Alþýðublaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 7
lllíHlli 5 ■ ?ii m 11 * trimi it s s % s a • y itifififv Víðtæk starfsemi átthagafélags Barðstrendingafélagiö rekur fvo veitingasfaði / Barðastrandarsýslu: Bjark arlund og Flókalund Barðstrendingafélagið í Reykjavík, sem staðið hefir fyrir veitingarekstri í Bjarkarlundi í Reykhólasveit og Flókalundi í Vatnsfirði á Barðarströnd, hefir á þeim 24 árum, sem félagið er húið að starfa, sýnt ein stakan dugnað í upphyggingu þessara veitinga og dvalarstaða, sem veitt hefir fólki fjölþætta þjónustu, vegfarendum um verstfirzka byggð. Ég hefi átt þess kost að kynn ast þessu nokkuð undanfarin ár, en fékk þó betri yfirsýn yfir þessa starfsemi er frétta- menn áttu viðræður við for- mann félagsins Guðbjart Egils son, í FlókaluntJi hinn 7. júlí sl., en hann sýndi okkur hjn vistlegu húsakynni er tekin .voru þar í notkun á þessu sumri. Starfsemi félagsins á sviði gistihúsmála er nær 24 ára gömul. Á fundi félagsstjórnar 12. sept. 1944 var tekin til um- ræðu málaleitun frá Gísla Jónssynii, þáverandi þ.ngmannj Barðstrendinga, um að félag- ið tæki að sér að reisa gisti- skála að Kinnastöðum í Reyk- hólasveit og að Brjánslæk á Barðaströnd. Þetta munu vera fyrstu tildrögin til þess að fé- lagið hefir á starfstíma sínum meðal annara verkefna helg- að starfsemi sína því að gera þessa hugmynd að veruleika, þótt svo nágrannastaðir hjnn- ar upprunalegu hugmyndar hafi verið valdir; það er að segja Bjarkarlundur í stað Kinnastaða og hið undurfagra land í botni Vatnsfjarðar í stað Brjánslækjar. Vorið 1945 hóf félagið' fram- kvæmdir við smíði Bjarkar- lundar í landi Berufjarðar, en bóndinn þar Jón Brandsson gaf félaginu fegurstu land- Sp lduna úr jörð Sinni, Þarm 22. júní 1947 var svo Bjarkar- lundur vígður við hátíðlega athöfn og mikið fjölmenni. Þessi starfsemi markaði viss þáttaskil í lífi Reykhólasveit- ar, og hefir veitt stórum fjölda fólks aðhlynningu og aðbúð, aukið á kynnjngu h'nnar fögru sveitar og veitt félagslegu menningarlífi hennar nokk- urn stuðning, því mannþing mörg og oft fjölóstt hafa í Bjarkarlundi verið háð á þessu 24 ára tímabili. Árið 1962 var svo byggð við- bygg'ng við hótelið og gat það þá veitt víðtækari þjónustu en áður með auknu gistirými, og bættri allri almennri aðbúð. Það er ekki fyrr en nokkru eftir að leiðin um Þjngmanna hejð' var opnuð, og byggðir í V-Barðastrandarsýslu og ísa- fjarðarsýslum komust í vega- samband við þjóðvegakerfið, að haíjzt var handa um und- irbúning að starfrækslu í Flókalundi Vatnsfirði. Ár- ið 1960 var unnið að því að fullgera lóð og bfireiðastæði undir og umhverfis væntan- legan veitingaskála, sem svo var reistur árið eftir, og hafin starfræksla hans það vor. Skáli þessi leysti margan vanda ferðamanna, ekki hvað sízt er hausta tók, og oft var erf- itt yfirferðar um nálægar heið ar, þótt svo hann ekki hefði gistirými. Á s. 1. ári var hins vegar rejstur nýr veitingaskáli og hann tekinn í notkun nú í sumar. Hin nýja býgging er timburhús á steyptum grunni, innflutt frá Noregi 260 fer- metrar að stærð hið glæsileg- asta hús. Bygg'ngameistari við uppsetningu hefur verið Björn Guðmundsson Reykjav. og var hann fyrir stuttu bú- inn að leggja sína síðustu hönd á verkið ásamt Bolla A. Ólafssyni húsgagnameistara Reykjavík. í byggingunni í Flókalundi eru 4 vistleg gisti herberg , er bera nöfnin: Hella — Kleif — Mörk og Penna, sem allt eru örnefni úr umhverfi staðarjns. Ennfrem ur er áætlað að innrétta gisti herbergi í hinum eldri skála. Stór og v'stlegur veitingasal- ur er í hinum nýja skála, eld- hús, frysti- og kæligeymslur, mjög v stlegt anddyri og hreinlæfisherbergi. Öll er bvgg ingin hin vistlegasta og sæm ir hinu fagra umhverfi er Hún er reist í. Þá er 36 kw rafstöð í Flóka- lundi, sem framleiðir allt raf magn fyrir staðinn, þar á með al td upphituhar. Raflagnjr og aðra uppsetningu fyrir raf- magn annaðist Baldvin