Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 29- september 1968 Alþýðublaðið ræðir s * við Guðmund Magnússon skólastjóra um * i Nú hafa skólarnir hafið göngu sína að nýju eftir um það hil fjögurra mánaða hvíld. Barnaskólarnir fylltust nýju lífi í byrjun september, en nú um þessi mánaðamót hefst starfið í öllum skólum lands- ins. Heimur barnanna og unglinganna tekur stakka- skiptum, eftir að skólarnir eru teknir til starfa, þá tekur við vetrarlangt starf, sem miðar að því að auka þekkingu og þroska þeirra. Þetta er þáttur í undirbúningi ungu kynslóðarinnar undir lífsbaráttu hennar í ókominni framtíð. Á haustin kemur til þáttur í útgjöldum hverrar barna- f jölskyldu sem fólginn er í ,.út- gerð“ barns eða barna í skól- ann. Þessi kostnaður takmark ast ekki eingöngu við upphaf skólaárs'ns, heldur nær hann til alls skólatímans. Fréttamaður gekk á fund Guðmundar Magnússonar, skólastjóra í Laugalækjarskóla, í vikunni og ræddi við hann vítt og breitt um þessa „út- gerð“, börnin og skólana al- mennt. Hvernig á að útbúa börnin í skólana, þannig að kostnaður ,,útgerðar:nnar“ sé í skynsam- legu. hófi? ,,Skólinn setur nemenduin sínum reglur um hegðun og umgengnl. Hann ætlast einníg til þess, að nemendur séu hreinir og þokkalega til fara. Það liggur því í hlutar'ns eðli að algert frelsi til handa nem- endum í þessum efnum er fjar stæða. Foreldrar ráða hér ferðinni, eða eiga að gera það. Þeirra er valdið. Ég tel, að klæðnaður skólabarna ejgi að vera látlaus, hlýr og snyrt'leg ur. Drengir eigi að láta skera SKÓLINN ER BYRJAÐUR Til þess að flýta fyrir afgreiðslu höfum við opnað SKÓLA VÖRUMARKAÐ þar sem áður var erlenda bókadeild in. Mikið úrval af sikölavöruim t.d. skó latöskur á gamla verðinu, skóla- pennar, pennaveski, lausblaðablokk ir, skólábókahulstur, állskonar rit- föng, 'Stílabækur, reiknisbækur, teikniáhöld o.fl.o.fl. Munið: Kennslubækurnar og skóla- vörurnar á sama stað BÓKABÚÐ MÁLS- OG MENNINGAR, Laugavegi 18 hár sitt með eðlilegu millibili og stúlkur ejgi alls ekki að nota fegrunarlyf. Á ég þá við skyldunámsstigið. Hér er blátt áfram um heilsuvernd nemenda að ræða. Það er ó- hollt að klæðast óhreinum föt um og skjóllitlum. Síðhærðir piltar eru leið nlegt og óeðlj- legt fyrirbrigði og stúlkur eiga ekki að nota svo kölluð fegr- unarlyf, fyrr en þær hafa til þess þroska og kunnáttu. Skólinn getur ekkj gef ð út nejn fyrirmæli um klæðaburð og hárvöxt, en hann reynjr að hafa farsæl áhrif á venjumynd un í þessum efnum. Það er ó- hugsandi að refsa pilti fyr'r þá sök ejna að vera síðhærður úr hófi fram, ef hann er að öðru leyti óaðfinnanlegur nem andi — en foreldrar hafa óskor að vald til þess að láta kljppa gr'pinn. Uppalendur standa hér vissulega frammi fyrjr mikl- um vanda. Sannlejkurinn er sá, að börnin okkar verða of fljótt fullorðjn og ber margt til, sem ekki verður nefnt hér. Og sterk eru þau öfl, sem í skjóli rangsnúinnar og skrumskældrar tízku bejna geiri sínum að óþroskuðum unglingum, sem margir hverj- ir virðast hafa óhugnalega mikil peningaróð. Hér þarf að spyrna v'ð fótum. Skóljnn og heimilið verða að sameinast um, að mínnsta kosti börn á skyldunámsstiginu megi þrosk ast og vaxa í frjð' fyrir tízku- tildri og sýndarmennsku. Nokkuð sterkar raddjr hafa ver.jð á lofti á undanförnum árum um, að taka í notkun skólabúninga. Samkeppnjn um klæðnað barnanna í skólun- um ætti með því mót' að verða úr sögunnj. Sumir foreldrar hafa tekið mjög undir þessar hugmyndir. Aðrir hafa hjns vegar andmælt þessum hug- myndum á þeim forsendum, að það værj óeðllegt, ef allir nemendur klæddust eins. Það myndj svipa of mikið til ein kennisbúninga. Urn þetta eru dálít ð skiptar skoðanir, en mál þetta hefur ekki verið mikið rætt í hópi skólamanna, ekkj mér vitanlega11. Börn og unglingar þurfa á miklum ritföngum og hvers konar áhöldum að halda í nám jnu og skólanum. Það er fólg- inn allmikill kostnaður í þess um hlutum fyrir foreldrana- Er ekki rétt, að sumir skólar reynj að draga úr þessum kostn aði? „Öll börn á skyldunámsaldri fá ókeypis allar venjulegar námsbækur. Rík'sútgáfa náms bóka, sér um útgáfu og dreif- ingu þeirra. Foreldrar barn- anna, það er að segja skatt- greiðendur, sem eiga börn í skóla, grejða námsbókagjald, sem er hjð sama, hvort sem skattborgarinn á eitt eða fleiri börn í skóla. Hér er ekki um nefskatt að ræða, þó að ég viti til þess, að sumir hafi verjð fylgjandi því, að allir greiddu þetta námsbókagjald sem nokkurs konar nefskatt. Útgjöld verða hjns vegar vegna kaupa á stílabókum, reiknjngsbókum, skriffærum og öllu slíku. Ég tel, að í þess- um efnum geti foreldrar spar- að sér peninga, ef þau fara gætilega að í þessum jnnkaup um rétt ejns og öðrum. Það er misjafnt verð á þessum hlut- um. í sumum skólum héfur verið farið inn á þá braut að kaupa þessa hluti fyrir nem- endur í heildsölu og selja þejm þá aftur með lítillj á- lagningu, en sá ágóði, sem af þessu hlýzt er síðan notaður til ejnhverra nota fyrir nem- endur í skólanum, svo sem í nemendasjóði eða í bókasafns- sjóð eða eitthvað þess háttar. Aðrjr skólar kaupa Jnn öll r't- föng fyrjr sjö, átta og níu ára börnin, enn aðrir láta útbúa sérstakar bækur fyrir nemend ur sína, sem þeir selja síðan með lítilli álagn'ngu, eins og við gerum hér í Laugarlækjar- skólanum. Vjð látum prenta sérstakar stíla- og reiknings- bækur með nafni skólans. Nú hafa komið til sögunnar svo- nefndar lausblaðamöppur. Þær eru mjög að ryðja sér t'l rúms, en hafa til þessa verið mejra notaðar í framhaldsskól

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.