Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.09.1968, Blaðsíða 8
Við greiðum fyrir skemmtilegar eða góðar Ijósmyndir I I ndanfarin ár he'fur það færzt mikið í vöxt, að menn taki ljósmyndir. Ástæð- an er eflaust sú, að mynda- vélaframleiðendur hafa lagt sig alla fram um að framleiða vélar, sem allir geta keypt og lært á með lítilli fyrirhöfn. Að sjálfsögðu er algengast, að menn taki myndir í sumarfrí um og við önnur tækifæri til þess að geyma skemmtile'gar minningar. Vitanlega eru þess ar myndir misjafnar að greð- um, en nú langar okkur t:l þess að þið finnið í myndasafni ykkar sérkennilegar eða skemmtilegar myndir og se'nd ið okkur. Síðan ætlum við að velja þær beztu úr og birta þær hér í opnunni. Efni mynd anna getur verið margvíslegt. Það getur verið skemmtilegt atvik í sumarfríi, myndir af fólki, inni eða úti og margt annað. Gott væri að láta fylgja myndunum smá texta um til- efni þeirra, jafnvel lítil saga. Að sjálfsögðu munum við greiða höfundarlaun eigend- um þeirra mynda, sem birt- ast. Allir mega senda okkur myndir. Þegar beztu myndirn ar hafa birzt, ætlum við að hafa viðtöl við eigendurna, og ef þeir eiga meira af skemmti legum myndum, birta eitt- hvað af þejm. Til þe'ss að mvnd irnar verði ekki of margar, skuluð þið senda mest 4 myndir. Mynd!rnar þurfa að herast fyrir sunnudaginn 29. september. Utanáskriftin er: Opna Alþýðublaðsins, Alþýðu húsinu við Ingólfsstræti, merkt MYNDIR. KONAN hér á myndinni hét Katti Anker Möller- og er nokk- urs konar þjóðhetja norskrar kvenþjóðar. En því er myndin birt, að á þessu hausti er Iíðin ein öld frá fæðingu hennar. Katt'i Anker Möller var dóttir lýðháskólastjóra á Heiðmörk, en gerðist með tímanum aðsópsmikil kvenréttindakona og mikilhæfur Ieiðtogi kvenna í norska jafnaðarmannaflokknujn og verklýðshreyfingunni. * Bréfa— KASSINN Ég 'las í opnunni viðtöl við tivær ungar manneskjur um ikvikmyndina ,,/I3ðsta fiVIsið", sem sýnd var í sjónVarpinu á miðvikudagskvöldið. Ég get ekki sti'lit mig um að 'leggjá eitthvað til málanna, því að mín skoð- un er isú, að þetta sé afar merkileg mynd. Hún lýsir rétt- anhöldum, sem setja æviarandi úr gomlutn Alþýóublöóum Dýrlingurinn er á dagskrá föstudagínn 20. sept. kl. 21.05. blett á hið sovézka skipulag; Þjóðfélag, sem efcki þólir frjálsa listsköpun, þolir ekkí, að lista- menn Irafi fullt tjáningarfrelsi, getur ekki staðizt til iengdar. Auk þess er myndin vel gerð, að mínum dómi. Þarna ieru eng- ar öfgar. M'áðúr Ihiefur það á tilfinningunni, að ritlhöfundarn- ir séu þrátit fyrir alit sekir um að smyglia handritum úr landi þar sem þeir vissu, að sovézkir útgefendur fengjust aldrei til þess að gefa iþau út. En sú sök er hyerfandi. í myndinni leru túlkaðar tvær andstæðar skoðanir, skoð- unl ríkisins annars vegar, og skoðun iistamanna hins vegar. Annarri skoðuninni er tryggð- ur isigur frá upphafi, réttarhöld in eru aðeins leikur. Sjónvarpsáhorfandi. Auglýsing í Alþýðublaðinu 13. nóv. 1933 : KVORTUNUM UM ROTTU. GANG í húsum er veitt viðtaka í skrifstofu minni, Vegamótastíg 4 dagana 13.-18. þ. m. klukkan 10—12 og 2—7, sími 3210. — Munið að kvarta sem fyrst. — Heilbrigðisfulltrúinn. — Og daginn eftir er þessi fjörlega skrifaða frétt: vel ekki örgrant um að vatnið færi inn í húsið. Myrkrið í bænum gerbreytti bæjarlífinu í einni svipan. Kvik myndahúsin lokuðu. Útvarpið gat ekkert gert. Fundir voru ekki haldnir. Miðbærinn var eins og ólgandi haf af hávaða. sömum æskulýð. Kaffihúsafólk- ið var að reyna að bjargast við kerti, sem enga birtu gáfu. — Vinna stöðvaðist við höfnina og skip komust ekki inn í hana. Og það- var ekki annað að sjá' á fólkínu á götunni í gærkvöldi kl. 9,15 en að það yrði fyrir sárum vonbrigðum, er ljóshafið rann yfir bæinn í einni svipan. MYRKUR í BÆNUM. Rétt fyrir kl. 7 í gærkvöldi slokknuðu rafmagnsljósin í öll- um bænum og var myrkur í bænum til kl. 9,15. Rafmagnsstöðin hafði stöðvað allar vélar og tekið af allan straum. Var ástæðan fyrir þessu sú, að hleri losnaði frá hinni nýju rennslispípu úr Árbæjar. lóni og vatnið streymdi ört nið- ur pípuna. Menn voru í pípu- endanum niður við stöðina og fundu allt í einu mikinn loft- þrýsting. Án þess að gera sér í fljótu bragði ljósa greii) fyrir því hvernig á hoftum ' stæði, ruku þeir upp úr pípunni og það mátti ekki seinna vera, því sam. stundið svo að segja fissaði vatnið með miklu afli. Var svo mikið afl á vatninu, að upp um tvö pipuop stóðu vatnssúlur 30 'metra í loft' upp. Vatnsflóð mikið fór yfir veg- inn og myndaðist haf umhverf- is Rafmagnsstöðina. Var jafn- EKKI BUSTNAR UNDIR BERUM HIMNI. Bóndi nokkur á Austurlandi heimsótti prest sinn, er búhöld. ur var góður, enda vissi hann af því sjálfur. - - Prestur sýnir bónda skepn- ur sínar, þar á meðal kýrnar, og spyr hvernig honum lítist á þær. Og svona, svarar bóndi, þær eru litlar, beljurnar. — Það er ekki að marka, þótt þér sýnist það, segir prestur, því að fjósið er svo hátt undir loft. — Þá' held ég þær séu ekki bústnar undir berum himni, svaraði bóndi. : AÐ BUA TIL PREST. Prestur nokkur gekk fram á dreng hér á götum bæjarins, sem var að móta hús úr for á götuhorni einu. — Hvað ert þú að búa til? spyr prestur. — Kirkju, svaraði drengur- inn. — Það er fallegt hjá þér, drengur minn, segir prestur. — En nú ætla ég að sækja meiri skít, segir strákur. — Hvað ætlar þú að búa tjl úr honum? spyr prestur. — Prest, svaraði strákur. (Úr safni Gunnars frá Seialæk). i 3 14. sept. 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.