Krist- jánsson Patreksfirði. Vatnsdalsvatn í Vatnsdal. Guðbjartur Egilsson tjáði okkur að félagið hefði notið velvilja og stuðnings þing- manna kjördæm sins og stjórn arvalda, og einnig forustu- manna byggðarlaga á Vest- fjörðum. Styrkur hefur verjð veittur til byggingarinnar úr sýslusjóðum Barðastranda- og ísafjarðarsýslna, og frá ísa- fjarðarbæ og Suðureyrar- hreppi. Áætlað verð hinnar nýju byggingar er 2,5 millj. króna með öllum búnaði. Það er athyglisvert að átt- hagafélag skuli beita sér fyr'r slíkum framkvæmdum, og af svo miklum stórhug, sem raun ber vitni um. Barðstrendinga- félaginu hefur heldur ekki yf irsést um staðarval fyrir rekst ur sinn, því staðirnir eru báðir vel vald/jr til að ve'ta ferða- fólki um Vestfirði beztu þjón- ustu, auk þess að Reykhóla- sveitin er ein fegursta sveit við Breiðafjörð Bjarkarlund- ur og nágrenni hans einn feg ursti hluti þeirrar sve tar. Vatnsfjörður, landnám Hrafna Flóka, er tvímælalaust feg- ursti staður Vestfjarða, þar sem friðsæld og fögur náttúra skipa öndvegi, og margvísleg ir ónýttir möguleikar eru fyr ir hendi til að gera þarna einna unaðslegastan dvalar stað fyrir þá sem hafa þar við komu eða dvelja þar um lengrj tíma. Barðstrendíngafé lagið á því fyllstu þakkir skil ið fyrir framtakssemi sína, og vonandi nýtur það verðleika fyrir það. Hér hafa félagssamtök rutt sér braut í að hrinda í fram kvæmd málefni er varðar alla, sem leið ejg'a um Vestf rzkar byggðir, og þar með gers't frumkvöðull í að bæta úr gist'- húsaskorti, sem hef'r verjð stór þröskuldur íslendinga í að skapa hér viðhlítandí þjón ustu ferðafólks, að hugsjón og félagsþroski býr á bak v ð starfræksluna tel ég sterkustu tryggingu fyrir framtíð þess- ara staða. Allur undirbúningur og for ysta hefur að sjálfsögðu hvílt mismunandi m kið á félags- mönnum, þótt svo félagsleg samheldni og óþrjótandi áhugi hafi þar ráð'ð mestu. Væri það of langt mál að telja þar upp öll nöfn, en ég get ekki látið þó hjá líða að minnast forystu manns eins og Jóns Hákonar sonar er veitti Bjarkarlundi forystu meðan hans naut við og formanns félagsins Guðbjartar Egilssonar sem verið hefur for maður þess í 10 ár og áður varaformaður og gjaldkeri 10 ár, Guðmundar Jóhannsson ar varaformanns, er ver'ð hef ir í stjórn félagsins frá fyrstu tíð. Núverandj stjórn skipa auk framantalinna: Sigmundur Jónsson r'.tari, Alexander Guð jónsson, gjaldkeri, Bolli A. Ó1 afsson og Kristinn Óskarsson, en hann veitir forystu rekstr jnum í FJókalund'. Ég óska Barðstrendi'ngafélaginu heilla í sínu starfi, og ég hvet alla að veita því lið sitt í þessu menn'ngarstarfi sínu. Ágúst H. Pétursson. NORRÆN'IR ARKI- TEKTAR Á FUNDI í gær var haldinn á Hóíel Loftleiðum stjórnarfundur norraena arkitektafélagsins. Stjórnarfundir í félaginu eru haldnjr að jafnaði tvisvar á ári og ræða fulltrúar þá sam- e:ginle'g hagsmunamál stéttar innar. Á fundinum hér var meðal annars rætt um auglýs ingar arkitekta, en arkitekt- um er bannað að auglýsa starf semi sína, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Við rðsddum við tvo fulltrúa á fundinum, formenn norsku og sænsku arkitektafélaganna. . Norðmaðurinn kvað mjög lær- dómsríkt og ánægjulegt að heim sækja ísland. Hann undraði sig á' því, hve mikið væri byggt á íslandi og hve ör uppbygging- in í Reykjavík hefði orðið síðan á stríðsárunum. Hann kvað Nord isk byggedag hafa verið mjög vel undirbúinn og íslenzkum, arkitektum til mikils sóma. Finnski formaðurinn kvaðst vera hér í fyrsta sinn. Hann kvaðst undrandi á, hve íslenzk ur byggingarstíll bæri lítið svip- mót af náttúrunni. Hér væru stórkostleg viðfangsefni í nátt- úrunni fyrir arkitekta, hraun og fjöll ásamt veðráttunni. Hann kvað viðskipti milli finnskra og íslenzkra arkitekta nokkur, bæði bréflega og einnig á órlegum fundum Norræna arkitekt'afél- agsins. 30/ áglst : 1968 — ALÞÝÐUBLMIÐ 7‘*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.