Alþýðublaðið - 18.12.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 18. desember 1968
BRAGÐBEZTA
SÍGARETTAN
H:ín er létt, hún er mild, enda búin ti
úr bragðbezta ameríska tóbakinu
Kaupið Chesterfíeld
10—30% afsláttur frá gamla verðinu
Opið til klukkan 10 öll kvöld.
H úsgagnaverzlun
Keykjavíkur
Brautarholti 2.
VERKFRÆÐINGAR -
TÆKNIFRÆÐINGAR
Samband íslenzkra rafveitna óskar að ráða
rafmagnsverkfræði'ng eða rafmagnstæknifræð
ing til starfa. Reynsla á svið rafveitumála
æskileg. Nánari upplýsingar um starfið í
síma 18222.
Umsóknarfrestur er til 31. dies. n.k.
Umsókn um starfið sendist Sambandi ís-
lenzkra rafveitna, pósthólf 60, Reykjavík.
Greville Wynne :
MAÐUÍUNN FRÁ MOSKVU
Sagan af Wynne og Penkov-
sky. Hersteinn Pálsson sneri
á íslenzku.
Bókaforlag Odds Björnssonar,
Akureyri 1968. 245 bls.
Leon Uris:
TÓPAS
Skáldsaga. Dagur Þorleifsson
þýddi.
ísafoldarprentsmiðja hf., 1968.
366 bls.
Tvær bækur af handahófi úr
þýðingaskaranum sem nú ryðst
yfir.
Maðurinn frá Moskvu fjallar
um Penkovsky-njósnamálið
fræga, endurminningar Greville
Wynnes sem var sambandsmað-
ur brezku leyniþjónustunnar
við Penkovsky;Wynne var á sín-
um tíma dæmdur í átta ára fang-
elsj í Rússlandi fyrir njósnir. en
látinn laus í skiptum fyrir rúss-
neskan njósnara, Lonsdale,
nokkru síðar. Þetta er saga sem
kveðst vera sönn, og er það ef-
laust í öllum meginatriðum, en
hún er skrifuð eins og skáld-
saga enda nýtur höfundur að-
stoðar atvinnumanns í gre:n.
inni. Og þannig les maður
hana: fyrst og fremst sem
spennandí afþreyingarsögu frem-
ur en heinvld um sanna atburði,
enda er bókin augljóslega ætl-
uð fvrir slíkan markað. Það er
raunar eftirtektarvert hve margt
í Manninum frá Moskvu. beim
atburðum og andrúmslofti sem
bókín greinir frá, minnir á
njósnasögur John le Carrés,
ekk; sízt undirbúningur og þjálf-
un Wynnes undir starf sitt, og
áfstaða hans til „James” nán-
acta yfirboðara síns í þiónust-
unni, en einnig laumuspil þeirra
Penkov.skvs innbvrðis. Og af.
staðan til andstæðinga er að
nokkru levt; sameiginleg Mann-
inum frá Moskvu og minnsta
kosti Niósnaranum sem kom
inn úr kuldanum: beir eru ó-
tínd fól og fantar. En ótvíræð-
ur múnur er á siðferðilegri af-
stöðu Te Carrés og Wynnes, —
skáldskapar og verúle:ka. Sögur
.Tohn le Carrés lýsa njósnum
siðsDillandi starfi, þær
fialla öðrnm þræði um siðferði-
lega unnlausn og upnsjöf, evði.
legsing þeirra sem njósnir iðka,
os höfundurinn firrist alla þjóð-
rembu. Wvnne reýnir hins veg-
ar að segja hetjusögu og gerir
vandlegan greinarmun á réttum
os rönsum njósnum, landráðum
sem bað væri að njósna í Bret-
landi og hinni sönnu föðurlands-
á=t sem hann eignar Penkovsky.
Bókin er ekki hans eigin hetju-
snga, þó Wvnne virðist glúrinn
og seigur karl af frásögn sinni;
Penkovsky er hetja sögunnar.
Wynne og Lonsdale komast
„inn úr kuldanum” að lokum, en
Penkovsky verður eftir úti; hann
er dæmdur til dauða, lífi hans
þyrmt, en fremur sjálfsmorð
tveimur árum síðar, niðurbrot.
inn maður. En Penkovsky verð-
ur í þessari frásögn miklu dul-
ari og torráðnari persóna en
nokkur skáldsagnahöfundur
mundi leyfa sér í sögu af þessu
tagi. Wynne virðist eigna hon-
um tvennar ástæður til að ganga
í lið með brezku leyniþjónust-
unni, annars vegar pólitískar,
hatur á kommúnistum, löngun
að steypa stjóm þeirra, vinna
henni minnsta kosti það tjón
sem hann mætti, hins vegar
taumlaus aðdáun á öOu sem
vestrænt er, vestrænu persónu-
bækur
leg, frelsi og lýðræði, vest-
rænu réttarfari, vestrænum mun-
aði í verzlun, gleðskap og
kvennafari. Að þessu leyti tek-
ur sagan, líklega óvart, í sama
streng og ákærendjr Penkov-
skvs sem kölluðu hann ger-
spilltan mann, en það sem þeim
þykir spilling verður hetjuþátt-
ur í frásögn Wynnes. Að hætti
skemmtisagna kemur hetjuskap-
ur Penkovskys einnig fram í
beinum líkamlegum yfirburðum
hans og glæsjmennsku í fram-
komu og klæðaburði; fyrirlitn-
ing Wynnes á Rússum, sem hann
telur ekki hvað sízt hafa haldið
í sér kjarki í fangavistinni,
stafar hins vegar einkum og sér
í lagi af því hvað þeir eru illa
til fara, ljótir og búralegir,
sveittir og sóðalegir; einnig að
þessu leyti hlítir frásögn hans
aðferð reyfarans. Um sálarfræði
njósna og njósnara verður les.
