Alþýðublaðið - 12.11.1968, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 12.11.1968, Qupperneq 12
12 ALÞYÐUBLAÐIÐ 12. nóvember 1968 ÍÞRÓTTIR »|ÞR*TT1R Reykjavíkurúrvalið vann varnarliðsmenn Kolbeiim Pálsson, KR. Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR. Ársþing Körfuknattleikssambandsins: Bogi Þorsteinsson endurkj. formaður Á sunnudaginn efndu körfu- knattleiksmenn til keppni í nýja íþróttaihúsinu á Seltjamar- nesi, en það er í fyrsta sinn, sem þar fer fram keppni í körfu knattleik. Fór keppnin ágætlega fram, og leikirnir skemmtilegir. iÞó var einn simá-gaUi á, og hef- ur það komið fram áður, við aðra leiki, sem háðir hafa verið í húsinu. Mikið og þykkt viðar- borð myndar handrið framan við áhorfendastúku, og skyggir það á -stóran hluta vallarins, auk þess, að þeir, sem sitja næst iborðinu vierða að standa, til að sjá niður á völltnn, og skyggir það enn meira á fyrir þá, sem aftar standa. Þyrfti arkitekt hússins að láta fjarlægja þetta óláns borð, og sstja eittJhvað léttara í staðinn. en að öðru leyti er húsið allt mjög til fyr- irmyndar. Fyrri leikurinn var mílli ís- landsmeistara Ármanns í 2. f). frá síðasta íslandsmóti og úrvals . úr hinum Reykjavíkurfélögun- um. Virtust leikmenn beggja liða ekki almennilega í essinu isínu, eins og stigatalan í hálf- lei'k bendjr til, en þá stóð 16:13 fyrir Ármann. Síðari hálfleíkur var hnlfjafn, og mun skemmti. legri en sá fyrri, og bendir leik- ur liðanna til, að góð breidd sé i þeesum flokki, sem kemnr sér vel, því ætlunin mun vera að senda unglingalandsíið ' til StTbjóðar á næsta ári. Flest stig fjTir Ármann skoruðu Bjöm 11, Guðni 9, og Jón 8. Fýrir úrvalið skoruðu Kristinn 12 og Jón B. 8 stig. Siðari leikurinn var milli Reykjavíkurúrvals, sem senn'- iega má líta á sem meginihluta SMURT BRAUÐ SKITTUR BRAUÐTERTUR BRAUDHUSIP __ SWACK BAR Laugavegi 126. sími 24631. landsliðsins, og úrvalsliðs af Keflavíkurflugvelli. Reykjavikurúrvalið komst fljótlega í 11:4, en eftir 15 mín. af leiknum var staðan 16:14. Á næstu mínútum skoruðu Reyk- víkingamir hvað eftir annað, en þjáifari Bandaríkjamannanna heimtaði leikhlé, sem er leyfi- legt, samkvæmt amerískum regl um, þegar lið það, sem þess óskar hefur holtann á valdi sínu. Hann fékk ékki leikhlé, ,en ítrekað var við hann að leikhlé mætti aðeins veita þeg- ,ar t.d. víti hefði verið framið. Hafði þá þjálfarinn ongin um- svif heldur skipaði einum leik ■manninum að slá einhvem mót- herjann, til að geta fengið leik- ihlé. Mikili hlýtur aginn að vera í hernum, iþví sá sló Kolbejn Pálsson, fyrirliða íslenzka liðs- ins, beint í andlitið, og varð hann að yfirgefa völlinn með hlóðnasir. Verður þetta að telj- ast fáheyrð ruddamennska, en er sem betur fer sjaldséður við- burður. Staðan í hálfleik var 32:20 fyr. ir Reykjavíkurúrvalið, sem var mesti mtmurinn í leiknum, því Bandaríkjamennirnir sóttu sig mjög í síðari hálfleik. Um miðj- an hálfleikinn komust þeir eitt stig yfir 39:38. Reykvíkingarnir létu það þó ekkert á sig fá, og löguðu stöðuna í 47:40. Þrátt fyr ir að Bandaríkjamennimir press uðu mjög stíft síðustu mínúturn- ar, höfðu Reykvíkingar öll völd í leiknum það sem eftir var — og sigruðu 63:54. Kolbeinn Pálsson var stiga- hæstur, með 16 stig. Næstur kom Kristinn Stefánsson, sem átti mjög góðan leik að þessu sinni, með 12 stig, þá Þorsteinn Hall. grímsson með 10 stig og Birgir Jakobsáon með 9. Fyrir varnarliðið skoraði Row- land 16 stig, Bruce 14 og Smith 11. Leikinn dæmdu Marinó Sveins son og Hólmsteinn Sigurðsson mjög vel, en hefðu þó mátt dæiria nókkur tæknivíti á þjálf- ara Bandaríkjamannanna, sem er algjör andstæða