Alþýðublaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 3
22. desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ' 15 Jón Guðnason: SKÚLI THORODDSEN Fyrra bindi. Heimskringla 1968. Skúli Thoroddsen er án alls efa einhver stórbrotnasti stjórn- málaskörungur íslendinga á síð- ari tímum. Um fáa menn hefur staðið annar eins styrr og hann. Tvisvar á ævinni var hann í fbrennidepli átaka, sem olli því, að hið fámenna íslenzka þjóð- félag lék á reiðiskjálfi. í fyrra skiptið var það vegna Skúlamál. anna svokölluðu á árunum eftir 1890. Hér var um að ræða hreina pólitíska ofsókn á hendur Skúla, sem var svo hatrömm og illvíg, að helzt verður að leita til Dreyfusmálsins franska til að finna einhverja hliðstæðu. Þeir, sem að þessari ofsókn stóðu, höfðu litla gleði af sínu bram- bolti, því að Skúli var sýknaður ur á íslandi. Er gömlu fólki sú kosningabarátta enn minnisstæð, og finnst því mörgu, að allar kosningar síðan þá hafi verið heldur daufar og bragðlausar. Hin síðustu &r hefur Jón Guðnason sagnfræðingur unnið að því að rita ævisögu Skúla, og er nú fyrra bindi hennar komið út. Fjallar það um æsku Skúla og námsár og sýslumanns störf hans á ísafirði. Meiri hluti bókarinnar fjallar um Skúlamál- ið, sem höfundurinn hefur kannað mjög ýtarlega, m. a. rannsakað fjölda dómskjala og bréfasafna, en þessar heimildir eru geysimiklar að vöxtum. Er margt af því, sem hér kemur fram stórfróðlegt, bæði frá þjóð- félagslegu sjónarmiðj og sem heimild um sálarlíf þeirra per- sóna, sem léku aðalhlutverkin í þessum hrikaleik. Og þetta er hádramatísk saga, svo að fáar slíkar getur á voru landi á síð- ari tímum. Mátti heita, að styrj- aldarástand ríkti á ísafirði og við ísafjarðardjúp á' þessum árum. Nú munu þeir flestallir horfn- ir, sem muna Skúlamálin að nokkru ráði, en maður kenndi hinn æsilega andblæ þessara ára í frásögn Sigurðar sýslumanns frá Vigur, en faðir hans, séra Sigurður Stefánsson, var einn hinn traustasti stuðningsmaður Skúla í þessum átökum öllum. Eftir er að skrá sögu þessa stór- brotna héraðshöfðingja, séra Sig- urðar í Vigur, en til eru í hand- riti drög að endurminningum, sem hann ritaði sjálfur. Frásögn Þorsteins Thoraren- sens af Skúlamálinu í bókinni „Eldur í æðum,” sem kom út í fyrra, vakti mikla athygli, enda fjörleg og skemmtileg. Hún átti mikinn þátt í að endurvekja áhuga manna hér á landi á þess- um hrikalegu átökum fyrir rúm- um sjö áratugum. Og í bók Jóns Guðnasonar er að finna flestan þann fróðleik, sem unnt er að finna i heimildum um Skúla- málið. Hér er prentaður fjöldi frumgagna, sem ekki hefur verið bjrtur almenningi fyrr. Frásögn höfundar er traust og hófsöm, rituð á kjarngóðu, en látlausu máli, lausu við allar skrúðmælgi. Hún er ómetanleg heimild um þessi átök og raunar um allt ís. lenzka þjóðfélagið á síðasta tugi síðustu aldar. Síðara bindi bók- arinnar mun fjaila um stjórn- málabaráttu Skúla, en þar var hann brautryðjandi á mörgum sviðum, svo sem kunnugt er, svo sem í verkalýðsmálum, fé- lagsmálum, og kvenréttindamál- um. Þar mun einnjg verða skýrt frá átökunum miklu um Upp- kastið 1908. Þeir sem lesið hafa fyrra bindið bíða hins síðara Skúli Tlioroddsn. með óþreyju. SkúlJ Thoroddsen var höfuðskörungur á mörgum sviðum og hefur orðið íslenzku þjóðinni harla minnisstæður. —. Sveinn skáld í Elivogum reynd- ist sannspár, er hann kvað við fregnina um andlát Skúla Thor- oddsens: Nú er Skúla komið kvöld kappinn horfinn vorum sjónum. Þó að hríði í heila öld, harðsporarnir sjást í snjónum. Ólafur Hansson. af ákærunum af hæstarétti, og vann því algeran siðferðilegan sigur. Hins vegar tókst með þess. um bolabrögðum að hrekja Skúla úr embætti. í þessum átökum hafði Skúli almenningsálitið í landinu með sér, ef undanskild- ar eru nokkrar fámennar klík- ur, sem sumar hverjar litu öllu meira á Danmörku sem sitt föð- urland en ísland. 1908 var Skúli Thoroddsen aftur í brennidepli viðburðanna, er hann einn ís- lenzku nefndarmannanna sner- ist gegn Uppkastinu svonefnda. Þá um haustið vann stefna Skúla í því máli einn hinn glæsileg- asta kosningasigur, sem um get- ÞETTA ER R.ÉTTA JÓLABÓKIN LÆKNIR segir sögii lúkásarguðspjall þfit tlr frmmálintt 1963-67 Frásögn Lúkasar í nýjum, ísl. búningi. Forvitnileg, ný, mynd skreytt bók. Verð aðeins kr. 200.00. Hið ísl. Biblíufélag Guðbrandsstofu — súni 17805. KING SíZE RLTER Lesö núlímamannsins til ekta tóbaksbragösins f rá Ameríku j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.