Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 4
4 AU>ÝtWBtAÐíÐ 8- janúar 1969 ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakkai. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðning íigar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. Sími 36857. ÖDÝRIR SKRIFBORÐSSTÓLAR Fallegir. þægilegir og vandaðir. VerS aðeins kr- 2.500.00 G. Skúlason og Hlíðberg h f. Þóroddsstöðum Sími 19597- Hugleiðing um sjómannakjör Nú standa sjómenn andspæn is þeirri staðreynd, að á herðar þeirna er verið að leggja megin þungann af þeirri byrði, sem leggja verður á þjóðina vegna yfirstandandi efnahagsörðu- leika. Aflatregða, verðfall af- urða á heimsmarkaði sl. tvö ár, hesfux 'haft mjög neikvæð áhrif á afkomu skipastólsins og kjör sjómanna. En vafalaust á ríkis stjómin stóran hlut að þessu máli, með því fyrst og fremst að taka ekki til hendi fyrr en gert var, hvort iþað hefur verið af hræðslu við hina almennu kjósendur í landinu, eða við ýmsa sífcerfca f jármálamenn, sem stöðugt græða á gengislækkun og verðbólgu, eða þá að þeir hafa um eitthvað annað að 'hugsa en iþjóðarhag. Má á það ibenda, að ntíklu fyrr hefði mátt heifja stíft eftirlit með gjald- eyri þjóðarinnar, sem nú er upptékið. Hefði á undanfömum árum mátt spara margs konar jnnflutning, svo sem óhóflegan ibílainnflutning. sem fólk hefur í rauninni ekki efni á að kaupa, og marga aðra vöruflokka, sem ýmist hefði verið hægt að kom ast af án, eða framleiða í land inu sjálfu. Þá hefur fjárfesting hins op inbera verið úr hófi fram m. a. byggingar bankanna, bústað ir opinberra embættismanna, en slíkra hlunninda nýtur engin önnur sítétt í þjóðfélaginu. Þeg ar á það er litið, að láglauna- stéttir þjóðfélagsins, þar á með al sjómenn, verða sjálfir að sjá sér fyrir húsnæði, sem mörg um reynist ærið erfið raun. Við, sem höfum stundað sjó um árabil, teljum, að við höf um sýnt þá þjóðhollustu, að við ættum ekkj skilið þessa hirt ingu gagnvart okkar lífskjörum, sem voru þegar orðin óþol- andi fyrir gengisfellingu, þar sem lágmarkslaun okkar voru 14.000 á mánuði, sem hefur á þessu ári verið hámarkslaun í flestum tilfellum, vegna afla brests. Af þessari upphæð þurfa menn að greiða c.a. 4.000,00 á mánuði í fæði á sjó og auk þess dýr vinnuföt og hjá síldarsjómönnum kom dýr ferðakostnaður. Og þá sér hver maður, að þessi laun hafa eng anveginn verið viðunandi, nema þeir, sem ætlast til, að fjöl- skylda sjómannsins hafi&t við á hjarninu með skattseðil likis- og bæja í eftirmat Og táknrænt er það, að á sama tíma, sem við sjómenn eig um að sýna þessa frábæru þjóð holiustu við þessar aðstæður, telja sumir þingmenn sér ekki unnt að þjóna þjóð sinni eins og vert væri og hægt væri, nema með hækkun sinna launa, kannski allt að helmingi, á (þessum alvöru tímum, svo að motuð séu þeirra eigin orð. Og annar þingmaður fér fram á, að atvinnurekendur fengju 2% af innheimtum af opihberum gjöld um starfsmanna sinna, sem'þeir halda eftir samkvæmt lögum. En sennilega hefur þessum hátt virta þingmanni láðst, að bjóða atvinnurekendum 2% af þeim upphæðum, sem starfsfó-lk hef ur alloft átt inni hjá þeim og stundum aldrei fengið. Ég, sem sjómaður, sé ekki annað en þessi lausn á málun um, sem ríkisstjórnin hefur ætlað sér til lausnar á vanda sjávarútvegsins á kostnað sjó manna, bjóði heim verkföllum at ivinnuleysi, fjárhagstjóni og stjórnleysi, sem aldrei verður úr bætt. Sjáifsagt verðum við öll fyrir einhverjum kjaraskerðingum. Þá fyndist mér, að þeir. sem ibreiðust hafa bökin og eiga kannski mestan þátt í að skapa núverandi ástand, taki á sig bróðurpartinn af óumflýjanlegri kjaraskerðingu, eins og t.d. ráðherrar, efnahagsráðunautar ríkisstjómarinnar, þingmenn og bankiistjórar, enda veit ég, að þeir hafa bæði vilja og þjóð hollustu til þess að léfta byrð um af alþýðu manna á þessum erfiðleikatímum. Við sjómenn vildi ég segja Iþetta að endingu. Standið- sam an í þessu -máli og látið það ekki um ykkur spyrjast, að þið ■látið hafa ykkur að sk;immsýn um þrælum í ykkar eigin kjara imálum, því að ef þið gerið það, iþá hafið þið engan svikið nema ykkur sjálfa, og þá seun hafa 'treyst ykkur bezit fyrir velferð 'sinni, ykkár eigin fjölskyídu. Hallgrímur Ottósson'. Frá Raznoexport, U.S.S.R. A „ A t,,, MarsTradingCompanylif AOgBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 síml 1 73 73 STOFNFUNDUR STOFNFUNDUR FÉLAGS ÁHUGAMANNA UM SJÁVARÚTVEG D A G S K R Á : Ávörp flytja: Jón Sigurðsson formaffur Sjómannasambands íslands. Guffmiindur H. Oddsson form. Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Jón Sveinsson forstjóri skipasmíffastövar- innar Stálvíkur. NEFNDIN. Kosiff í stjórn FÉLAGS ÁHUGAMANNA UM SJÁVARÚTVEGINN, Fundarstjóri: Guðlaugur Tryggvi Karlsson framkvæmdastjóri Almenna útgerffarfélags. jns h. f. ALLIR ÁHUGAMENN UM SJÁVARÚTVEGS- MÁL IIVATTIR TIL ÞESS AÐ MÆTA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.