Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐID 8- janúar 1969 \ s N $ S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s I ) s $ s s s s s s s s s s s s s > s s S s s s s i s s s s S s s s I \ s s S s S S s Þorsteinn Thorarensen: Gróandi þjóðlíf. Myndir úr lífi og viðhorfum þeirra sem uppi voru um alda mótin. Bókaútgáfan Fjölvi, Revkja- vík 1968. 520 bls. Á einum stað í nýju bók sinni, upphafi þriðja kafla, ræðir Þorsteinn Thorarensen um hlutverk sagnaritarans og vanda hans að einangra efni- við sinn, greina upphaf og endi, orsök og afleiðingu í samfelldu sögunnar. Djúpt íiggja rætur í jörð, alda rís af öldu, segir höfundur. Og: „Það er einmitt í þessari sterku en síkviku orsaka- keðju sem sagan hefur býð- ingu fyr.r nútímann. Hug- myndaveröld samtíðarinnar í öllum sínum fjölbreytileika og laufskrúði hlýtur að vera vaxin upp af limi hins liðna. Ef einhver þjóð vill vera upp lýst og kunna skilgreining góðs og ills í margvíslegu samspili framsóknar og að- halds, er henni lífsnauðsyn- legt að þekkja sinn eigin hug sjónalega uppruna. Sé skorið á þau tengsl með því að við- halda vanþekkingu — aö koma ekki til skila til afkom- endanna reynslu liðins tíma, er hætt við að stefni í ógöng- ur. Þá má búast við að þjóð- in verði rótslitin og ummvnd- ist í hugsunarlausan skríl sem verður sóttnæmur fyrir tildri og tízkufyrirbrigðum og bækur varnarlaus bráð lýðskrumar- anna sem geta í áróðri sín- um afmyndað hin sögulegu rök í slagorðum og fölskum táknmyndum eftir því cem henta þykir til sefjunar hverju sinni. Fyrir sagnaritarann eru þessi orsakatengsl sífellt vandamál. Það er hlutverk hans að reyna að skilja lífs- hrær ngar fólksins, vonir þess og þrár á hverjum tíma, og í viðleitni sinni að tengja samrjn orsök og afleiðingu teymist hann út í að leita að og þræða sig eft r nýjum og nýjum upphafsþáttum. Þaö er líkt og að vera á göngu í fjallshlíð og alltaf birtist nýtt og nýtt leiti, ný tögl og hlíð- arranar sem lokka með dular- fullu seiðmagni lengra og lengra. En þá verður að gæta varúðar að láta ekki tevma sig of langt, svo heildarmynd- in verði óyfirsjáanleg, heldur krefst frásögnin þess, ef hún á að verða skýr og glögg, að einhvers staðar séu takmörk sett, enda yrði það hvort sem er vonlaust að leita að upp hafi allra upphafa.“ Það má ætla að með þess- um ummælum sé Þorsteinn Thorarensen í senn að lýsa stefnumiðum sinnar stórtæku söguritunar undanfarin ár, en Gróandi þjóðlíf er þr!ðja bindi í aldamótasögu hans sem enn sér hvergi nærri fvr- ir endann á, og reynslu sinni við samningu bókanna. „í þessu ritverki hefur verið stefnt að því að draga upp myndina af stjórnmálabaráttu og lífsviðhorfum íslenzku þjóðarinnar á aldamótatíma- bilinu,“ segir Þorsteinn um verk sitt í heild, en aldamóta tímabil hans er raunar allt ske.ðið 1874—1918; hann er að fjalla um þau aldamót sem verða í sögu þjóðarinnar með endurheimt' sjálfsforræðis á öllum sviðum þjóðlífsins. Enda er það einungis fyrsta bindi verksins, í fótspor feðr- anna sem kom út 1966, sem fjallar um aldamótin siálf, menn og atburði í upphafi aldar, og rekur þó ýtarlega forsögu þeirra atburða- hér heima og í Danmörku. í seinni bindunum, Eldi í æð- um-frá 1967 og Gróandi þjoð- lífi, nær frásögnin í hvorri bókinni um sig fram að alda- mótum eða svo. Jafnframt virðist glöggt að verkið hafi breytzt í meðtör- unum frá upphaflegri stefnu — eða öllu heldur hafi efni þess vax.ð mjög og miklazt fyrir höfundinum, Þetta kem- ur fram bæði í fyrirferð og efnisskipan bókanna. Sú fyrsta var hátt á fjórða hundrað bls. að stærð, önnur á fimmta, þriðja á sjötta hundrað bls. í fótspor feðr- anna lýsti aldarhætti í Revkja vík og helztu atburðum í ís- lenzkum stjórnmálum í upp- haf. þessarar aldar með dönsk stjórnmál á ofanverðri öld- inni sem leið að baksviði, greindi frá stjórnkerfi lands- höfðingjatímans, heimflutn- ingi stjórnarinnar, baráttunni um uppkastið og ráðherra- dómi Björns Jónssonar eftir sigur hans 1908. Hver kaf'i bókarinnar var tiltölulega sjálfstæður um efni og greindi frá mönnum og atburðum í tiltölulega stuttu og skipu- legu máli, frásögnin byggð upp um æviatriði, mannlýs- ingar hinna helztu sem við söguna komu, konunganna Kristjáns IX og Friðriks VIII. Magnúsar landshöfðingja Stephensen, Hannesar Haf- stein og Björns Jónssonar. í öðru bindi verksins, Eldi í æðum, „sögu uppreisnar- manna um aldamót“ eins og Þrjár af söguhetjum hókarinnar Gréandi þ TRYGGVI GUNNARSSON. BENEDIKT SVEINSSON, JON A. G/

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.