Alþýðublaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 15
f v.'.'v’)’• '"' UNÐIR S£IÐ:mI>sIMI . Kabúla! slundi Jean og minnt ist unga innfædda höfðingjans. Don hló við. — Já, fyrsta t'il- raun mín með eítrið tókst mjög vel. Ég gaf honum sprautu til að fá að vita um aðsetur ræningj anna í fjöllunum — upplýsing- arnar, sem þú vildir ekki gefa mér. Jean stundi og gróf andlitið í höndum sér. Hún sá fyrir sér stolt og þó tekið andlit innfædda mannsins og alla þá þrá og sökn- uð, sem þar endurspeglaðist. Hún mínntist augnaráðs hans, þegar Don hafði birzt í gættinni og skildi nú, að hann hafði á- litið, að hún hefði svikið hann. — Þú .. þú ert f jandinn sjálf- ur! hrópaði hún til Dons. Andlit hans var dimmt, en hann greip aðeins fastar um hana og þrýsti henni að sér með. an hann tautaði: — Þú syngur brátt með öðru nefi, vinan. Hann hló tryllingslega. — Nei! Þetta hróp kom úr dyragætt. inni og Jean greip andan á lofti, þegar hún sá, hver stóð þar. Það var Carter Sims, drukkinn og skjálfandi en samt undar. lega ákveðinn glampi í blóð, hlaupnum augum hans. ___ Nei! öskraði hann. — Þetta gerið þér ekki, Bradshaw. Þetta er of djöfulleg grimmd. Ég er vondur maður, það veit guð einn, hvað ég er vondur, en ein- hvers staðar verða menn aðsetja takmörkin. Sleppið stúlkunni! Don var hvítur af reiði. — Farið út, viðbjóðslegi drykkj BARNALEIKIÆKI ÍÞRÓTTATÆKI V élaverkstæði Bernharðs Hanness., Suðurlandsbraiut 12. Sími 35810. urúturinn yðar! öskraði hann. Carter Sims virtist bogna í baki, en samt' tókst honum að rétta aftur úr sér og síðustu leifar sjálfsvirðingar hans hjúp- uðu hann eins og slá, þegar hann sagði: — Ég á þetta sennilega skil- ið, Bradshaw, en þér hafið lfka notað yður mínar veiku hliðar og flækt' mig svo í lögbrotum, að ég átti mér ekki iyiðreisnar. von. Ég fór að drekka til að gleyma niðurlægingu sjálfs míns. En yðurleyfist ekki að eyðileggja líf hennar. Hann bar höndina snöggt að síðu sinni og þegar hann lyfti henni aftur, hélt hann á skamm byssu, sem hann beindi að fé. laga sínum um leið og hann sagði skipandi: —- Réttið mér spraut. una- Jean svimaði. Don var þegar búinn að sleppa henni og starði nú mállaus á sprautuna og byss- una. Svo rétti hann sprautuna til félaga síns og sagði — Þá það, en um leið og Carter Sims teygði fram höndina eftir spraut unni henti Don sprautunni beint í andlitið á Sims. Á næsta augna bliki hafi hann ráðizt á mann. inn og reynt að taka byssuna af honum. Jean reyndi að halda aftur af ópinu, sem hana langaði mest til að reka upp. Fáeinar mínútur rikti ringulreið f herberginu. Svo heyrðist skothljóð og vein. Carter Sims féll á gólfið umleið og hann greip að hjartastað, en þar vætlaði blóðið gegnum hvíta skyrtuna. Þá gleymdi Jean öllu öðru. Hún lét sem hún sæi Don ekki, en hann gnæfði stynjandi við hlið hins deyjandi manns og hún kraup á kné við hlið hans og augu hennar voru tárvot'. Sims leit á hana og brosvipr. ur fóru um munnvik hans. — Mér ... mér þótti þetta Jeitt. Ég vildi hjálpa yður, einu sinni þekkti ég svona stúlku og .. Höfuð hans féll til hliðar. Það fór ofsalegur .skjálfti um líkama hans. Svo var hann dáinn. — O, fíflið! Hvers vegna þurfti hann að skipta sér af því, sem honum kom ekki við, sagði Don reiðilega og leit á sprautuna, sem lá brotin á gólf inu. Jean sá hana einnig og and- varpaði af létti. En Don hafði vfst séð það, því að nú reisti hann hana hranalega á fætur og þrýst'i skmmbyssunni að gagn. auga hennar. Augu hans leiftr- uðu af reiði og andardráttur hans var brennandi iheitur. Hann hló isigri hrósandi og hrópaði: — Það er víst kominn tími til þess, að ég kenni þér, hvernig góð eiginkona á að vera! Hann greip um handlegg henn ar, lyfl'i henni upp og dró hana að rúminu, en þar henti hann henni hranialega frá sér. í næstu eindrá hafði híamn lotið yfir^ h'ana, og þrýst vörum slnum að hennar með svo gráðugri gimd, að hrollur fór um hana. — Þú ert dásamleg, hvíslaði hann hásum rómi. — Dásam. 