Alþýðublaðið - 15.12.1968, Side 13
JÖLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 1968 13
JÓLAHJÖRTU OG FURÐUFUGLAR
Hjörtun búum við til úr tveim-
ur hringmynduðum, jafnstórum
glanspappírsblöðum. Þau eru
brotin í miðju og gengur annað
blaðið lítið eitt utan um hitt og
límt fast.— Síðan er hanki sett-
ur á og þá eru hjörtun tilbúin.
— Fuglarnir eru gerðir úr blá-
um eða rauðum pappír, en stinn-
ur verður hann að vera og eins
litur beggja megin. Haus, búkur
og lappir eru klippt út úr sama
blaði, en vængirnir eru úr papp-
ír, sem öðruvísj er á litinn og
límdir á kroppinn. í stélið er
notaður silkipappír og silfur-
pappír, sem klipptur er í ræmur
og gerður úr þeim skúfur, sem
er svo notaður fyrir stél og fest-
ur við búkinn með tvinna. Teikn
ið augu og nef á fuglinn. Festa
mætti hann á jólatréð með
títuprjóni, Svanurinn er þannig
búinn til, að hann er klipptur
út úr pappa, sem þarf að vera
hvítur báðumegin. — Gerð er
smárffa á búkinn, en gegnum
hana á að stinga vængnum, sem
er klipptur til úr fellingapappír.
Endar hans eru skástýfðir. Lím-
ið vænginn fastan. Rautt og
svart þarf að máia á nefið.
Svaninn mætti hengja á jólatréð,
eða þá láta hann standa á litlu
spegilglerj á borðinu.
í UMSJÁ
GAUTÁ
HANNESSONAR
SERVIETTUSKREYTING
Brjóttu hvíta servíettu eins
og sýnt er á myndinni. — Klipp-
ið til rauðar jólasveinahúfur
og gerið rifu á þær fyrír brodd-
inn á servíettunum (sjá mynd).-
Síðan teiknið þið glaðiegt andlit
á réttum stað. Þegar svona serv-
íettur eru komnar á alla diskana,
lifnar mikið yfir jólaborðinu.—
SVARTI-PETUR
Ja, hann var kallaður „svarti
Pétur” þessi gaukur, sem þið
sjáið hér á myndinni.— Hann
slapp eitt sinn út úr búrj sínu
og það reyndjst erfitt að koma
honum inn aftur. Við skulum
samt reyna.— Haldið blaðinu
nolckuð frá . augunum og færið
það svo varlega og nær. þar
'til nefbroddurinn snertir strik-
Iið. Þá er gaukurinn kominn inn
í búrið á ný.—