Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 4
„KOMIR ÞÚ Á GRÆLANDS GRUND Hannes Jónsson gerir athusa semd við vísuna „Rannveig fór í réttirnar,“ sem birt var hér í vísnaþættinum fyrir nokkru, hefur hann hana dá- lítið öðruvísi, reyndar hef ég heyrt hana í fleiri útgáfum. Hannes hefur vísuna svona: Rannveig fór í réttirnar ríðandi á honum Sokka, yf r holt og hæðirnar hún lét klárinn brokka, Um þetta segir Hannes m. a.: „Svona lærði ég vísuna 1898, í Hna.usum í Þingi, er ég var þar. Hún er eðljlegri þannig, því engin heiðaferð er í réttirnar, nema £ Rétta- nesi, Réttarvatni.“ Þá seg st Hannas og hafa lært eftirfarandi vísu um svipað leyti: Nú skal smala fögur fjöll flokkur valinn skatna, hlaupa al'n hófatröll hratt fram dalinn Vatna. í gamla daga og allt fram á fyrstu tugi þessrar aidar tíðkaðist að renna mjólk eða renna trogum, eins og það var líika kallað, þ. e. að hella mjólk undan rjóma til að skilja hann frá undanrenn- unni, svo sem það er sk 1- greint í orðabókum, og var eitt af hinum daglegu störf um í búrinu. Það var nú kannsk; lítið skáldlegt við þessa athöfn, samt sem áður hefur frásögn af þessu kom izt í bundið mál, eins og eft irfarandi vísa gefur t'l kynna, sem sýnir reyndar jafnframt, að hreinlætinu hefur stundum verið ábóta- vant. Arkar Guðný inn í búr og þar renna tekur, niðsvört drulla niður úr neipum henna-r lekur. Sigurður Breiðfjörð er ailt- af góður fulltrúi ferskeytl- unnar. Ég hef orð ð var við að ekki kunna nærri allir hinar ágætu Grænlandsvís- ur hans, sem er í raun og veru varla fyrirgefanlegt. Ljóð Sig urðar eru hinsvegar í fárra höndum tiltölulega, þess vegna skulu vísurnar rifjað ar upp, þetta er sígildur kveðskapur, sem öllum ber að læra og kunna. Komir þú á Grænlands gr.und ef gerir ferð svo langa, þér vil ég kenna að þekkja sprund, sem þar á buxum ganga, Allar hafa þær hár'ð nett, af hvirfli í topp umsnúið, vafið fast, svo fari slétt, fallega um er búið. Konur silki bera hönd blá um toppinn fríða. Láttu þær fyrir líf og önd lagsi, kyrrar bíða. Ef krakka hafa vífin væn veitt af laus.um hætti, hafa bönd um hárið græn. Horfa á þessar mætti. Þær, sem eftir liðinn leik lengi ekkjur búa, böndin hafa um hárið bleik, heiminum frá sér snúa. Hárauð bönd ,um hár á sér hreinar vefja píkur. En þessi litur, því er ver, þreifanlega svíkur. Eftirfarandi vísa er kveðin um Magnús Torfason sýslu- mann og Hannes Hafstein, sem sátu saman á Alþingi og deildu stundum fast, eins og gerist og gengur í þeirri miklu málþófssamkundu: Magnús flytur mærðarsljtur, mörg eru hnifuð ónýt svör, en Hannes situr hljóður og vitur, — og hrærist biturt glott á vör. Guðmundur Hannesson pró fessor var 1. þingmaður Hún vetninga 1914-15. Um hann var kveðið á þingi: Gutlar ræður gjálfrandi, grunnt í fræðum vaðandi, deildarmæða malandi, — mikið er æði á Guðmundi. Haustið er á næstu grös- ,um. Það er þess vegna vel við hæfi að birta hér að lok um nokkrar vísur úr hinu gullfallega kvæði Steingríms Thorste nssonar Haustkvöld. Vor er indælt, ég það veit, þá ástar kveður raustin, en ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld á haustin. Aftansunna þegar þýð um þúsundlitan skóginn geislum slær og blikar blíð bæði um land og sjóinn. m Svo hefur mína sálu kætt sumarröð,ull engi, er sem heyri ég óma sætt eng lhörpu strengi. Fagra haust, þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. ÞRÁTT FYRIR VAXANDI DYRTÍÐ HÖFUM VIÐ: ★ SVEFNBEKKI FRÁ KR. 2.950,00 ★ SÓFASETT FRÁ KR. 15.800,00 ★ RUGGUSTÓLARNIR VINSÆLU KOMNIR AFTUR ;íUsgógn á tveímur hæðum AUÐBREKKU 59 KÓPAVOGI - SÍMI 41699 4 14. sept. 1968 ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.