað þú heldur um mig, það eru tilfinningarnar sem ráða. Hann hló aftur. — Já svo sann arlega höldum við brúðkaups veizlu. Svo fór hann og June stóð lengi og starði á eftir honum án þess að vita, hvort hún átti að hlæja eða gráta. Það var ekki fyrr en henni kom Toby litli í hug, að hún stóð á fætur. Hún fór fram í eldhúsið og Mammy Brown leit hvasst á hana. — Voruð þér að rífast við hr. Símon? spurði hún. — Hann var þungbúinn á isvipinn, þegar hann fór út. Hvað kom fyrir. — Ekkert, Mammy. Negrakonan hristi höfuðið. — Ég hef fyrr séð hr. Símon í þessu skapi og hann getur verið harður — afar harður í horn að taka. Þér ættuð að sættast við hann áður en það verður verra. June varð fegin að geta far ið inn í barnaherbergið og enn fegnari þegar tími var kom inn til að hátta, en hún gat ekki sofið. Ef hún gæti að- eins hugsað skírt. Ailsa var ill gjörn og hefndarsjúk og henni gat komið til hugar að segja hvað sem var. June starði upp í loftið og velti því fyrir sér, hvort Ned myndi leggjast svo látt að ljúga að henni, en því gat hún aldrei trúað. Honum þótti of vænt um hana til þess. 16. K A F L I. Daginn eftir fór hún ekki niður fyrr en Símon var far inn út. Hún var ekki búin að borða, þegar Mammy Brown kom til hennar. — Frk. Ajjlsa vill fá að tala við yður, sagði hún. — Ég hef efekert við hana að tala, svaraði June snöggt. En Ailsa ætlaði ekki að fara fýluferð til „Rauða lands“. Hana langaði til að sjá, hvaða áhrif lygar hennar höfðu haft á June og nú gekk hún inn í borðstofuna og settist við borðið. Um leið og hún sá June vissi hún allt. — Svo þér hafið slitið trú- lofun ykkar Símons. — Hann segir að við verð- ,um að gifta okkur, því að hann hefur undirbúið allt svo nákvæmlega, sagði June ör væntingarfull. Ailsa leit á June og skildi að hún var að missa stjórn á sér. — Svo hann hefur veitt yð ur í gildru? Hann veit, að þér elskið hann enn og 'hann leik ur á þá strengi eftir beztu getu. Þér gætuð haldið hann út í hálft ár, svo væri út um yður og þá getur hann gert það sem honum sýnist við „Rauða land“ og það var allt af ætlun hans. — Nei hrópaði June. Það skal aldreii verða. — Þér getið aðeins gert eitt og það er — farið, sagði Ailsa. — Farið ti'l Englands og takið barnið með yður. Leyfið Sím oni að ráða yfir „Rauða landi“ þangað til að Toby er nægi- lega gamall til að koma hing að og berjast fyrir 'því, sem hans er. Hún tók í höndina á June. — Farið. Farið strax Svo benti hún út úm glugg- ann. Þarna er kerran okkar, June. Mér fannst það einhvern veginn í morgun, að þér þyrft uð að nota hana. Klæðið Toby og pakkið niður og náið í lest ina, sem fer í dag frá Bor- aville. Ég skal sýna yður hvar þér getið stytt yður leið við gömlu indíánaslóðina yfir fljótið. Þar er vað og þá stytt ist ferðin um helming. Hún sá, að June hikaði. — Þér verðið að ákveða yð ur fljótt, sagði Ailsa, — éður en Símon kemur heim. Þér verðið að vera komin héðan áð ur. Engin heimsfeupör, June. Ef þér verðið kyrr, sigrar Sím on og þér getið ekkert sagt. Ég skal hjálpa yður við að pakka niður og klæða barnið. Hún gaf June engan umhuga unarfrest heldur hélt áfram að leggja á það megináherzl- una, hvað þetta væri mikil. vægt og hvað flýtirinn skipti miklu máli. Hálftíma síðar lagði June af stað og ók niður að fljótinu í leit að gamla ind íánavaðinu meðan Ailsa horfði á eftar henni þar sem hún hvarf í reykjarmekki á veg- inum. Ailsa brosti, þegar hún fór að hesthúsinu til að fá lánað an hest til að ríða heim, með an' hún hélt áfram að hugsa 1 um.~það, að nú hefði hún losn ' að við June. í þetta skipti 1 gæti ekkert bjargað henni. Hún hafði logið að henni um vaðið, því að þar sem June átti að fara yfir ána var hún hvað dýpst og Iþar hafði fyrrum verið hengibrú, en nú var hún ónýt og um leið og June æki út í fljótið myndi kerran sökkva —- og June og barnið drukkna. 17. K A F L I. Hvernig gat hann verið svona heimskur? Þessi tilhugs un angraði Símon allan dag- inn. Hann átti aldrei að láta stoltið fá yfirhöndina þegar June hafði ásakað hann fyrir að vera valdur að dauða Lor iugs og ekki heldur þegar hún áskaði hami fyrir að hafa gert tilraun til að myrða hana og barnið. Nú velti hann því fyrir sér. hvernig hefði staðið á því, að liún hélt þetta. Þegar hann hafði' farið til Boraville um morguninn, hafði allt leikið í lyndi — hvað hafði breytt henni svo mjög? Hver hafði sáð efa í huga hennar? Þetta hafði honum ekki komið til hugar að spyrja um meðan þau June voru að þræta. Én nú varð hann að komast að því. Hann gat sýnt henni, hvað þessar grunsemdir henn ar voru ótrúlegar. Hann gat sannað sakleysi sitt og að ást hans á „Rauða landi“ jafnað ist engan veginn við þá nýju og yfirgnæfandi heitari ást, sem nú réði öllu í lífi hans. ALÞÝÐUBLAÐIO 9. ágúst 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.