Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 12- janúar 1969 HVALFJÖRÐUR Rilstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Sím.ari 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgqtu. 8—10, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjal<| ■kr, 150,00, í lausasöiu kr. 10,00' 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h.f, HORNAFJÖRÐUR Suðurhorn "íslands er fyrir 'milainn hluta þjóðarilnnar fjar- læg ælvintýrasveilt, sem sagt er frá í bókum. Á undanfömum ár <um hafa mun fleiri landsmenn icamið til Kaupmannahafnar en tU Hornafjarðar, þótt flugsam- g'öngur séu góðar við ibáða staði. Nú er að verða á þessu breyt- íttg. Samgöngubætur ýmsar og glæsilegt gistihús á Hornafirði iiafa vakið athygli á þeirri ferða- tmannaparadís, sem bíður þar eystra. Þarf ekki að efast um, að á komandi árum verður straum ■ur jfólks þangað, og nú þegar eru iialdnar alþjóðlegar ráðstefnur í ÍHöfn. En Hornafjörður vékur athygli þjóðarinnar af fleiri ástæðum en (mmrnimmmm^mmmmmmmtmmmmmmmmmmm^n ferðamenn varða. Þar eru blóm- leg útgerð og gott frystihús. Segja ólygnir menn, að þetta frystihús hafi hcrið sig xmdan- farið og rekstur þess gengið í alla staði vel. Hvernig fara þeir að þessu? Blöð skýra svo frá, að atvinnu lífið hafi verið með daufasta móti ó Hornafirði um hátíðamar og hafi húsbyggingar stöðvazt — vegna frosta. Þó er þar ekkert at- vinnuleysi. Hvernig fara þeir að þessu? Það er ánægjulegt að heyra góðar fréttir að austan. Ef til vill kunna þeir eitthvað fyrir sér, Hornfirðingar, og gætu orðið okk ur hinum hjálplegir. Það er hafin vinna við hrað- braut frá Reykjaiv'ík austur um Mosfellssveit. Það verður mikil samgöngubót, enda umferð gíf- urleg um þessar slóðir. En nokkru utar á Vesturlandsvegi er farið hægar. Þar er Hvalfjörður, sá mik'li farartálmi milli Reykjavík ur og Akraness, Vesturlands, Vest íjarða og Norðurlands. Þar hef ur nefnd rannsakað, hvaða leiðir séu hagkvæmastar til að stytta veginn um fjörðinn, og koma án efa til greina ferjur, brú eða góð ur vegur. Þessi rannsókn var á síðasta ári stöðvuð af ríkisvald- i'nu, en bæjarstjórn Abraness hef ur mótmælt, enda sjálfsagt að halda áfram svo nauðsynlegu verki. Vafalaust verða framtíðar sam göngur milli Akraness og Reykja víkur með þyrlum, sem ganga eins og strætisvagnar milli borg onna. En það er ekki tímabært, og samt sem áður verður að finna lausn á Hvalfjarðarmálinu. Ber að vona, að samgöngumálaráð- herra láti það ekki spyrjast um sig, slv'o duglegan mann, að hann láti ekki ljúka rannsóbninni. og stafsetning Fornrit Útgáfa fornrita gengur mcð einkennilegum hætti fyrir sig, — rykkjum og skrykkjum liggur raér við að segja. Allir vita hve seint útgáfa Fornritafélagsins gengur fram, en texti hennar verður ailténd undirstaða seinni og alþýðlegri útgáfu, hvort sem sjálfar bækur Fornritafélagsins verða nokkru sinni sú almenn- iugseign sem ráð mun hafa ver. .ð-fyrir gert í upphafi. Ekki nóg Rieð að útgáfan gangi seint held- ur ganga einstök bindi til þurrð- ar-og vinnst seint að prenta þau að nýju; þessi undirstöðuútgáfa er . því ekki fyrirliggjandi að jafn affi, það sem þó er til af henni. Qg hin stóra lestrarútgáfa ís- ilendingasagnaútgáfunnar, sem komið hefur í stað útgáfu Sig- uijðar Kristjánssonar sem al- menníngseign í landinu, hefur elfki heldur verið á markaði um xnidanfarin ár. /Á því var loks ráðin bót í •. íyrra, og allt safn íslendinga- . sagnautgáfunnar — fjörutíu bifldi minnir mig — mun >nú ve?a fáanlegt að nýju. Og i fyrra kom sömuleiðis verulegur fjör- kippur í fornritaútgáfu í öðrum • áttum, mörgum í senn. Skugg. • sjá.í Hafnarfirði hóf útgáfu.