Alþýðublaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.08.1968, Blaðsíða 5
Tékkar nutu freísislns í hálff ár Þegar hið mvkla veldi Aust Tékkóslóvakía eitt þeirra ií ófriðinn 1914—1916, var Tékkóslóvakíí eitt þeirra ríkja, sem síofnuð voru. har bjuggu Tékltar, Slóvakar, og nokkur fleiri þjóoabrot. Varð þetta fyrimyndarríki undir forustu Thómasar Masaryks og síðar Eduard Benes. En gæf an var því eklti hliðholl. Tékkóslóvakía var limuð í sund ur og svikin í hendur Hitlers rétt áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Eftir að henni lauk átti að halda áfram, þar sem frá var horfið, en veldi kommúnis- mans var komið til sögunnar. Öðru sinni voru Tékkóslóvakar sviknir, er kömmúnistar hrifs- uðu til sín öll völd. Benes hvarf sjúkur frá, Jan Masaryk framdi sjálfsmorð (eða var tekinn af lífi). Kommúnistastjórnin í Tékkó- slóvakíu hefur til skamms tíma verið íhaldssöm og stalínistisk, ekki sízt undir forustu Antonin Novotny ailt fram yfir síðustu . áramót. Ekkert var slakað á kló einveldisins, þótt vindar frjáls- lyndis blésu um álfuna. í janúarmánuði síðastliðnum gerðust mikiar breytingar meðal ráðamanna í Prag. Frjálslyndir menn náðu yfirhöndiríni og knúðu Novotny frá völdum. Þeir innleiddu þegar margvís- legt frelsi, sem var óþekkt í kommúnistaríkjum. Blöð, útvarp og sjónvarp fengu frjálsar hend ur til að segja sannleikann, fargi var létt' af þjóðinni. Leiðtogar þessarar byltingar frelsisins voru þeir Alexander Dubcek og hinn nýi forseti, Lud vik Svoboda. Hlutu þeir miklar vinsældir og nutu tvímælalaust stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar. En brátt varð vart vaxandi áhyggna hjá leið- togum Sovétríkjanna og annarra Framhald á 13. síðu. 0 Efsta myndin til hægri sýn ir Dubcek í hópi aðdáenda, þegar allt lék í lyndi og frelsi Tókkóslóvakiu virtist tryggt. í miðið sést Dubcek með hinum vinsæla gesti, Tito Júgóslavíuforseta. Á neðstu myndinni er Dubcek með Brez hnev hinum rússneska, sem fyrjrskipaði innrásina. U. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.