Alþýðublaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.08.1968, Blaðsíða 16
vor daglegi BÆKstur A5 viljð ekki eiga peninga í TILEFNI af því sem sagt er að ótti við gengislækkun reki menn til að vilja kaupa fasteignir þykir mér rétt að gera ‘heyrinkunna aðr'a og miklu senniLegri skýringu: Eins og allir vita þá eru íslendingar alveg sérstakur rasi. afkomendur konunga og göfugmenni á alla enda og ikanta. Nú er sagt: það er ekkiert að Vera vitlaus ef það sést hvergi. Og eins er ekki talandi um að vera göfugur ef það kemur engan veginn í ljós. Fyrir sakir ættgöfgi vorrar er ýmislegt kyndugt við oss og allt vort far. Það hefur t.d. stundum verið sagt að þá er íslendingar taka þátt í knattspymukappleikjum við aðrar þjóðir iþá hegði þeir sér að því leyti til öðruvísi en aðrir menn að þeir forðist 'knöttinn eins og þeir framast mega, rétt eins og þeir haldi að knötturinn óhreinki finu fötin þeirra, ellegar þeir -eru hara þeirrar skoðunar að listin sé í því fólgin að láta hann ‘aldrei hitta sig. En þeitta er alls ekki bezta dæmið um þau skrýti'legheit sem bera því ljós'ast vitni að þeir eru meiri -en aðrir menn á þessari jörð. Það rná sem mér er nú efst í huga er( sú til- Ihneiging íslendinga í fjármálum að vilja alls ekki eiga pening. Á fj ármálasviðinu reynir íslendingurinn strax að finna upp leinhver ráð til að losa sig við aUa þá peninga sem upp á hans hendur koma. Og hann er snillingur í að fá stórlán til að geta ©ytt meira en hann aflar. Eitt allra vinsælasta ráðið er einmitt það að byggja hús eða kaupa faseign, því eins og allir vita gefa slíkar eignir sama og ekkert af sér og ekki er viðlit að leigja íbúð þáð hátt að maður fái venjulegar rentur fyrir það fé sem í henni liggur. Svo er líka önnur vinsæl aðferð sem fólgin er bein- línis í því að eyða peningunum í einhverja bölvaða vitleysu, t.d. kaupa sér brennivín og drekka það, eða bara koma sér suður að Miðjarðarhafi svo maður geti skilið -eftir peninga í öðru landi óáreittur. íslendingar eru ekki einasta hágöfugri öðrum þjóðum áð ættemi. Þeir eru bókstaflega háheilagir memn upp til hópa sem glöggt sjá af speki sinni og h'áandlegri yfirsýn for- gengileik allra jarðneskra fjármuna^iverjum mölur og ryð fær -eytt, en safna sér þess í stað þeim mun meiri 'auðæfum á himnum. Og slíkt er lí-tillæti vort -að vér viljúm eigi gefa ölmusu á torgu-m og gatnamótum. heldur útdeilum fé voru með þeirri metóðu sem kölluð -er eyðsla og talin ámælisverð, gvo vér ekki verðum miklir fyrir augum heimsins sakir örlætis vors og manngæzku. — Götu-Gvendur. Verða á mótinu fluttir fyrir lestrar, flutt leikrit og sýndar sýnikennslur. Alþýðublaðið. Þeir fengu kalt borð að skilnaði þessir norrænu bygg ingarmenn. Heldur Þykja mér það kaldar kveðjur. Ég álít að bókasöfn séú til óþurftar og stuðli bara að fjölgun bókaorma sem eru hvimleið dýr. VELJUM ÍSLENZKT <H> iSLENZKUR IÐNAÐUR Gluggasmiðjan Síðumúla 12 Sími 38220 - Reykjavík Það var ekki svona mikið um að vera þegar við giftum okkur, sagði kellingin í gær, þegar hún las um brúðkaupið í Noregi. Nei, sagði þá kallinn, enda ólíku saman að jafna kvonfangi Ólafs og mínu. Hjólbarðaverkstœðið HRAUNHOLT v/Miklatorg FRÁ 8-22 — SÍMI 10300 Glæsilegt svefnsófasett verð kr. 17.900,00. Svefnbekkjaiðjan Eins og tveggja manna sv-efn-sófar. svefnbekkir, svefnstól'ar, dívan'ar og stakir stólar. A'Ht á bezta verði. Svefnbekkjaiðjan KLÆÐNINGAR Tökum að okkur k'læðningar á svefnbekkjum og sófum, fast verð, sækjum sendum. S vef n bekkjaiðjan Laufásvegi 4, sími 13492.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.