Alþýðublaðið - 20.12.1968, Page 10

Alþýðublaðið - 20.12.1968, Page 10
10 ALÞYÐUBLAÐIÐ 20. desember 1968 \ s i } } s I s s s s s s s s s s í s s s s s s s s s s s s s s s s s s SpjaSia® við Ólöfu Jónsdótfur um barnabækur: I Veit ekkert yndislegra en börn Ólöf Jónsdóttir er börnum og unglingum að góðu kunn. Hún hefur lesið verk sín fyr ir þau í barnatíma útvarps- ins og einnig hafa komið út eft.r hana tvær barnabæk- ur. Önnur þeirra er nýút- komin hjá Ægisútgáfunni; hún heitir DularfulL njósn- arinn. Dularfulli njósnarinn fjall ar um tápmikla stráka. Gunna og Palla, sem lenda í æv.ntýralegustu hlutum, er hefjast með skemmtiferð í Heiðmörk. Vjð forvitnuðumst um það hjá Ólöfu, hvert upphaf ð að hennar ritferli hefði verið. — Fyrst kom út eftir mig bók ’61, sem heitir Hejm- sókn. Hún inniheldur þrjú æv.ntýri, auk þess sögur og ljóð. Barnabókin Glaðir dagar kom út ’66, svo að Dul arfulli njósnarinn er mín þriðja bók, En áður hafði ég flutt erindi í útvarp, ferða- þætti og annað og ritað grein ar í blöð og tímar.t. — Hvernig undirtektir hef ur upplestur þinn hlotið og annað, sem frá þér hefur farið? — Ég hef haft því láni að fagna, að mér hefur einlægt verið vel tekið hjá fólkinu Það gleður og lyft r undir. Ég hef nú þegar fengið áskor anir úr ýmsum áttum um að halda áfram að skrjfa um Gunnar og Palla- — Ertu kannski með nýja barnabók í smíðum? — Já, hún kemur út á næsta ári; drengjabók. Mynd irnar í hana eru þegar full gerðar, þær hefur Halldór Pétursson teiknað. Hringur Jóhannesson teiknaði mynd- ir v.ð Dularfulla njósnarann. Þú mátt geta þess, að á Þorláksmessu les ég upp i útvarpið smásögu eftir mjg, sem héitir Elnstæðingurinn. Þar fer ég alveg út í drauma. — Hefurðu meiri ánægju af að skr fa fyrir börn en fullorðna? — Ejginlega. Ég er barn- anna. Mér finnst ég geta lif að mig !nn í þeirra hugsan- ir. Ég veit ekkert yndislegra en börn. Þau eru eins og blóm, sem þarf að hlúa vel að, en það er allt of lít ð gert af því.'Það vefður að fara gætilega með þau. Þau eru ejns og óharðnaður leir í höndum fullorðna fólksins; það er þess að móta hann. Mér finnst mæður gera of m;kið að því að vinna úti: stundum er það af neyð, stundum ekki. En opinberlega hef ég ekki bar zt fyrir betri skjlyrðum fyrir börn; á það kannski ekki eftir. Maður ve_t ekki. — St. S. Verðlaun fyrir umbúðir Reykjavík. — vgk. Dónuiefnd umbúðasamkeppni þeirrar, er Iffnkynningin 1968 Félag ísl. iffnrekenda og Lands- samband iffnaffarmanna gekkst fyrir, hefur lokjff störfum. 54 umbúffir bárust til samkeppninn ar, en af þeim hlutu 5 merki samkeppninnar og 13 viffurkenn ingu. Samkeppni þessi var auglýst í júní s.l. og var til hennar stofn að til að leggja áherzlu á, hvem þátt vandaðar umbúðir eiga í að styrkja samkeppnisaðstöðu ís- lenzkra iðnaðarframleiðslu, við sambærilegar erlendar vöruteg undir. Samkeppnin náði tii allra gerða umbúða, jafnt flutninga umbúða sem útstillinga- og neyzluumbúða. Rétt til þátttöku hofðu allir íslenzkir not- endur og könnuðir um- (búða. Þátttaka var Iþó háð Iþeim skilyfðum, að umbúðimar voru framleiðendur, hann- aðar eða framleiddar af íslenzk- um aðilum og hefðu komið á markað hér eða erlendis. Dómnefnd skipuðu eftirtaldir menn: Stefán Snæbjörnsson húsgagnaarkitekt frá Félagi ísl. iðnrekenda, Leifur Guðmunds- son forstjóri frá Fél. ísl. stór- kaupm., Hörður Ágústsson list- málarj frá Félagi ísl. teiknara, Sveinn Björnsson framkvæmda- stjóri frá Iðnaðarmálastofnun íslands, Pétur Sigurðsson kaup- maður frá Kaupmannasamtök- um íslands, Hafsteinn Guð- mundsson prentsmiðjustjóri frá Landssambandi iðnaðarmanna og frú Sigríður Pétursdóttir húsfrú frá Neytendasamtökun- um. Urval úr Marx og Engels Reykjavík. — g.a. BÓKAÚTGÁFAN HEIMS- KRINGLA hefur gefið út úr- Pappírs- kiljur Máls og menningar "Timnn