Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.08.1968, Blaðsíða 10
# DR. VICTOR URBANCIC rrtinnzt á 65 ára atmælisdegi Þegar minnast á þe&sa mæta manns með örfáum orðum, er af svo miklu að taka að örð- ugt er að gera það upp við sig hvers helzt ber að minn- ast. Fyrst vil ég þó hverfa Dr. Victor Urbancic 20 ár aftur í tímann. Ég er staddur á sviðinu i Konung- lega lei'khúsinu í Kaupmanna- höfn á sólbjörtum sumardegi ártð 1948 sem einn þátttak- t andi í söngflokki Tónlistarfé- lagskórsins á norrænu söng- móti. Húsið er þéttskipað á- heyrendum og dönsku kon- ungshjónin eru meðal áheyr- enda ásamt fríðu föruneyti og sendiherrum erlendra ríkja. íslenzki söngflokkudinn er fá- mennur, 40-50 manna kór, en á sviðinu eru alls 1000 söng- menn. Við syngjum hvert lag- , ið eftir annað og leggjum alla O'kkar orku í sönginn, að lok- um syngja allir kórarnir sam- I eiginlega h'nn tignarlega þjóð söng íslands. Um hljómsprot- I ann heldur hár og tignarleg- ur maður á bezta aldri. Það dylst engum að hér er mikill , listamaöur. Þetta var dr. Victor Urbancic. För þessa litla kórs varð þjóð okkar og landi t 1 sæmdarauíka, eins og bezt má marka af því, að dönsku blöðin töldu ísl. kór- inn ásamt hinum finnska beztu söngflokka mótsins og sum þeirra hikuðu ekki við að úthluta okkar kór fyrsta isætinu. Hér átti dr. Urbancic framar öllum öðrum heiður- inn. Hann var fæddur í Vín- arborg 9. ágúst 1903 og alinn þar upp, en af júgóslavnesk- um stofni. Strax á unga aldri helgaði hann sig listinni enda var hún honum í blóð boi'in. Listnáminu lauk hann á ótrú- lega skömmum tíma. Og eftir að hafa numið alhliða tónlist- arnám, píanó- og orgelleik, hljómsveitarstjórn og tónfræði undir handleiðslu frægustu tónlistamanna þar, tók hann doktorspróf við háskólann í Vínarborg 1925, þá aðeins 22 ára, og fjallaði ritgerð hans um verk tónskáldsins Jóh. Brahms. Sjálfur hafði dr. Ur- bancic fengist við tónsmíðar frá barnæsku. Eftir þennan glæsilegan námsferil biðu dr. Urbancic margþætt hljómlist- störf við hin frægu óperu- hús í Þýzkalandi, Austurríki, Júgóslavíu o.íl. löndum. Þeg- ar hann fluttist til íslands með fjölskyldu sína 35 ára að aldri varð hann strax mik'il stoð hinu fábrotna tónlistar- lífi voru. Hann varð sem van- ur óperustjórnandi brautryðj- andi fyrir óperuflutning á ís- landi og vann oft margra ' manna verk Við undirbúning að snögleikjaisýningum Þjóð- leikhússins, en þar var hann hljómsveitarstjóri og söng- stjóri Þjóðleikhússkórsins frá upphafi og fr-am að andláti sínu. Ennfremur flutt'; hann hér í fyrsta sinn hin miklu kór- verk meistaranna, oratóríum og guðspjallaverk og vann; m.a. það afrek að færa fyrst- ur upp Jóhannesar-passíuna og jólaoratóríum eftir Bach með íslenzkum textum sem hann setti við verkin. Þetta mó ekki gleymast. A.uk þess, var hann kennai1' við Tnólist- arskólann hér í borg, st.jórn- andi Sinfóníuhljcmsveitar Reykjavíkur og síðar Sinfóníu hljómsveitar íslands, organleik ari og kórstjóri við Krists- kirkju í Landakot', eftirsóttur píanóleikari og tónskáld gott. Hér er fátt eitt talið, því m.a. mætti og geta þess, að hann var formaður söngmálaráðs L.B.K. um hríð, en hér verður að láta staðar numið, verk- efnin eru svo mörg að tugum og hundruðum skiptir. Þótt dr. Urbancic væri fæddur Austurríkismaður öðlaðist hann mikinn skilning á ís- lenzkum þjóðlögum og safnaði þeim og útsetti fyrir kór. enda var hann sannur íslands- vinur, öðlaðist íslenzkan rík- isborgararétt og helgaði alla krafta sína hinu nýja föður- landj sín.u, enda hlaut hann hina íslenzku fálkaorðu fyrir störf sín. Hann féll frá fyrir 10 árum langt fyrir aldur fram, aðe'ns 54 ára að aldri, en hann hafði þá mótað sér óbrotgjarnan minnisvarða í íslenzkri tónlistarsögu. Hinn ljúfi listamaður var lagður í íslenzka mold. Kór hans söng hann að síðustu inn í þá Para dís, sem hann hafði svo títt látið prísa í söng og hljóðfæra slætti. Minningarsjóðurinn sem Þjóðleikhúskórinn stofn- aði um hann ber vott um þá ást og virðingu er hann naut. Og kórinn var ekki einn um það. Þjóðin öll harmaði and- lát þessa hámenntaða lista- manns, sem vakt' aðdáun allra er til þekktu. Þegar ég því lít yfir ævibraut dr. Urban- cic hér á: landi minn.ist ég hans ekki einasta sem lista- manns, heldur líka sem frá- bærs drengskaparmanns sem vann hljóður sín m'klu verk, hins trúsækna ljúfmennis og sanna vinar. Slíkra manna er gott að minnast. Þorsteinn Sveinsson. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUPTERTUR BRAUÐHUSir ___SNACK BAR_ Laugavegi 126, sími 24631. May Fair vinyT-veggfóðrið komið aftúr. Glæsiieg mynztur. P'antanir óskast sóttar s'em fyrst. KLÆÐNING HF. Laugavegi 164 MÁLNINGARVINNA Get bætt v'ið mig innan- og utanhússmálningu. Leitið upnlýsinga í síma 15974. Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. SNYRTINGl FYRIR HELGINA ANDLITSBÖÐ KVÖLD. SNVRTING DIATERMI HAND SNYRTING BÓLU AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræðingur. Hlégerði 14, Kópavogi. Sími 40613. Skólavöfðustíg 21a. — Sími 17762. ONDULA Skólavörðust. 18 hæð. Sími 13852. VALHÖLL Kjörgarði. Sími 19216. Laugavegi 25. Simar 22138 - 146G2. 2169 aíri-. rGó, o A o SNYRTING '4fo ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.