Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 11
8- janúar 1969 ALÞÝÐUBLftÐK) 11 María gekk við hliðina á sjó- liðsforingja meðan ég horfði á ummerkin. Þegar mér kom til hugar, að kannski væri lifandi sníkjudýr í grenndinni hljóp ég til hennar. — Inn í bílinn með fþig. sagði ég. Hún horfði vestur eftir vegin- um. — Ég hélt að ég gæti kannski fengið að skjóta einu eða tveim skotum, sagði hún og það glömpuðu í henni augun. — Hún er örugg héma, sagði unglingurinn. — Við höldum þeim í skefjum neðar við veg- inn. Ég lét sem ég heyrði ekki til lians. — Litla blóðþyrsta kvik- indið þitt, sagði ég. — Inn í bíl- inn með þig eða ég brýt hvert bcin í skrokknum á þér. Ó, Sammi. Hún fór inn og settist. Ég leit á unglinginn. — Á hvað ertu eiginlega að glápa? öskraði ég. Ég fann allsstaðar lyktina af snýkjudýrunum og ég var orðinn taugaóstyrkur. — Ekkert, sagði hann og virti mig fyrir sér. —Við tölum ekki svona við dömur heima hjá mér. — Hvers vegna snautarðu þá ekki heim til þín? hvæsti ég og fór. Ég sá Karlinn hvergj og mér var hætt að lítast á blikuna. Sjúkrabíll nam staðar við hljð. ina á mér. — Er búið að opna veginn til Pascagoula? spurði ekillinn. Pascagoula var aðeins gult svæði en skammt undan var New Orleans sem var eitthvert versta snýkjudýrabælið. — Ég veit það ekki, svaraði ég. Hann beit á vör. — Jæja, ég komst lnngað. Kannski kemst ég liéðan. Svo hvein í vélinni og hann var farinn. Ég hélt áfram að svipast um eftir Karlinum. Það var barizt í lofti yfir okk- ur, þótt bardögunum á vegunum liefði fækkað í grenndinni. Ég liorfði á þá skotna niður unn- vörpum og braut heilann um hvort þetta væri okkar menn eða óvinirnir, þegar heill her fallhlífarhermanna lenti allt um hverfis okkur. Það var of snemmt að segja um það, hvort þeir væru á valdi sníkjudýranna eða ekki. Ég sá, hvar Karlinn var að tala við yfirmann landgönguliðs- ins. Ég fór til hans og sagði: — Við ættum að koma okkur, foringi. Hér fellur kjarnorku- sprengja eftir tíu mínútur. •— Rólegur, sagði foringinn. — Við hendum ekki einu sinni gervisprengju og sníkjudýrin ekki heldur. Mig langaði til að spyrja hann, hvernig hann vissi, hvað sníkju. dýrin mundu gera, þegar Karl- inn greip fram í fyrir mér: — Hann hefur á réttu að standa, sonur sæll. Hann tók um hand- legginn á mér og gekk með mig að bílnum. — Þó að röksemda- færsla hans sé í molum. — Ha? Hvers vegna höfum við ekki varpað sprengjum á borgir þ e i r r a ? Þeir vilj aekki skemma skipið, þeir vilja fá' það aftur.Farðu til Maríu og gleymdu 'ekki þessu með hundana og skrýtnu mennina. Ég þagnaði. Ég bjóst við því að heyra í geigermælunum hvað úr hverju. Snvkjudýrin beittu alls konar bellibrögðum og svif- ust einskis. Hvers vegna skyldu þeir hugsa öðru vísi um disk- inn sinn en hvslana? Kannski vildu þeir fremur eyðileggja hann en að hann félli í hendur okkar. Við vorum rétt komjn að bíln- um, þegar einhver asninn kom til okkar. Hann heilsaði Karl- inum: —Forjngi skipar svo fyr- ir, að við uppfvllum allar óskir yðar, herra — hvérjar svo sem þær kunna að vera! Ég sá það á honum, að svar. skeytið hafði verið meira en lít- ið áhrifaríkt. — Þakka yður fyr- ir herra minn, sagðj Karlinn ró- lega. — Okkur langar til að Ifta á fljúgandi diskinn. — Já, herra minn. Komið hing að með mér, herra minn. Hann fór með okkur í staðinn, en virt- ist efast um, hvort réttara vaeri að gæta Karlsins eða Maríu. María vann sigur. Ég elti og ein beitti mér að því að gæta þeirra beggja og láta sem ég sæi ungl- inginn ekki. Landslagið þarna minnir blátt áfram á frumskóg. Þegar við komum að diskinum, Ieit Karlinn á mig. — Bíddu hérna hjá henni Maríu. — Ætlarðu einn inn? — Já'. Ég má engan tíma missa. Þá tók unglingurinn til máls: — Ég á að vera hjá ykkur. For- inginn sagði Það. — Got.t og vel, sagði Karlinn, — þá skaltu bai'a koma með. Hann fór upp á brúnina á disk- inum, gægðist inn og lét sig svo síga niður, Unglingurinn eltj og ég var á hælum unglingsins, en það veit guð, að mig langaði sízt af öllu að taka þátt í þessum að- gerðum. Þeir hurfu niður í myrkrið og María leit á mig. — Heyrðu, Sammi. Ég er hrædd. Ég var hræddur, en mér hafði aldrei komið til hugar, að hún gæti verið hrædd. — Ég hugsa um þig. Vei'ðum við að vera hérna eftir? Ekki sagði hann að við ættum að elta sig eða bíða. — Ef þú vilt fara aftur að bílnum