Alþýðublaðið - 31.08.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1968, Blaðsíða 1
SÖGUR MAUPASSANTS Viiikona okkar Lucy og sýná sig1 aftur á sjónvarpsskcrminum Iaufárdaginn 7. septC Sögur Maupassants eru vafa- laust eitt bezta efni, sem sjón- varpið hefur flutt undanfarnar víkur. Verða þær enn einu sinni á dagskrá annað kvöld og kall- ast sú syrpa „Stríðstímar” sem ’ þá verður sýnd. Sjónvarpið hefur frá' upphafi reynt að sýna á sunnudags- kvöldum einstök sjónvarpsleik- rit, aðailcga brezk, en stundum amerísk. Hafa mörg þeirra ver- ið forkunnar vel gerð, þar á með al sum leikritin í flokknum „Love Story”, sögur D. H. Lawrencé og nú síðast smásögur Maupassants. Hinn 5. ágúst 1850 fæddist á herrasetrinu Miromesnil í Frakk landi Guy de Maupassant, sem átti eftir að verða einn fremsti rithöfundur Frakka. Hann ætl- aði í fyrstu að gerast embættis- maður, en fékk áhuga á rit- störfum og gerðist nemandi Gustave Flauberts í þeim fræð- um. Var það strangur skóli, sem án efa hefur haft mikil áhrif á Maupassant. og sjá má af efnisvali hans og meðferð. Hann leitaði fanga í hinum daglegu vandamálum fólks af öllum stéttum, ki-auf þau til mergjar og sýrtdi þau oft í nýju og óvæntu ljósi. Næg- ir þessu til sönnunar að minna á sögumar, sem sýndar hafa vetrið undanfarið, og meðferð Maupassants á hjónabandinu, samlíandi foreldra og bovkia, dauðanum osfr. Hann dregur fram staðreyndir, sem opinbera boðskap hans, þegar hann ým- ist hæðist að mannleggm eigin- leikum, ræðst á þá eða'bér sam- an. Þegar eftir þrítugsaldurinn tók Maupassant að þjást af þung- lyndisköstum og sér þess merki í verkum hans. Aðeins .42 ára fékk hann hættulegan heilasjúk- dóm. Óttaðist hann, að hann væri að bila á geðsmunum og gerði tilraun til að fyrirfara sér, sem þó ekki tókst. Sumar- ið 1893 dó hann og losnaði þann- ig úr sálarkvöl og angist. Eftir sjö ára skriftir gaf Maup- assant út fyrstu bók sína, So- iréeS de Médan, með kvæðum og smásögum. Eftir það birtist mikið eftir hann í blöðum og tímaritum og hver bókin kom á fætur annarri. Varð Maupass- ant á skömmum tíma frægur um alla Evrópu, alveg sérstaklega fyrir smásögur sínar, sem marg- ar hverjir þóttu strax hin frá bærustu listaverk. Þótti hann einn fremsti fulltrúi raunsæis- stefnunnar hjá Frökkum eins iifinmiiim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.