Alþýðublaðið - 18.12.1968, Qupperneq 1
Miffvikudagur 18- desember 1968 — 49- árg. 263. tbl.
Nýtt slys í gærmorgun:
Sjö vinnuslys
í Straumsvík á
mánaðartíma
Reykjavík — VGK.
Vinnuslys í Straumsvík eru orðin svo til daglegt
brauð. í gærmorgun féll maður 4 metra niður á
steingólf við vinnu sína. Herðablaðabrotnaði mað-
urinn við fallið. Frá því 5. september í haust hafa
orðið 8 alvarleg vinnuslys í Straumsvík, þar af 2
dauðaslys. 7 þessara slysa hafa orðið í nóvember og
desember.
8 slysanna urðu með þeim
feætti að menn féllu v,ð vinnu
sína. Það er mál manna að ör
yggiseftirlit í Straumsvík sé
mjög lélegt, enda bera ofan
greindar tölur það með sér.
Enginn viðunandi bifreið er
fyrir hsnd f Straumsvík tU að
flytja slasaða á sjúkrahús
og enginn kann að meðhöndla
slasaðan mann á réttan hátt.
Slysið í gær varð með þeim
hætti, að maður úr Reykjavík
var að lyfta hlera, sem huldi
op á steinsteyptum palli, um
4 metra frá gólfi- Um le ð og
maðurinn lyfti lileranum gekk
hann 2 skref áfram, en v,ð
það féll hann niður um opið
Fra-flihald á 14. síðu.
I ungíiö sótt heim \
Þannig hugrsar bandarískur teiknari sér geimfar þremcnn
ingranna, sem eiga aff leggja af staff til tiuiglsins n.k, laugar (
dag, en gert er ráff fyrir aff geimfarið fari talsvert nærri 1 l
tunglinu, snúi stefni aff yfirborði þess og taki allmarg-ar 1
myndir. Alls á geimfariff aff fara tíu hringj runhverfis tungl /
iff. (UPI-mynd). 4
Mjólkursölustríð í Garðahreppi
Rcykjavík — HEH.
Mijtil reiði er ríkjandi meðal íbúa Garðahrepps
vegna þeirrar ákvörðunar forstjóra Mjólkursamsöl
unnar að banna alla mjólkursölu þar í hreppi á sunnu
dögum. Tvær verzlanir í Garðahreppi hafa mjólk á
boðstólnum, og eru báðar þessar verzlanir opnar á
sunnudögum, en þær þafa til þess heimild sveitar-
stjórnar. Nú verða viðskiptavinir, sem í verzlanir
þessar koma á sunnudögum, að láta sér nægja að
horfa á mjólkurhyrmirnar í kæliskápunum, þar eð for
stjóri þeirrar stofnunar, sem einkaleyfi hefur á
dreifingu mjólkur á Stór-Reykjavíkursvæðinu, bann
ar, að hún sé seld a helgum dögum. Telur forstjór-
inn, að sala mjólkur á sunnudögum valdi Mjólkur-
samsölunni aulcakostnaði. Hins vegar finna neytend
ur þessi rök léttvæg, þar sem verzlanirnar fá enga
mjólk aðsenda á sunnudögum.
Fyrír um það bjl tveimur vik.
um kom sölustjóri Mjólkursam-
sölunnar í verzlanirnar tvær í
Garðahreppi, en þær eru útibú
Kaupfélags Hafnfírðinga og svo-
nefndur Boðabíll. Tilkynnti sölu
stjórinn, að forstjóri Mjólkur.
samsölunnar hefði ákveðið að
banna alla sölu á mjólk á sunnu
dögum.
Á miðvikudag gengu þeir Ól-
afur Einarsson, sveitarstjóri í
Garðahreppi, Höskúldur Jóns-
son, dehdarstj'óri í f.iármálaráðu
neytinu, og Steinar Berg Björns
son, fulltrúi í fjármálaráðuneyt
inu, á fund Stefáns Björnssonar,
forstjóra Mjólkursamsölunnar,
og báðu þeir um skýringar á
þessari ákvörðun um sölubann
\á mjólk á sunnudögum. Allir
þessir menn eru búsettir í Garða
hreppi.
Að sögn Höskulds Jónssonar
eru helztu rök forstjórans þau,
að sala á mjólk á sunnudögum
valdi miklum aukakostnaði. Hins
vegar telur Höskuldur forstjór-
ann ekki hafa lagt neitt fram,
sem sýni, að Mjólkursamsalan
hafi haft aukakostnað af dreif
ingu mjólkur í Garðahrepp tfl
þessa.
Höskuldur benti á, að hér væri
um að ræða fyrirtæki, sem trú-
að væi-i fyrir því að dreifa við-
kvæmum varningi til neytenda
Mjólkursamsalan hefði fengið
þennan rétt með lagasamþykkt,
sem gerði ráð fyrir því, að fyrir
tækið afhenti neytendum miólk
og mjólkurafurðir á hverjum
degi og veitti hina fulkomnustu
þjónustu í því efni.
Þá sagðj Höskuldur, að þeir
þremenningar, sem á fund for-
stjórans gengu, hefðu viljað kom
ást að samkomulagi við Mjólkur
samsöluna og hefði forstjórina
lofað að taka mál;ð til athugun-
ar. En engar efndir í því efni
voru sýnilegar s.l. sunnudag.
Höskuldur sagði ennfremur:
„Það er ljóst, hvernig þessi mál
munu þróast í framtíðinni og er
því full ástæða t-1, að neytendur
hafi vakandi auga með þeim
fyrirtækjum, sem styðjast við
einkasöluákvæði, og tilhneigingu
siíkra fyrirtækja til að pina
neytendur í stað þéss að þjóna
þeim”.
Hann sagði ennfremur: „Við
viðurkennum fúslega, að mjólk-
ursaian á sunnudögum hefur
dregizt saman. Þrátt fyrir það
þykir okkur ófært, aS aðeins ein
mjólkurverzlun skuli vera opin
á sunnudögum fyrir alla Reykja
vík og Reykianessvæð;ð. Okkur
þætti eðlilegra, ef mjólk væri
Eramhald á 2. síðu.