Alþýðublaðið - 28.12.1968, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1968, Síða 1
ÚTVARPSVIKAN ÁRAMÓI 1968-1969 fl^ gamlárskvöld hefur verið ven.ia að hafa dagskrá út- varps, og nú útvarps og sjón- varps, létta og skemmtjlega til að auðvelda fólki fyrstu spor in á nýj.u ári. Áð vísu er alvara með í bland; þannig munu margir bíða eftir ávarpj forsæt Jsráðherra mcð nokkrum kvíða. Trúlega mun hann stappa stál inu í landsmenn, því að ekki dugir annað en rétta úr kútn um, þóít á móti blási. Sjónvarpið mun gefa okkur kost ó að sjá nokkur vinsæl atriði úr gömlum Reykjavíkurrevíum og áramóta skaupið verður í umsjá Flosa Ól- afssonar og Ólafs Gauks Þór. hallssonar, sem eru vísir til að láitía mönmum ekkij þ /ðrrf'. Andrés Björnsson, útvarps- stjóri, flyt.ur að lokum áramóta kveðju og þá er dagskrá sjón- varps lokið, en danslög útvarps ins munu duna fram á nýársnótt. En útvarpið verður einnig með sitt skaup, og þar verða Guð- mundur Jónsson og Jónas Jón asson verkstæðisformenn í tveggja klukkustunda sam- felldri dagskrá. Er ekkert lík- iegra en reyna muni mjög á skilningarvit áhorfenda og hlust enda á tímanum 21-23 á gamlárs kvöld, þ. e. a. s. eí' reynt verð ur að fylgjast með hvoru tveggja í senn. Myndin, sem fylgir þessum iínum, sýnir hesta í Þverárrétt í Borgarfirði, en sjónvarpið sýn ir tvær nýjar kvikmyndir eftir Rúnar Gunnarsson á gamlárs- kvöld — Dag í Reykjavík og Þverárrétt í Borgarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.