'leg, villt og ókúguð. Sú blanda líkar mér bezt.. Aftur snertu varir hans hennar og hún gat ekki um annað hugs- að en þá örvæntingu og fyrir. Jitningu, sem fyilitu hug hennar allan. Henni fannst, að aldrei hefði hún sokkið jafn djúpt. Hún gat ekki barizt líkamlega við hann, hann var of sterkur til þess- hún fann, að hún var lað missa meðvitund og vonaði, að það myndi gerast áður en hún þyrfti að þola þetta allt... En skyndilega sá hún andlit, sem hún þekkti mitt f martröð- inni. Það var andlit Bruee, fölt og tekið. Hún hvíslaðl nafn hans og heyrði, að Don hló fyrirlit- lega. — Kallaðu bara á hann, vin. an. 'Éruce Mason kemur ekki. Hann er fyrir ’löngu orðinn eng. ill á himnum. .— Ég er það ekki enn, Brad. shaw.. því miður fyrir yður. Það suðaði fyrir eyrum Jeans. Hún hélt, að hún hefði hitasótt og sæi ofsjónir. Samt hefði hún geta svarið, að hún heyrði Bruce tala, jafn styrkan og virðuleg. >an og hans vair von og vísa. Svo sá hún, 'að 'eitthvað hreif Don ofan fa hienni og hún heyrði hann veinia af reiði. Jean reis á fætur og hjarta hennar barðist ákaft'. Hún sá eins og f þoku umhverfið og tvær verur, sem börðust á miðju gólfi. —• Bruce! hvíslaði hún og svo hrópaði hún af hrifningu og gleði: — Bruce! En um leið stirðnaði hún upp af skelfingu, því að Don hélt' á skammbyssunni: — Bruce! endurtók hún aðvarandi. En hann hafði þá þegar séð hættuna. Hann snerist á hæli og sparkaði í byssuna og hún hrökk* úr hendinni á Don og rann eftir gólfinu. Don henti sér á eftir henni, en þá hafði Jean þegar náð henni og án þess að hún vissi, hvað hún í raun og veru var að gera, hóf hún vopn- ið á loft og barði því af alefli í höfuð hans. Don féll á gólfið og stundu lágt og Jean stóð yfir honum stynjandi og skalf öll. Hafði hún drepið hann? — Það er ekkert' alvarlegt. Þú hefur bara rotað hann, Jean, sagði Bruce róandi og hann hélt utan um hana og hún faldi höf. uðið við öxl hans. Byssan féll úr höndum hennar og hún þrýstí sér þegjandi að bringu hans. Smám saman jafnaði hún sig og skildi, hvað hafði komið fyr- ir og hvað hún hafði gert. Þá hörfaði hún til baka og roðnaði af feimni. Svo leit hún niður á Don Brad. shaw, sem bærði ekki á sér og furðaði sig einu sinni enn, hvernig á því stæði að hún hefði gifzt þessum manni. — Hvað ... hvað ætlarðu að gera við hann, Bruce? stundi hún. Bruce brosti á þennan gamal. kunna, hæðnislega máta. — Fyrst og fremst' ætla ég að binda hann áður en hann fær meðvitund aftur. Hann leit á' líf. vana Ijkama Carters og bætti við: —• Gerði Bradshaw þetta? Það fór hrollur um Jean um leið og hún kinkaði kolli. — Sims ... reyndi að koma í veg fyrir, að Don sprautaði mig með Kam- ardieitrinu. iiiliiiiiiiiiiiiKiiiiaiiiiiiiiiliiliiliiliiliiliiliiijliii.iiaiiiiuii'i’iiiii'ili.tiiisciu ^^nílett LEIKFHVII JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur , Dansbeltl •fc Margir litir ic Allar stxröir Frá CAMBA Æfingaskór ’Svartir, bielkir, hvítilr Táskór ¥ Ballet-tÓskur ^Qalletdtúðin V E » * I. tf M I w SlMI 1-30-76 cmmtimmri r i m 1111111 r.ii I Bi frei ðaeigend ur ^uíouuniarstöö félagis Menzkra bifreiðaeigendia er opiii daglega frá því kl. 8-17 á kvöldin, alla virlca daga nema laugard'aga og simnudaga. Ef þéir óskið leftir skoðun bif- reiðar yðar þá ihringið í síma 31100. Þér fáið athugað í bifreiðinni 48 atriði viðvíkjandi ástandi henniar. Félag íslenzkra bifreiffaeigenda. Imtrðmsiiuii ÞOIBJÖBNS BENEDIKTSSONAE lugúlisstræti 7 Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. 6. sept 1968 - ALÞÝBUBLAÐIÐ í‘i.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.