skaltu bara fara sagði ég eftir að hafa hugleitt málið. — Jæja þá, Sammi, við verð- um víst að vera hér. Viltu halda utan um mig? Hún skalf. Ekki veit ég hvað leið langur tími þangað til að þau litu yfir brúnina. Unglingurinn kom fyrst ur og Karlinn bað hann um að vera á verði. —Komdu, sagði KarRnn við okkur, — Þetta er allt í lagi ó.. að ég held. — Er það? sagði ég, en ég fór samt inn því að María var lögð af staða Karlinn studdi liana inn. Bara rólega, sagðj hann, — Þetta er allt í lagi. Það er sagt, að sumt sé furðu- legt, sem menn hafa búið til, en ég efast um, að menn hafi al- mennt farið inn í venesíanska völundarganga og enn færri hafa farjð inn í þá, sem eru á Mars. Ég var hvorkj einn af þeim, sem hafa lent á Venusi og enn síður einn af þeim sem hafa komið til Mars. Ekki veit ég á hverju ég átti eiginlega von. Þáð var skrýt ið að koma inn í diskinn en það var alls ekkj kynlegt. Miðvikudagur 9. janúar 1969. 1S.09 Lassi Þýðandi: Eliert Sigurbjöms- son. 18.25 Hrói höttur 18.50 Illé 20.00 Fréttir 20.30 Millisftríðsárin (12. þáttur) Lenin dcyr og barizt cr ura völdin í Rússlandi. Fyrsta Verkamannaflokksstjórnin kemst til valda í Bretlandi. Gerðir eru Locarno.samning arnir. Þýðandi: Bergsteinn Jónsson. Þulur: Baldur Jónsson. 21.00 Reksturinn (The Overlanders) Brezk kvikmynd frá ÁOtralíu. Miðvikudagur 8. janúar. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir. Tónlcikar. 7.30 Fréttir. Tónlcikar. 7.55 Bæn. 8.00 Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30 Fréttir og veðurfregnir. Tónlcikar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.05 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 ÍOlenzkur sálmasöngur og önnur kirkjutónlist. 11.00 Hljómplötusafnið (endurt, þáttur). 12.00 Hádegisútvarp Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum Stefán Jónsson fyrrum náms. stjóri les söguna „Silfurbeltið“ cftir Anitru (17). 15.00Miðdegisúvarp Fréttir. Tilkynningar. Létt lög: The Waikiki IslandcrO leika lög frá Hawaí. The Gateway Singers o.fl. syngja amcrisk þjóðlög. Einnig skemmta Romanoff hljóntsveltin, Eartha Kitt og Russ Conway. 16.15 Veðurfregnir. 1 Klassísk tónlist Brezkir listamenn leika Divertimenti nr. 2 og 3 fyrir tvö óbó, tvö horn og tvö fagott eftir Haydn. 16.40 Framburðarkennsla í esjperanto og þýzku. 17.00 Fréttir. j Tónlist frá Norðurlöndum Fíladclfíuhljómsveitin leiliur , Pétur Gaut“, svítu nr. 1 eftir Grieg, Sænska rapsódíu eftir Alfén og Valse triste eftir Sibeliusj Eugene Ormandy stjórnar. 17.40 Litli bamatíminn Gyða Ragnarsdóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustend- urna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrcgnir. Dagdkrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Símarabb Stefán Jónsson talar við mcnn hér og hvar. 20.00 Klassísk gítarmúsik Andrés Ségovia leikur lög eftlt Johann Sebastian Bach. 20.29 Kvöldvaka "’I a. Möðruvallaklaustur Séra Ágúst Sigurðstton i Valianesi flytur fyrra erindl sitt. b. Lög eftir Helga Pálsson Tónlistarfélagskórinn, Björn Ólafsson og Fritz Weisshappel flytja. c. Ástir drauga Halldór Pétursdon flytur frásöguþátt. d. Blesaminni Sigfús Elíasson fer með fruntortar hestavísur. e. „Ó, blessuð vertu sumaryól“ Guðmundur Guðni Guömundsson fiytur ferðaþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Þrlðja stúlkan*’ eftir Agöthu Christie Elías Mar les (14). 22.35 Tríó op. 70 eftir Gunthcr Raphael Gunnar Egilson leikur S klarínettu, Pétur Þorvaldsson á selló og Guðrún Kridtins. dóttir á pianó. 22.50 Á hvítum reitum og svörtmn Ingvar Ásmundsson flytur skákþátt. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURJÓN EINARSSON, skipstjóri, Austurgötu 40, Hafnarfirði, andaðist 3. janúar s.l. Jarðarförin fer fram íimmtudaginn 9. janúar kl. 2 e.h, frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Minningargjafir renni vinsamlegast til Slysavarnafélags íslands. j Rannveig Vigfúsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Vigfús Sigurjónsson, Bára Sigurjónsdóttir, Sjöfn Sigurjónsdóttir, Einar Sigurjónsson. Elsku litli sonur okkar og bróðir GUÐJÓN MATTHÍASSON, er lézt af slysförum 2. janúar, verður jarðsunginn frá Fosvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 10,30. Fjóla Guðjónsdóttir, Matthías Björnsson, og systkitii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.