Alþýðublaðið - 18.12.1968, Qupperneq 15
18. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 15
Glugga- og dyrabéftingar
Þéttum opnamega glugga úti og svalahurðir.
Varanleg þétting — nær 100%.
Þéttura í eitt skipti fyrir öll með ,.Slottslist-
en“.
Ólafur Kr. Sigurðsson og Co.
Sími 83215 — 38835.
BIFREIÐAEIGENDUR
Tökum að okkur réttingar, ryðbætingar, rúðuísetningar o.fl.
Tímavinna eða fast verðtilboð. Opið á kvöldin og um helgar-
Reynið viðskiptin- —
RÉTTINGAVERKSTÆÐI KÓPAVOGS
Bcrgarholtsbraut 39, sími 41755.
Rússarnir réðust áð okkur.
Þeir sögðu, að þetta væri allt
saman „hugarórar amerísku
kapítalistanna.” Ég skildi ekki,
livers vegna sníkjudýrin höfðu
ekki ráðizt fyrst á Rússana. —
Kannski þeir hafi annars gert
það. Þegar ég hugsaði mig betur
um, skildi ég, að það skipti svo
sem engu máli, á hverja þjóð
þejr hefðu ráðizt fyrst.
Ég sá Karlinn aldrei þessa
dagana. Eg fékk öll fyrirmæli
frá Oldfield, fulltrúa hans. Þess
vegna vissi ég ekki, að María
hafði verið leyst frá störfum sem
sérlegur gæzlumaður forsetans.
Ég mætti henni einn daginn. —
María! öskraði ég og hrasaði.
Hún brosti þessu fallega brosi
sínu og gekk til min. —• Sæll
elskan, hvíslaði hún. Hún spurði
mig ekki, hvað ég hefði verið
að gera og skammaði mig ekki
fyrir að hafa ekki talað við hana
og minntist ekkert á það, hvað
það væri langt síðan við hefðum
liitzt.
María lætur ekk; slíka smá-
muni á sig fá.
Það var annað með mig. Eg
mjálmaði: — Dásamlegt! Ég hélt,
að þú breiddir enn ofan á for-
setann um helgar. Hvað hef-
urðu verið hérna lengi? Hve-
nær ferðu? Viltu í glas? Ertu
með glas? Eg hringdi á glas
handa mér, en þá kom eitt á
borðið. — Hvernig komst þetta
liingað?
— Ég bað um það um leið og
þú komst inn.
— Hef ég sagt þér, að þú sért
dásamleg, María?
— Nei.
— Þá geri ég það núna. Þú
ert dásamleg.
— Þakka þér fyrir.
— Hvað ertu í löngu fríi?
spurði ég. — Gætirðu ekki feng-
jð sumarieyfið núna? Það er
ekki hægt að ætíast til þess, að
þú sért á vakt tuttugu og fjóra
klukkutíma á sólarhring, viku
eftir viku.
— Ég fer beint til Karlsins
og segi honum.......
— Ég er í sumarleyfi, Sammi.
— .... hvað ég heid um
hann .... Hvað?
— Ég er í sumarleyfi.
— Ertu í sumarleyfi? Hvað
færðu langt frí?
— Þangað til kallað verður á
mig. Það fær enginn lengra frí
núna.
— En hvenær fórstu í fri?
— í gær! Og í gær var ég að
flytja fyrirlestra íyrir þessa
fínu menn, sem nenntu naum-
ast að hlusta á mig! Ég reis á
fætur: — Hreyfðu þig ekki. Eg
kem að vörmu spori.
Ég þaut inn á skrifstofuna.
Oldf eld leit upp og urraði; —
Hvað viltu núna?
— Slepptu þessum sögum
mínum.
— Hvers vegna?
— Ég er fárveikur. Ég hef
átt sjúkraleyfi inni lengi. Nú
ætla ég í frí.
— Þú ert eitthvað veikur í
höfðinu.
— Já, það er rétt. Eg er veik-
ur í höfðinu. Ég heyri raddir.
Fólk ofsækjr mig. Mig • dfeymir
að ég sé aftur á valdi snlkju-
dýranna. Og þaö var sannleik-
ur.
— Það liefur aldrei þótt neinn
gallj í okkar deild. Hann - beið
eftir því, að ég rifist.
— Fæ ég frí eða ekki?
Hánn fletti blöðunum, fann
eitt og reif það. — Allt í lagi.
