Alþýðublaðið - 21.09.1968, Blaðsíða 1
ÚTVARPSVIKAN
22.-28.
SEPTEMBER
1968
Laugardagskvikmyndin:
„Lykill a5 leyndarmáli"
Næstkomandi laugardags-
kvöld, hinn 28. þessa mánað
ar, flytur íslenzka sjónvarpið
bandaríska kvkmynd, sem
Útvarpsdagskrá Alþýðublaðs-
ins leyfir sér að mæla óhik
að með. Er það eitt af meist
araverkum hins ókrýnda kon
ungs leynilögreglumyndanna
Alfreds Hitchcock, og nefn-
ist á frummálinu ,,Dial M for
Murder,“ en á íslenzku „Lyk
ill að leyndarmáli," Myndin
er gerð árið 1954 eftir sam-
nefndu lejkriti rithöfundar-
ins Frederich Knott, sem
vakti heimsathygli og var
þýtt á fjölda tungumála.
Le kritið var sýnt hér í R-
vík árið 1955 við fádæma
hrifningu og mikla aðsókn.
Þá var kvikmyndin og sýnd
í Austurbæjarbíói sama ár
og hefur hún án efa orðið
mörgum kvikmyndahúsgest-
um minnjsstæð.
Aðalhlutverk í kvikmynd-
inni „Dial M for Murder“ eða
„Lykill að leyndarmáli‘‘ eru
í höndum heimsþekktra leik
ara, þeirra Ray Milland,
Grace Kelly (síðar furstafrú
af Monaco) og Robert Cumm
ings. Óþarft er að kypna
þessi nöfn nánar, slíkri frægð
hafa þau náð í kvikmynda-
heiminum, hvert um sig.
Sem dæmi um vinsældir
kvikmyndarinnar má geta
þess, að í Danmörku var hún
á sínum tíma sýnd v ð metað
sókn; í stórblaðinu Politiken
var hún nefnd „meistaræ
verk“ og B. T. veitti henni
fjórar stjörnur í kvikmynda
gagnrýni sinni.
Svo kemur rúsínan í pylsu
endanum: Grace Kellý var
kjör n bezta leikkona ársins
1954 fyrir hlutverk sitt í „Di
al M for Murder.“ Nægir þetta
eða hvað?
Grace Kelly var kjörin bezta
leikkona ársins 1954 fyrir
leik sínn „Lykill að leyndar-
máli.“
Eins og nafnið bendir til,
er ,,Lykill að leyndarmáli“
'sakamálamynd af betra tag-
inu, — bráðskemmt leg og
spennandi — en líklega er
ráðlegast að segja ekki meira.
Sjón eru sögu ríkari.
t