Alþýðublaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 7
22. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 19 hefði haldið mér við það, sem ekta var. Seinna um kvöldið, jafnaði ég mig. Ég varð taugaóstyrkur eins og alltaf, þegar lyfið hætt ir að verka og ég sótti úrið mitt og mældi viðbrögðin. Þegar ég var orðinn eðlilegur aftur mældi ég viðbrögð Maríu og þá sagði liún mér, að hún hefði verið laus undan áhrifum lyfsins i tuttugu mínútur, enda hafði ég reynt að hafa skammtinn jafn- an. — Viltu meira? spurði hún. Ég kysstj hana. —■ Nei, ég. er feginn að vera laus. — Það gleður mig mjög. Ég var jafn glorhungraður og maður er alltaf á eítir. Ég tal- aði um það. — Bíddit, sagði hún. — Ég ætla að kalla á Ræningj- ann. Ég hafði saknað hpns um dag ipn — eða mánuðipn. Áhrifin qru þau sömu. — Engar áhyggj- pr, sagði ég. — Hann er oft úti allan daginn. — Hann hefur ekki verið það f^rr. — Hjá mér, svaraði ég. — Eg held, að ég, hafi móðg- auð hann. Eg veit að ég gerði l>að! — Ætli hann sé ekki hjá Nonna gamla. Hann refsar mér gjarnan með því að fara þang- að. — En það er svo áliðið. Eg er hrædd um, að refurinn ná'i hon- um. Ef þér er sama, elskan, ætla ég að kalla á hann. Og hún gekk til dyranna. — Farðu í föt, sggði ég. — Það er kalt úti. Hún fór inn í svefnherbergið og sótti sér náttkjól, nem ég gaf hpnni daginn sem við fórum í þprpið. Svo fór hún út. Ég setti meiri við á eldinn og fór inn í eldhúsið, Meðan ég var að hugsa um það, hvað við a^ttum að borða, heyr,ði ég hana segja: Slæmi köttur! Ljóta kisa! K,omdu til mömmu! f þessum npjálmtón sem er notaður á kettj og börn. — Sæktu hann og lokaðu, hér er kalt, hrópaði ég. Hún svaraði epgu og þar sem ég heyrði dyrn- ap ekki lokast, fór ég inn í setu- sjpfuna. Hún varð að koma inn og kötturinn var ekki með henni. Eg yrti á hana en svo sá ég augun í henni. Hún starði á mig skelfingu lostin. — Mar- ía! hrópaði ég og gekk til henn- ar. Hú sá mig og snéri við. Hún gekk eins og vélbrúða og á bak- inu á henni var eitthvað. Ég veit ekki, hvað ég stóð þarna lengi. Kannski aðeins eina sekúndu. En mér fannst hún heil eilífð. Ég stökk af stað og greip um hendurnar á henni. Hún horfði á mig og það var ekki lengur skelfing í augum hennar. Þar var enga hugsun að sjá'. Hún sparkaði í mig. Ég reyndi að forða mér um stund. Það ræðst enginn á hættu legan andstæðing með því að grípa um handlegg hans, en þetta var konanmín!Eg gat ekki farið illa með Maríu. En sníkjudýrinu var alveg sama. María — eða þ a ð — /beitti öllum hugsanlegum brögð- um. Það munaði minnstu, að hún dræpi mig. Eg varð að varna henni þess og reyna að drepa sníkjudýrið og koma í veg fyrir að ég fengi sníkjudýr á mig, því að þá hefði ég aldrei getað bjargað henni. Ég sleppti lienni og greip undir hökuna á henni. Eg sló hana fast, en höggið virtist eng- in áhrif hafa á hana. Eg gréip utan um hana og kreisti hana alla í þeirri von, að ég gæti stöðvaði hana án þess að meiða hapa. Við duttum til jarðar og María lá ofan á mér. Eg ýtti kollinum ofan í andlit hennar til að koma í veg fyrir, að hún biti míg. Ég hélt henni fast og reyndí að lama hana með bví að ýta á vissar taugar, en hún þekkti alla staðina jafnvel og ég mátti þakka