leikmánna leiksins, sem hafi reynzt hin mestu prúðmenni í fyrri leikj- um liðanna. ' SJÖUNDA þing Körfuknatt- léikssambands íslands var haldið á laugardaginn. Bogi Þorsteins- sbn var endurkjörinn formaður sambandsins, en hann hefur ver- ið það frá upphafi. Aðrir í stjórn yoru kosnir: Magnús Björnsson, Helgi Sigurðsson, Magnús Sig- urðsson, Guðmundur Þorsteins. son og Hólmsteinn Sigurðsson. Gunnar Petersen, sem átt hef- ur sæti í stjórninni í nokkur ár, en lét nú af störfum, fékk gull- merki KKÍ fyrir vel unnin störf í þágu körfuknattleiksins, en að eins þrír menn hafa fengið gull- mérkj KKÍ áður, Bogi Þorsteins- son, Magnús Björnsson og Ingi Gunnarsson. Margar samþykktir voru gerð- ar á þinginu. Meðal annars var samþykkt að keppni í 3. flokki drengja skyldi fara fram á Akur- eyri, en að minnsta kosti þrjú lið þaðan taka þátt í íslands- mótinu í þeim aldursflokki. Einnig var ákveðið að taka upp hérlendis „Litlu körfuna” (Mini basket), sem gerð er við hæfi barna og unglinga, m. a. er körfit hringurinn lægri en nú er, og boltinn minni og leikvöllurinn sömuleiðis. Hefur þessi tegund náð inikilli útbreiðslu í lieimin- um síðustu ár, og þykir sérstak- lega henta vel til kennslu í barnaskólum, m. a. hafa Danir tekið hana upp. TRÚLOPUNARHRíNGAR Pljót afgréiSsla | Sendum gegn póstkrofíi, OUÐM: ÞORSTEINSSON. guflsmiður Banfcasfrætí 12., Að vera ferðamaður Framhald af 7. síðu. gagnvart þeim manni sem pantar mat hóflega og borgar fyrir sig með venjuliegum hætti er han.n bara hann sjálfur, og ef hann brosir þegar hann er kvaddur er það eðlilegt bros, en ekki sölumennska. Þannig hygg ég sé um alia menn. Þeir eru eðlilegir í viðmóti við alla þá sem eru eðlilegir við þá. Maður iheyrir það heima á íslandi að landinn sé fundvísastur á búðir og búllur ef hann fer út fyrir landsteinana. Sennilega er nofckuð til í því. Ýmsir góðir menn sem heima í sinni sveit þykja stakir reglumenn eiga það til að leggjast í fyllirí ef þeir fara utan, einkum þó ef þeir koma til Kaupmannahafnar, rétt eins og menn eru vanalegast kenndir ,í réttunum. Og svo leggja fleiri íslendingar leið sína til Kaup- mannahafnar en til annarra erlendra horga. Ekkj veit ég hvað aumingja Danir hafa til saka unnið að eiga sífel-lt yfir höfði sér svona mikið af fulium íslendingum! Mér er í minni er ég kom eitt sinn út á Ráðhústorg seint á kvöldi, hafði þá varla hitt íslending svo mánuðum skipti. Það var fámennt á torginu, en tveir menn fóru þar um með miklum látum og leiddu kven- mann á milli sín, slöngruðu talsvert og töluðu hátt — á íslenzku, Ég tók á mig stóran krók. En fyrir öllu :éru ástæður. Sumir komast í einhvern sérstakan liam ef þeir hleypa theim- dra-ganum, það falla af þeim einhver bönd og þeir verða eins og kýrnar þegar þeim er fyrst hleypt út úr fjósinu á vorin. Kýr eru menntað ar skepnur og láta ekki svona nema fyrstu dagana, en mennirnir eru vísir til að halda þann ig áfram alla ævi... Á ferðalögum verður maður jafnan að verá við búinn einhverju óvæntu. Og ýmislegt gctur brugðizt. Þó er bara að taka því. Ég fékk tú dæmis allt annað hótel en ég bað um ,í London í þetía sinn. En þetta hótel isem ég fékk er ágætt hótel svo það er engin á- stæða að fcvarta. Þar að auki eru nokkrar ítaJsk ar matstofur hér í kring sem mér þykir alltaf gott að sækja. Og ekki spillir það að í næstu götu er austrænn veitingarstaður þar sem hægt er að fá hrísgrjón og karri, eins og hrísgrjón og karrí á að Vera. •i- -■ Ég sé að síðhærðu ungmennin í gæruúlpun- u,m venja líka korriu- sina á austræna veitinga- staði. SIGVALDI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.