Hafðu símann með þér. Við
köllum á þig, ef við þörfnumst
þín. Snautaðu út.
Ég snautaði út. María leit upp
þegar ég kom inn og brost-i aft-
ur til mín. — Hirtu drasHð’ þitt,
sagði ég. — Við erum að fara
héðan.
Hún spurði ekki, hvert við
værum að fara. Hún stóð bara
á fætur. Ég greip glasið -henn.
ar og hellti sumu í mig og sumu
á borðið. Við vorum komin á'
göngubrautirnar, þegar hún
spurði: — Hvert erum við að
fara?
— Hvar viltu gifta þig? —
spurði ég.
— Sammi, við höfum rætt það
mál fyrr.
— Og nú giftum við okkur.
Hvar?
— Sammi, elsku hjartað mitt,
SERVÍETTU-
PREÍÍTUN
SÍMI S2-1ÖL
ég geri það, sem þú vilt að ég
geri. En ég er enn andvíg því.
— Hvers vegna?
— Komdu með mér heim, —
Sammi. Ég elda mat handa okk-
ur.
— Þú færð að elda mat, en
ekkj þar og við giftum okkur
fyrst.
— Ekki þetta, Sammi.
— Áfram með þig, vinurinn,
sagði einhver. — Hún fer að
gefast upp. Ég leit umhverfis
mig og sá, að við vorum að leika
fvrir fullu húsi.
Ég bandaði frá mér og hróp-
aði: — Hafið þið ekkert skárra
að gera en glápa á okkur? Far-
ið á fyllirí!
— Ég hefði þegið hennar boð.
— Ég tók um handlegginn á
Maríu og sagði ekki e!tt orð í
viðbót fyrr en við vorum setzt
inn í leigubíl. — Þá spurði ég
fýlulega: — Hvers vegna viltu
ekki giftast mér?
— Ég er þín, þú þarft engan
sáttmála þess efnis.
— Vegna þess að ég elska þjg,
asninn þinn.
Hún þagði Iengi; ég hélt, að
ée hefði móðgað hana. — Hún
hvíslaði svo lágt, að ég heyrði
naumast til hennar: — Á það
hefurðu aldrej minnzt fyrr,
Sammi.
—Ekki það? Ég hlýt að hafa
gert það.
— Nei, ég er viss um, að þú
befur aldrei gert það. Hví gerð-
irðu það aldrei?
— Það veit ég ekkj. -Mistök,
eeri ég ráð fyrir. Eg veit ekki
rétt vel — hvað það er að elska.
— Ég ekki heldnr
hún, — en mér finnst dásamlegt
að hej'ra þig segja það. Segðu
hað aftur. Sammi.
— Hvað? Allt í Iagi. -— Eg
elska big, María.
— Ó, Sammi!
Hún þrýsti sér að mér og
titraði og skalf. Ég hristi hana
ögn. — Hvað með þig?
— Mig? Eg elska þig. Sammi.
Ég hef elskað þig síðan ....
— Síðan hvað?
Ég bjóst við því, að hún myndi
segja, að hún hefði elskað mig
frá því, að ég tók hennar stað,
þegar spyrja átti snikjudýrið
spjaranna úr, en f þess stað
sagði hún: — Ég hef elskað þig,
síðan þú slóst mig.
Bifreiðaeigendur athugið
Ljósastillfcigar og allar almennlar bifreiða-
viðgerðiir.
BIFREIÐA~V ERKSTÆÐI N. K. SVANE
Skeifan 2 — Sími 34362.
ÓDÝRIR SKRIFBORÐSSTÓLAR
Fallegir, þægilegir og vandaðir.
Verð aðeins kr. 2.500,00.
G. Skúlason og Hlíðberg hf-
Þóroddsstöðum
Sími 19597.
ATHUGIÐ
Geri gamlar íiurðir sem nýjar, skef upp. olluber og lakka.
Olíuber ^einnig nýjar hurðir og viðarkiæðningar utanhúss.
Fjarlægi mál.ningu af útihurðum og harðviðarlita þær-
GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON.
SÍMI 36857-
HÚSGÖGN
Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gðmul Ijös-
gögn. — Úrval af góðu áklæði, — meðal annars pluss í mörgum
litum- — Kögur og leggingar-
BÓLSTRUN ÁSGRÍMS.
Bergstaðarstræti 2. — Stmi 16807.
Loftpressur - grötur
Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og einnig gröfur tll
leigu-
Vélaleiga Simonar Símonarsonar,
sími 33544-