ís- < lendingasagna með Egils sögu og öðrum Borgfirðingasögum í myndarlegu bindi, og ætlar að gefa sögurnar allar út með sama hætti á næstu árum, en Skálholt gaf út Eddukvæði, sömuleiðis í myndarlegri bók. Skálholt hef- ur áður gefið út að minnsta kosti Hrafnkels sögu og Njáls sögu í einföldum fitgáfum handa skólum, og einnig mun Prent- jsmiðja Jóns Helgasonar hafa fengizt við skólaútgáfu fornrita og gefið út a.m.k, Færeyinga. sögu, en þá bók (eða bækur ef fleiri eru) hef ég því mjður ekki séð. Og Helgafell gaf út Grettis sögu að nýju í útgáfu Halldórs Laxness, frá 1946, með myndum Þorvalds Skúlasonar og Gunn- laugs Schevings. Þessar nýju útgáfur íslend- ingasagna og Eddukvæða eru allar með ,,nútímastafsetningu“ sem svo er nefnd, m.ö.o. þeirri stafsetningu sem almennt gildir : í landinu, enda kennd í skólum eftir lagaboði. Kann það að þykja lygileg saga nú á dögum að til hafi 'þurft illvígar deilur á Alþingi sjálfu og enda Hæsta- réttardóm til . að leyfður yrði svo sjálfsagður ritháttur sagn- anria — og þurftu þó meir en tuttugu ár að líða áður en hann yrði talmennt viðurkenndur. Þeirrar tregðu er hætt við að safn íslendingasagnaútgáfunnar gjaldi, en það er allt með ,,sam- ræmdri stafsetningu fornri,” og menn kjósi frekar að cignast og notfæra sér þær útgáfur sem til eru í nútímalegri sniðum. Enda kvað sí og æ við orðin „með nútímastafsetningu" í auglýsingum blaða og útvarps fyrir jólin — eins og þau væru einhver -sú töfraformúla sem greiddu mönnum leið að forn- ritum með alveg nýjum hætti. Því fer auðvitað víðsfjarri, þó smekklegra sé og haganlegra að liafa á lestrarútgáfum fornrita sömu stafsetning _og á öðru les- máli okkar. Líklegt er að ýms- um lesendum, og ejnkum þó unglingum, Þyki sögurnar að- gengilegri og læsilegri með nú- t KJALLARI tímastafsetningu en áður, og að því marki hlýtur útgáfa þeirra vitaskuld að stefna: að gera þær sem handhægastar til afnota sem allra ^flestum lesendum. Þar fyrir er auðvelt að ofmeta þann trafala, sem raunverulega var að hinni samræmdu starfsetn., t.a.m. á útgáfu Fornritafélagsins, og hygg ég að fleiri en ég hafi alls ekki orðið hans varir. Raun- verulega er ekki minna nýmæli að uppsetningu texta og skýr- inga í Eddukvæðaútgáfu Ólafs Briem hjá Skálholti, en staf- setningunni. Hinar aðgengilegu skýringar hið næsta sjálfum textanum, ásamt inngangi út- gefanda um kvæðin, er hvort tveggja til þess fallið að greiða lesanda veg að kvæðunum sem bezt má vei’ða; hér hefur tekizt frágangur alþýðlegrar útgáfu sem raunverulega er líkleg til þess að koma mönnum til að lesa Eddukvæði og halda þeim við efnið úr því lesturinn er hafinn. Minni nýjung er að íslendinga sagnaútgáfu Skuggsjár, sem þeir Grímur Helgason og Vésteinn Ólason önnuðust; þetta er alþýð- leg lestrarútgáfa í sömu sniðum og fyrri slíkar að stafsetningunni frátalinni; skýringar einskorð- aðar við það sem óhjákvæmi- legt er. Auðvitað eiga slík rit- söfn jafnan að vera á markaði Framhald á 9. siðu. Erlendar fréttir í stuttu máli UMUHIA 11. 1. (ntb- reuter): Tíu menn féllu og margir særðust, er nígeríönsk flugvél varp- aði sprengjum á þorpið Umuhia í Biafra í dag. HOUSTON 11. 1. (ntb* afp): Bandarísku geim- fararnir Anders, Bormann og Lowell heimsóttu aðal- stöðvar SÞ í New York x gær. U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, tók á móti gestunum og fylgdi þeim um salx. í ávarpi U Thants til gestanna nefndi hann þá „hina fyrstu sönnu heimsborgara“. AMMAN 11. 1. (ntb- afp): Fjórar ísraelskar sprengjuþotur gerðu harð ar árásir á norðurhluta Jórdandals í morgun. Tals maður Jórdaníustjórnar kvað ísraelsmennina með- al annars hafa varpað nið ur napalm-sprengjum. LUNDÚNUM 11. 1. (ntb -reuter); Aukið lögreglu- lið verður kallað út í Lundúnum á morgun í tilefni „Mannréttinda- göngunnar miklu“, rmkill- ar kröfugöngu sem þá verður farin til stuðnings „lituðum“ mönnum í Bret landi. Gizkað er á, að ganga þessi verði sú f jöl- mennasta, sem sézt hefur þar í borg. BELGRAD 11. 1. (ntb* afp): Innrásin í Tékkó- slóvakíu var liarðlega for- dæmd á ráðstefnu stú- denta frá Evrópulöndum, sem lauk í Búdapest á fiinmtudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.