Alþýðublaðið - 15.12.1968, Page 14
14 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 1963
Flóki
Framliald af bls. 9.
íslenzkrar myndlistar eins og
þeirrar sem við sjáum í Þjóð
minjasafninu. Svo hef ég
sterkar taugar til Sólons ís-
landuss.
— Eru myndirnar þínar
ekki ódýrar miðað við gæði,
Flóki?
— Jú, en það er nú vegna
þess, að mér f nnst, að mynd
ir eftir Alfreð Flóka ættu
að vera á hverju heimili. —
Einkum hjá stórum barna-
fjölskyldum. Þær hafa visst
uppeldislegt gildi.
— Heldurðu ekki, að fólk
segi eftir að hafa lesið þetía
viðtal, að þú sért með stór-
mennskubrjálæði?
— Ég verð að viðurkenna-
að eft'r öllum sólarmerkjum
ætti ég að þjást af því, en ég'
vil taka fram, að um það er
alls ekki að ræða.
Það er gott á þessum erfiðu
tímum að geta baðað sig í
vitundinni um e'gin mikil-
leik.
— Hver heldurðu, að séu
ákjósanlegustu skilyrðin fyr
ir myndlistarmenn?
— Það er tvímælalaust
klausturl'fnaður, þar sem
hægt er að helga s:g ljstinni
og lifa meinlætalifnaði.
Það næstákjósanlegasta er
gott hjónaband, og ég er svo
lánsamur að vera í þe'rri að-
stöðu.
— Ja, iþu ert giftur danskri
konu.
— Já, hún heitir Annette
— Trúir hún á þig sem
höfuðsnilling?
— Að sjálfsögðu. Hún hef-
ur gagnrýninn smekk og lík-
■an mínum. Ég geri aldrei
svo teikningu, að ég leiti
ekki álits konu minnar
á henni.
— Ertu lífhræddur?
— Með afbrigðum. Dauð-
inn er alltaf á hælunum á
mér.
— Jahérna. Hefurðu alltaf
verið svona?
— Frá því ég man eftir
mér. Ég þorði aldrei að fara
í leikfimi. Ég hélt ef ég
steypti mér kollhnís, þá yrði
það sá síðasti. •
— Gerir þetta þig ekki
þunglyndan?
— Nei, ég þekkj ekki þung-
lyndi. Ég þekki hræðsluna.
Dauðinn kitlar mig og er
mér hvatning. Ég er ekki
sammála Indverjanum, sem
sagði, að maður. sem hugsar
um dauðann daglega, sé
dauður. Sandemose segir, að
ást og dauði séu hin e'nu
verðugu viðfangsefni og öflug
ustu lífgjafarnir. En ég er
hræddur. Það hvarflar oft að
mér, að verra taki við eftir
dauðann. Ég er hræddur við
tóm ð. Mér leiðist þunglynt
fólk; ég er ekki þunglyndur.
— Hvernig viltu hafa fólk?
— Gott, indælt, normalt.
Fólk, sem dáist að mér og
myndunum mínum.
— Hver er aðallesning
þín?
— Ég met Karen Bljxen
mest af síðustu tíma rithöf-
undum. Á árunum ’59 og ’60
eigraði ég eins og ástfangið
ungmenni um Rungstedlund
í von um að sjá henni bregða
fyrir.
— Og hvað gerðist?
— Ég sá hana aldrei.
— Hvaða fleúri höfunda
lestu?
— Ég hef dálæti á Poe og
Baudelaire. Ég hef gert marg
ar myndir við „Hrafninn“
og eins af andliti Poe’s.
Ég les líka m kið Huysman.
Hann skrifar um dýrljnga.
Ég er hrifinn af dýrlingum.
— Ertu á móti snobbi?
— Nei, hreint ekki. Það er
visst andrúmsloft í krjngum
snobbara, sem er örvandi fyr
;ir listamanninn. Snobbarar
eru nauðsynlegir. Það er bara
alltof lít.ð um þá.
Og:
Steinríkjr bisnissmenn eru
beztu listgagnrýnendumir.
- St. Sig.
Kátt er .. .
Framhald af 7. síðu.
bændum sínum fyrir jólin að fá
eitthvert nýtt fat svo þeir færu
ekki í ólukkans jólaköttinn né
að hann tæki jólarefinn þeirra,
og þegar börnum og hjúum tókst
bæði að fá nýja flík, nógan jóla-
ref og þar á ofan jólakerti og
það sem mest var í varið, að
þurfa ekki að fara í jólakött-
inn, var ekki kyn þó kátt væri
um jóljn til foma. Um jólagleði
barna er þetta kveðið:
„Það skal gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk ó hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð;
gafst hún upp á rólunum.”
Enn má telja það jólanótt.
inni til gildjs að þá voru úti-
setur á' krossgötum einna tið-
astar og vikivakar almennast
haldnir.”
(Jón Áraason,
þjóðsagnaritari). i
ISLENZK
VEIÐARFÆRI
FYRIR ISLENZKAR
FISKVEIÐAR
MARLIN pe botnvörpur úr flétt uðu garni fyrir togara og togbáta.
MARLIN pe f 1 éttað netagarn
MARLIN ppkaðlar.
MARLIN ppf og PEV t einaefni fyrir þorskanet.
TREVIRA pp fiskilínur.
ENNFREMUR:
Saumgarn, bindigarn, umbúðagarn.
íslenzk framleiðsla úr be tíu fáanlegu hráefnum.
MARLIN er skrásett vöruheiti.
FATASKAPAR
- NÝ GERÐ
EFNI. TEAK
verð).
ALMUR — EIK (sama
Hæð: ........... 240 sm.
Dýpt:............. 65 —
Breidd: ..........110 —
— ....... . 175 —
— ........ 200 —
— 240 —
Þessir nýju skápar eru ætlaðir til flutn-
ings, ef þörf krefur. Þeir pakkast vel til
lengri flutninga, og eru mjög auðveldir í
samsetnin^u.
Þá munum við einnig smíða skápana í
öðrum stærðum og Viðartegundum eftir
sérstakri pöntun viiðskiptaman’na.
Biðjið um nánari upplýsingar.
HÚSGAGNAVERZLUN AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7, Reykjavík — Sími 10117-18742.