Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 3
29- september 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 ItMMtMMMtmMMMMMHMtMmmMUHMVMMMHMMHMMHHHMMMMMMMMMUMtH SJÓNVARPIÐ, BÖRN OG SKÓLAR Sjónvarpið hefur mikil á- lirif á daglegt líf þjóðarinnar. Reynslan sýnir, að roskið fólk situr lengst við og horf- ir á dagskrána, enda fer það fólk lítið að heiman og fagn- ar þessari nýju tilbreytingu. Næstmest aðdráttarafl hef- ur sjónvarpið líklega fyrir yngri börnin, 5—15 ára. en unglingar virðast láta sér í léttu rúmi liggja, hvort þejr sjá það eða ekki. Börnin eru sólgin í dagskrána svo til alla, ekki sízt það efni, sem þejm er bannað. Ef börnum væri leyft að sitja og horfa á allt truflunarlaust til dag- skrárloka kl. 11—12, væri hætta á ferðum. Vonandi er svo ekki á mörgum heimil- um. Að sjálfsögðu er ekki hægt að miða allt sjónvarpsefni við börn. Þroskað fólk hlýtur einnig að fá efni við sitt hæfi. Þess vegna verður að koma þeirri reglu á, að börn (ejns og reyndar allir aðrir) velji og hafni dagskrárliðum. For- eldrar ættu að fylgjast vel með þessu atriði, benda þeim á fræðandi efni, til dæmis úr náttúrunni eða frá fjarlæg- um löndum, og sitja hjá þejm, tala síðan um þættina og leita frekari upplýsinga í bókum, ef áhugi hefur vaknað. Ef þannig er horft mt'ð börnunum og talað um efnj dagskrárinnar, verður hæg- ara að sætta þau við að sjá ekki það efni, sem þeim er ekki ætlað. Er mikilvægt að þetta takist vandræðalaust, þvi sjónvarpið á ekki að valda því, að börnin séu rek- in með hörku í rúmið, grát- andi eða óánægð. Sjónvarpið mun í vetur leggja mikla áherzlu á að ljúka dagskránni tímanlega, oftast kl. 10.30—10.45, en láta hana ekki dragast fram eftir kvöldinu. Er þetta gert með tilliti t;I barnanna, því að þau verða að fá reglubund- inn og nægan svefn. A hið sama raunar líka við full- orðna. Eina beina kennslan, sem verður í sjónvarpinu í vet- ur, e'r enskukennsla. Verður þriðja námskeið Walter og Connie fram eftir vetri, en ekki hefur verið ákveðið hvað þá tekur við. Fræðslu- efni verður þó mjkið í dag- skránni, dreift á flesta daga og mun verða um ýmislegt efni. Ekki verður það þó bein línis tengt við kennslu skól anna. Það er enn ekki tíma- bært að taka upp skólasjón- varp hér á landi, en til þess þarf mikla aðstöðu, umsvif og fé. Skólarnir gætu hjálpað nokkuð til að beina áhuga nemenda að góðu og fræð- andi sjónvarpsefni. Mætti til dæmis gefa þeim kost á að skrifa ritgerðir um sjónvarps þætti, þegar um fleiri en eitt ritgerðarefni er að ræða- Það er hægt að sitja þegj- andi við sjónvarpstækið dag- skrána á enda. En það er ekki sú notkun þess, sem æski- legust er. Hitt er betra, sér- staklega fyrir börnin, að venja sig á að velja og hafna, ræða um það efni, sem flutt er og hugsa um það. Á þetta jafnt við um fréttir, fræðslu efni, lista- og skemmtiefni. Með því móti verður sjónvarp |ð uppbyggilegt menningar- tæki, sem gott er af að hafa á hverju heimUi. Ef þannig er horft, mun það gera skóla börnum gagn, en ekki valda þeim tjóni. tMMIMMMMMMMMMMMWWMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMWMWMiWWMMtMMW Skólaritvélar YFIRBURÐAGÆÐI OG SKRIFTHÆFNI OLIVETTI SKÓLARITVÉLA SKIPA ÞEIM í FREMSTA SÆTI Á HEIMS- MARKAÐINUM. TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ FULLKOMIN VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Á EIGIN VERKSTÆÐI. G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1 — sími 11644. KENNSLUBÆKUR OG RITFÖNG í ÚRVALI Bókabúð BÖÐVARS SIGURÐSSONAR Stmndgötu 3 — Sími 50515 Allar fáanlegar skólavörur Fáið þér í BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR Kirkjuhvoli Allar skólavörur hjá okkur BÓKABÚÐIN HLÍÐAR Horni Lönguhlíðar og Mikluhrautar Bókabúðin Álfheimum 6 ihefur á boðstólum mikið af skólavörum. Skólatöskur úr fckta leðri á góðu verði, einnig stílabækur, reikningsbæk- ur. Teikniblokkir í fleiri stærðum. Penna og pennaveski. Vinnubækur og vinnublöð, og margt fleira. ATHUGIÐ VERÐIÐ OG GÆÐIN. Fljót og góð afgreiðsla. BÓKABÚÐIN ÁLFHEIMUM 6 SKÓLAVÖRUR í MIKLU ÚRVALI BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR Hafnargötu 34. Sím-i (92) 1102.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.