e=4=íkiuur í þessum bókaflokki verða aðeins bækur í vasabroti og með pappírs- kili, en slíkar útgáfur hafa náð vin- sældum víða um lönd Útbreiðsla þeirra byggist á því að iþær eru ódýrar og handhægar í dag legri önn. Pappírskiljunum er ætlað að koma íslenzkum lesendum í nán- ari snertingu við þjóðfélagslega strauma og hræringar samtímans. Þær munu fjalla um margvísleg efni, félagsfræði, alþjóffamál, nútímasögu, stjórnmál og stjórnmálakenningar, sálarfræði, kynlíf. menningu. listir. — Nýjum kynslóðum fylgja ný við- horf og endurmat á eldri sannindum. Þessi nýju viðhorf geta orðið afl til breytinga, ef um þau skapast frjáls legar umræður. Að þessu vill Mál og menning stuðla með útgáfu á pappírskþjum sem geyma og vekja gagnrýni. Tvær fyrstu bækurnar era komnar út: , PETER L. BERGER: Inngangur að félagsfræði Hörffur Bergmann og Loftur Guttormsson þýddu. DAVID HOROWITZ: Bandaríkin og þriðji heimurinn Hannes Sigfússon þýddi. Verff hvorrar bókar kr. 193.50. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18. valsrit tveggja frumkvöðla sós- íalismans, þeirra Marx og Eng- els, í tveimur bindum og er útgáfan helguð hundrað og fimm. tíu ára minningu Karls Marx. Við útgáfu úrvalsrita þessara er að mestu leyti farið eftir Karl Marx und Friedrieh Eng- els: Ausgewahlte Schriften in zwei Banden, Dietz Verlag Ber- lin 1951, en íslenzka útgáfan er sett í Druckhaus Freiheit, Halle, og prentuð og bundin í Leipzig- er Volkszeitung, Leipzig. Þýð- endur eru Ársæll Sigurðsson, Ás- geir Blöndal Magnússon, Ásgrím. ur Albertsson, Brynjólfur Bjarnason, Eyjólfur R. Árnason, Franz A. Gfslason, Guðmundur Ágústsson, Hjalti Kristgeirsson, Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Páll Árnason, Jón Ingi Hannes- son, Magnús Torfi Ólafsson, Sig- fús Daðason, Sigurður Ragnars- son, Sverrir Kristjánsson og Þór Vigfússon. Útgáfunefnd af-hálfu forlagsins skipuðu þeir Einar Olgeirsson, Eyjólfur R. Árnaspn og Kristinn E. Andrésson. Úr- valsrit Marx óg Engels eru ifm níu hundruð blaðsíður að stserð og virðist. frágangur -góður. BARNA VÍSUR Bókaútgáfan Hrafnar hefur gefið út bamabók, sem eflaust á eftir að verða vinsæl, því að hún hefur að geyma barnavís ur Ómars Ragnarssonar. Bókin er í skemmtilegu broti og fjör lega myndskreytt af Þorsteini Eggertssyni. Vísurnar í bókinni enu: Ligga, ligga lá. Hí á þig, Stjáni blái, Aha, sei sei, já já, Hott hott á hesti, Lítið lag, Ó, grýla, Sumarið kom í dag, Sum ar og sól, Sjö litlar mýs, Ég er að bakia, Mömmuleikur, Lok, lok og læs, Þegar Gáttaþefur mjssti nefið, Ég er svoddan jóla sveinn, Minkurinn í hænsnakof anum, Allir hanar gala og að lokum Litla jólabarn. Ritgerðasam- keppni Sátt- málasjóðs SVO SEM KUNNUGT er stóð Sáttmálasjóður fyrir athöfn í Kaupmannahafnarháskóla hinn. 1. desember síðastliðinn. Formaður sjóðsins, prófessor Arne Moe Nygaard, tilkynnti þar, að sjóðurinn hefði ákveðið að efna til í-jtgerðasamkeppni, sem danskir og Islenzkir ríkisborgar- ar gætu tekið þátt í. Ritgerðar- efnin eru þrjú: 1. Rannsóknír á þessari öld á íslenzkri tungu og bók- menntum. 2. Efnahagsbróun á íslandi síðan 1918. 3. Móbergið á íslandi. Ritgerðirnar eíga að hafa borizt skrifstofu Dansk-Islandsk Fond, Laksegade 19, 1063 Köb- enhavn K. fyrir 1. desember 1970. Fyrir beztu úrlausn á hverju þessara þriggja verkefna verða vejtt verðlaun, 10 þúsund dansk- ar krónur. Ný barnabók Reykjavík. — g.a. ALÞÝÐUBLAÐINU hefur bor- izt ný bók frá útgáfufyrirtækinu Hilmi h.f.; nefnist hún „Silas og hesturinn hans” og er eftir Cecel Bödker, þýðinguna gerði Loft- ur Guðmundsson rithöfundur. „SJlas og hesturinn lians” hlaut fyrstu verðlaun í barnabóka- samkeppni dönsku Akademíunn- ar árið 1967. Bókin er 151 blað- síða að stærð, einkar vönduð að frágangi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.