andi hins vegar ekki miklu nær
af frásögn hans — fremur en
um efnislegar uppljóstranir Pen-
kovskys sem Wynne þekkir ekki;
sjálfur var hann einvörðungu
mill’göngumaður.
Hersteinn Pálsson sneri Mann-
inum frá Moskvu „á íslenzku,”
og virðist þýðingin unnin af
þrælslegri undirgefni undir
orðalag og setningaskipun frum-
textans. Verður margur skringi-
legur orðaleppur í þeirri viður-
eign, en líklega er sagan fag-
manrlega stíluð á frummálinu.
Sé Maðurinn frá Moskvu
sönn saga sem læzt vera skáld-
saga er Tópas eftir Leon Uris
bins vegar skáldsaga sem læzt
vera sönn. Sjálfur kallar höf-
undurinn bók sína uppljóstrun
frekar en skáldsögu og segir
hana byggða á sönnum heimild-
um i öllum meginatriðum. Svona
lýsir hann pólitísku gildi sögu
sinnar undir sögulokin, þá er
hetja sögunnar, André Devere-
aux, franskur leyn:þjónustumað-
ur, hollur Bandaríkjunum, bú-
inn að hafa upp á erkibófanum
í sögunni, Jacqr(s GranviII.e,
nánum ráðgjafa Pierra La Croix
Frakklandsforseta.og flugumanni
Rússa. Bóf’nn virðist hafa allt
ráð hetjunnar í hendi sér. En
hetjur detta ekki svo auðveld-
lega af sögubaki:
„Jacques, ég þelcki rithöfund.
Skáldsagnahöfund. Meira að
segja bandarískan. Lesendahóp-
ur hans er alþjóðlegur og óvið-
jafnanlega trúr, þótt svo sumir
gagnrýnendanna kvarti yfir stíl
hans og orðaskipan. Persónuléga
hefði ég fremur kosið einhvern
með lítið eitt meira bókmennta-
orð á sér. . . Hemingway, Faul-
kner eða e:nhvern slikan, en
það er aukaatriði. Ég sendi eft-
ir honum þegar mér varð ljóst
hvernig ég ætti að eyðileggja
þig. Hann vinnur nú að sög-
unni, . . eins og hún leggur sig.
Við erum meira að segja búnir
að skíra hana. . . Tópas, auðvjt-
að. Það sk'ptir minnstu hvað
fyrir mig kemur; burtséð frá ör-
lögum minum verður heimurinn
á varðbergi þegar La Croix 'deyr,
reiðubúinn að forða Frakklandi
frá' kjaftinum á þér og þínu
sjakalapakki.”
Undirritaður er því miður
ekki svo vel hehna í stjórnmál-
um að geta leitt getur að því
hver Granville eigi að vera. En
að öðru levti er auðlesið í málið:
La Cro:x, aumingja karlinn, er
de GauIIe, en forsetinn ungi og
diarfi í ruggustólnum Kennedy
heitinn Bandaríkjaforseti, en
sagan gerist í Kúbudeilunni.
Hetjusaga André Devereaux er
byggð á frásögnum og skoðunum
de Vosjolis, starfsmanns í
frönsku leyniþjónustunni, en
mikla athvgli vakti brotthvarf
hans þaðan þegar bók þessi
kom út. Um sannleiksgjldi „upp-
ljóstrana” í bókinni ætla ég mér
ekkí þá dul að dæma, en uppi-
staða efnisins í Tónasi er í sjálfu
sér ekki ýkia miklu ótrúlegri
en saga Penkovskvs og ótal
margra annarra njósnamála á
undanförruim árum: af þeim að
dæma virðist raunar óhætt að
trúa nokkúrn veginn hverju sem
er um njósrnr, sbr. síðustu
niósnafréttir frá Þýzkalandi. —
Efnivið sínum, sönnum og ó-
sönnum, hvaðan sem hann er
kominn, steypir Leon Uris sam-
an í gríðarlegan revfara, held-
ur en ekki spennandi aflestrar,
mátulega kryddaðan ástum og
ofbeldi ejns og heyrir sögum
til. Sagan er fagmannlega skrif-
uð af manni sem kann til verka
í sinni grein, og virðist rista
álíka djúpt í mannlýsingum og
at-burða og saga Greville Wyn-
nes um Manninn frá Moskvu
þó Uris sé leiknari böfundur og
Frumhald á 12. síðu.