Alþýðublaðið - 22.11.1968, Side 8

Alþýðublaðið - 22.11.1968, Side 8
OPNAN spyr IRENE FORSYTE fyrr sn sjónvarpið lýkur við að sýna myndina. Hvað snertr gagnrýni á sjónvarpið þá gæti ég nefnt það, að ég vildi gjarnan sjá fleiri fræðsluþætti, erlenda og innlenda, en að sama skapi færri glæpamyndir. Danska blaðjð Aktuelt grerði fyrir skömmu könnun á því hvað Danir fylgdust vel með kvikmyndinni um sögu Forsyteættarinnar. en verið er að sýna kvikmyndina í danska sjónvarPinu um þessar, mundir. Það kom í ljós að áhugi Dana var ekki nærri ejns mikilij og td. Svía og Englendinga. Af 60 manns, sem leitað var svars Jhjá, var aðeins þriðjungur sem horfði á myndina að staðaldri og helmingur sem alls ekki fylgdist með. Okkur datt í hug að hafa samband við nokkra aðila og bera upp eftirfarandi spurningar: 1. Fylgizt þér að staðaldri með Sögu Forsyteættarmnar í sjón- varpinu? 2. Ætti að sýna kvikmyndina á öðrum tíma? 3. Hvað viljið þér gagnrýna í sambandi yið sjónvarpið? Einar Bjornsson, fulltrúi: Já, ég fylgjzt alltaf með, og hef mjög gaman af. Reyndar fannst mér hún hálf leiðingleg í byrjun, en það breyttist fljótt. Myndin er framúrskar- and; vel leikin. Ég er ekkert óánægður með sjónvarpið og borga gjaldið fyrjr það með glöðu geðj. Bjarni Konráðsson, læknir: — Já, ég horfi ailtaf á Sögu Forsyteættarinnar. Þetta er mjög merkileg sag-a, fyrir utan, ihvað hún er vel leikin. Það er nú margt að athuga við sjónvarpið. Ejnn þulurinn er t.d. ákaflega feiminn, hann þyrfti að lagast. Mér finnst líka, iað þeir menn, sem eru illa máli farnir, ættu ekkj að koma fram í sjónvarpinu, og ég vil líka gagnrýna iþað, sem margir segja, þegar þeir eru spurðir einhvers: Ég mundi segja. — Margar þýðingar eru illa gerð- ar, beinlínis villandi. í þýðing- um úr ensku koma varla fyrir túlka myndir, þeir hafa oft ekki vit á efninu. Og Kristján Eldjárn mætti koma oftar, hann er mjög viðkunnanlegur í sjón varpi. hvaða degi myndin er sýnd — ég hef reyndar ekki hugmynd um á hvaða dögum hún er sýnd. Ég hef enga gagnrýni á reiðum höndum — horfi svo lítið á sjón- varpið. , Kristín Guðmundsdóttir, ihn. anhússarkitekt: „ — Já alltaf. Enda er ég alltaf (heima á kvöldin. Þó sá ég ekki fyrsta þáttinn. Þetta má þó ekki skjlja svo, að ég sé háð sjón- varpinu, það er langt í frá. Ég iofa börnunum alltaf að horfa á Sögú Forsyteættarinnar, en ég held, að hún sé meira fyrir stelpur. Strákunum finnst allt of mikið af kossum í myndinni. 'Mér finnst nú fréttirnar lang beztar. Annars finnst mér sjón- varpið hafa versnað frá iþví í fyrra. Kannski er það bara vegna þess, að maður er farinn að verða leiður á því. Svo finnst mér, að forsetinn okkar eigi að koma oftar fram í sjónvarpinu. Ragnar Jónasson, Kennara skólanemandi: — Ég horfi stundum á hana, fylgist svona með þræðinum. Nei, ég mundi ekki horfa oftar á Sögu Forsyteættarinnar, þótt hún væri á öðrum dögum. Mað- ur er oft að læra á þessum tíma, og verður að láta Það ganga fyrir. Margt af þessu er nú léttmeti, en ég hef gaman af að horfa á ýmislegt, Mér finnst, að það væri hreint ekki svo vitlaust að korna með starfs fræðslu í sjónvarpið. Þá þarf ekki að fara með krakkana á vinnustaðína, aðeins kvikmynda vélina og kvikmyndatökumann- Þórunn Valdimarsdóttir, hjá Verkakvennafélaginu Framsókn: Ég fylgist ekki með mynd- inni núna vegna anna, en ég gerði það í byrjun. Ég verð vör við að fólk hefur mjög mikinn áhuga á myndinn:. Ég vil að sjónvarpið flytji meir af fræðandi efni og það mætti gjarnan taka upp kennslu í dönsku og almennum reikn- ingi, því að alltof margir gagn fræðingar virðast ekki hafa fengið nærri því nóga kennslu í þessum fögum. Svo má bæta dagskrána á laugardagskvöld- um. Mér er líka kunnugt um að margt eldra fólk hefur gam an af kvikmyndum eins og Lassý og Hrói höttur og mætt' gjarnan hafa þá þætti eftir kvöldmat, svo að fullorðna fólkið geti líka horft á þá. þéringar, en þær eru föst venja í ensku. Sarna er að segja um þá, sem oft eru fengnir til að Rósa Ingólfsdóttir, teiknari Sjónvarps: Ég hef fylgzt með sögunni frá upphafi og finnst hún í senn spennandj og afburða vel leikin. Ég ætla að fylgjast með áfram, er til dæmis ákaf lega spennt að sján næsta þátt. Ég vil alls ekki lesa söguna Villijálmur Knudsen, kvik- myndatökumaður: Nei, ég fylg- ist ekki með að staðaldri, en bef haft nokkuð gaman af þátt- um sem ég hef séð. Þó finnst mér efnið ekki höfða nógu mik- ið til mín. Það er alveg sama á 8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 22. nóvember 1968 i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.