Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 7
i i« 11 n rt MS111 II c fyrsti níu tonna báturinn. Hann hét Skúli fógeti og var með Alfa- vél. Svona smáfjölgaði bátunum. Allir voru þeir dekkaðir og nú fóru stýrishúsin að koma. — Það hefur verið mikill mun- ur. — Já, það var mikill munur, en mönnum brá við að fá stýris. hjólið fyrir sveifina, þótti hjól- ið seint í viðbrögðum. Annað gerðist þó nokkru fyrr, sem var stór framför, og það var þegar línuspilin komu. Fyrstu spilin sem við fengum voru smíðuð af Jóhanni Hanssyni á Seyðisfirði. Þá' var hætt að draga með hönd. um og hægt að fara að hafa lín- una lengri og ýta lengra út á djúpið. — Hvenær komu línuspilin? Eg man nú ekki nákvæm. lega hvenær þau komu, en ætli þau fyrstu hafi ekki komið árið 1908. Fyrst' var bara einn snúð- ur. Þá var bæði dregið á spili og með höndum, þannig að mað- ur dró línuna af spilinu með höndunum og hringaði hana niður í bjóðið. — Og bátunum hélt áfram að fjölga? — Já, þeir komu fleiri og fleiri og stækkuðu heldur. — Snorri kom 1915; hann bar tíu og hálft tonn. Og 1916 kom Drífa sem var 30 tonn. Það var farið með Drífu til Vestmannaeyja og þar var hún á vertíð. Eftir tvö ár var hún svo seld og lengi höfð í flutningum milli Norð- fjarðar og Hornafjarðar. Bene. dikt Benediktsson frá Borgar- eyri í Mjóafirði var skipstjóri. Svo var hún seld hingað suður og strandaði f Grindavík eftir stríðið. Samtímis Drífu ,komu Göngu-Hrólfur (annar); hann var 12 tonn, og Sleipnir, 14 tonn. Þann bát átti Jón Benja-. mísson og þá seldi hann Svein. — Þetta hafa þótt góð skip? — Já', þetta voru góð skip, og það voru líka margir góðir aflamenn með þau. Sigurður Jónsson var t. d. skipstjóri á Drífunni. Ég held hann hafi verið á sjónum áður en hann fæddist. Hann er að verða átt- ræður nú og er, held ég, enn eitthvað að skjökta með smá- báta. Um þetta leyti munu hafa verið gerðir út um 20 bátar á' Norðfirði. — Þú sagðist ætla að segja meira frá Víkingi. — Já, Víkingurinn var fyrsti báturinn sem Lúðvík Sigurðs. son fékk. Bjarni Hávarðsson var með hann fyrstur og Jóhann Björnsson vélamiaður. Síðan tók Tómas Sigurðsson við og var með hann til 1911. Þá varð formaður á Víkingi Sigfús Dav- íðsson, sem fórst með þeim báti 1913. — Árið 1911 hafði Lúð. vík fengið annan bát sem Sæ- fari var kallaður, dekkaður, danskur súðbyrðingur, átta tonn að stærð, með línuspil. Þá voru allir bátar fluttir inn með spil- um. Tómas fór einmitt af Vík. ingi til að taka við Sæfara, og með hann var hann til 1918. Þegar Víkingur fórst fékk Lúð- vík enn nýjan bát sem nefnd- ist Sæbjög, og var alveg eins og Sæfari. — Hvernig fórst Víkingur? .— Það veit eiginlega enginn hvernig það gerðist. Hann reri út og suður, mig minnir 2. ágúst 1913. Eg var þá með Bjarna Hávarðssyni á Hercul- esi. Bjarna leizt ekkert á að fara út og suður, það mundi ekkert sjóveður verða þar; við skyldum heldur fara norður á við, það væri þó skárra. Við gerðum það, fórum út og norð. ur, fengum þar reytingsafla. Þegar við komum heim fréttum við að Víkingurinn væri ókom- inn, og þá var farið að svipast um eftir honum, en af honum fréttist aldrei neitt. — Skipstapar hafa ekki ver- ið algengir? — Nei, en Sæfari fórst þó 1918. .— Hvernig bar það að? — Þessir bátar eru á Djúpa- vogi 1918, að ég held, og eru að koma úr róSfri. Það var norðan stormur, og þegar Sæ. fari kemur rétt inn fyrir svo- kallað Hlífólfssker, rétt fyrir utan Djúpavog, þá' stöðvast vél- in. Nú er það svo að í norðanátt stendur hann út Berufjörðinn og upp á skerið, og það skiptir engum togum, að báturinn hendist á skerið og fer í mél, en mennirnir komust allir upp á skerið. Þetta var lágt sker sem rýkur yfir ef nokkuð er að veðri. — Og björguðust mennirn- ir? — Sæbjörg hafði verið Sæ. fara samferða, en rétt á undan, og hún fer mönnunum til bjargar ásamt fleiri bátum frá Djúpavogi, og þeim tekst að ná þeim öllum heilu og höldnu úr skerinu eftir hálfan annan klukkutíma. — Það hefur verið erfitt? — Já, víst hefur það verið það, en líklega hefur verið skjól sunnan við skerið og sjolítið í norðan-áttinni, ,— og það hefur hjálpað. — Fékk þá Lúðvík sér nýtt. skip? — Já, þá' kaupir hann einn af elztu bátunum, Gylfa, og Tómas tekur við honum, og er með hann alveg fram til 1927. Þá fær Lúðvík sér enn nýjan bát. og það er fimmti bátur- inn hans. Hann hét Hilmir og var 22 tonn. Nú hafði Tómas ekki próf til að vera með svo stóran bát, svo Sigurður, son- ur Lúðvíks tekur við honum. Lúðvík gerði út' bæði Sæbjörg- ina og Gylfa þetta ár, 1927, og það held ég hafi verið síðasta árið sem hann gerði út. Sigurð. ur tók þá við öllu af honum. — Tómas hefur verið þaul- reyndur skipstjóri. — Það var nú hann sem fann Gullkistuna. Það fór nú ekki mikið fyrir honum, hann var stilltur og prúður maður og lét lítið yfir sér, en hann var það sem hann sýndíst, bæði góður aflamaður og ágætur sjómað- ur, eins og sést af því að hann fór um allan Austfirðingafjórð- unginn, sem fleiri gerðu raun. ar í þá daga, bara með því að treysta á kunnugleika og æf- ingu. Og einu sinni ætlaði hann Framhald á bls. 14. ái'i-, iji i'j its.-yÁ ’3 , t Bryggja SveVns Sigfússonar og athafnapláss. Víkingur. — Að neðan: Kútter Sigga. ii,. '13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.