fyrir, að hún skyldj ekki lama mig. Eitt gat ég gert. Reynt að grípa utan um sníkjudýrið sjálft, en ég vissi hvílík áhrif það hafði á' hvsih'nn. Ég vissi, að það myndi fara mjög illa með hana. Mig langaði til að gera hana meðvítundarlausa og taka svo sníkjudýrið varlega af bakinu á henni. Reka það á brott með hita eða neyða það til að sleppa henni með rafmagnshöggum. Reka það á brott með hita. .. Ég fékk engan tíma til að hugsa þetta nánar. Hún beit mig í eyrað. Ég greip um sníkju- dýrið með hægri hendinni. Það gerðist ekkj neitt. f stað þess, að fingur mínir sykkju nið- ur í mjúkt hlaup, komst ég að því að þetta sníkjudýr var með húð yfir sér. Það var engu lík- ara en ég hef.ði gripið um fót- bolta. Það fór kippur um Mar- íu, þegar ég greip um sníkju- dýrið og hún beit stórt stykki úr eyrandi á mér, en það var enn lifandi og lét þetta ekkert á sig fá. Ég reyndi að stinga fingrun- um undir það, en það hélt sér fast eins og blóðsuga. Ég blátt áfram kom fingrunum ekki und- ir. Á meðan meiddist ég hér og þar. Eg velti mér og komst á hnén, en ég hélt enn utan um hana. Eg varð að sleppa fótunum á henni og það var slæmt, en mér tókst að rísa upp. Ég dró hana í áttina að arninum. Það munaði minnstu, að Ihún slyppi. Þetta var eins og að berj- ast við fjallaljón. En ég kom henni þangað, greip um hárið á henni og neyddi hana niður í eldinn. — Eg ætlaði aðeins að svíða sníkjudýrið svo að :það flýði hit ann. En hún barðist svo ákaft um, að ég rann til, höfuðið skall á arininn og bakið á henni í eldinn. Hún veinaðj og hentist upp. Eg með henni. Eg reis á fætur og var enn ringlaður eftir högg- ið. Þá sá ég að hún féll til jarð- ar. Hárið á henni. Þetta fallega hár brann. Og náttkjóllinn líka. Ég Iamdi og barði í fötin og hárið. Sníkju. dýrið var ekki lengur á bakinu á' henni. Meðan ég var að slökkva eldinn með höndunum leit ég í kringum mig og sá, að Ræn- inginn var að hnusa af því. SMÁAUGLÝSING síminn er 14906 — Glugga- og dyraþéttingar Þéttum opnanxega glugga úti og svalahurðir. Varanleg þétting — nær 100%. Þéttum í eitt skipti fyrir ölíl með ..Slottslist- en“, Ólafur Kr. Sigurðsson og Co. Sími 83215 — 38835. BIFREIÐAEIGENDUR Tökum að okkur réttingar, rySbætingar, rúðuísetningar o.fl. Tímavinna eða fast verðtilboð. Opið á kvöldin og um helgar- Reynið viðskiptin- — RÉTTINGAVERKSTÆÐI KÓPAVOGS Bcrgarholtsbraut 39, sími 41755. Bifreiðaeigendur athugið Ljósastillliingar og allar almenniar bifrei'ða- viðgerðir. BIFREIÐAV ERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362. ÓDÝRIR SKRIFBORÐSSTÓLAR Fallegir, þægilegir og vandaðir- Verð aðeins kr. 2.500,00. G. Skúlason og Hlíðbarg h f- Þóroddsstöðum Sími 19597. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, oliuber og iakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36057. HÚSGÖGN Sófasett, síakir stólar og svefnbekkir. — Klæ'ði gðmul hús- gögn. — (jrval af góðu áklæði, — meðal annars pluss I mörgum litum- — Kögur og leggingar- BÖLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. Loftpressur - gröfur Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og einnig gröfur tll leigu- Vélaleiga Simonar Símonarsonar, simi 33544-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.