Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 12- janúar 1969
indland við áramót
FYRÍR NOKKRUM DOGUM
banst sú fregn frá Hong Kong
að Kínverjar hefðu sprengt
vetnissprengju í tilraunaskyni
einbvers staðar yfir vestur-
svæðura síns stóra lands, og
tekisit vel. Fréttastofan Nýja
Kína kallaði þessa sprengingu
jiý.ian sigur hinnar ósigrandi
thugsunar Maós formanns.
Kkki vakitj fregn þessi alls
staðar jafnmikla gleði.
Forsætisráðherra Indlands,
Indira Gandiii, lýstf því
þegar yfir daginn eftir að aukn-
ir möguleikar Kínverja til að
heita kjarnorku í stríði væru
ný ógnun við Indland. Frúin
sagði, að það væri erfið spurn-
ing hvernig Indland ætti að
snúast gegn þessari nýju hættu,
hún treysti sér ekki til að segja
neirtt opinherlega þar um að
sinni.
Síðan hafa indversk blöð rætt
fraiþ og aftur um „jólasprengju
Maós” — og haft ýmislegt að
segja.
Svo gerðist það í gær, á' ný-
ársdag, að frú Gandhi boðaði á
blaðamannafundí — en þá hafði
hún ekkj haldið blaðamannafund
síðan 5. jan. ’68 — að Indland
væri reiðubúið að hefja viðræð-
ur við Kína um landamæraþræt-
ur *g annað sem þeim ber á
millj.
Ef til vill velta menn því fyr-
ir sér hvers végna Indlandi
þurfi að vera meiri vandi á hönd-
um nú en áður, þótt Kínverjar
hafi sprengt eina kjarnorku-
sprengju til viðbótar. Þeir eru
óumdeilanlega fyri.r nokkru
orðnir kjarnorkuveldi og hafa
allan þann tíma og lengur látið
sjá í vígtennurnar á öllum landa.
mærum sínum við Indland. Mér
er ekkj ljóst, hversu mikið hef-
ur verið ritað um þetta í vest-
ræn btöð, sízt af öllu ísl, blöð
sem ég ekki hef séð í tvo mán-
uði, en hér eystra er það, að ég
hygg, á hvers manns vitorði að
það ér ekk; sjálf sprengingin
sem vekur ugg. Þegar málið er
skoðað frá annarri hlið, er erig-
in furða. þótt Indland viljj nú
athuga sinn gang.
Allir vita að Kínverjar hafa
ráðið Tíbet í tvo áratugi. Þeir
hafa sannarlega ekki setið auð-
um höndum þar, heldur búið
þannig um. sig, að það er auð-
séð að þeir ætla aldrei að fara.
Það er vaninn að stórveldi eða
herveldi ætla sér að vara að ei-
lífu og brjóta þannig það heims-
lögmál að allt sem hefur upphaf
tekur enda. Þeir hafa lagt vegi
um landið þvert og endilangt,
sem út af fyrir sig er góðra
gjalda vert, komið upp flugvöll-
um og búið um sig í herstöðvum
hingað og þangað.
Hvernig þeir meðhöndla tí.
bezku þjóðina er kapítulj út af
fyrir sig og verður ekki rakinn
að sinni.
Tíebt er skorið úr öllum
tengslum við Indland og engin
leið að komast nærri landamær-
unum hvað þá yfir þau. Samt
hefur Kínverjum ekki tekizt að
hefta til fulls straum tíbezkra
flóttamanna til Indlands. Þeir
koma í hverjum mánuði, ýmist
fáir saman eða margir, klöngr-
ast eftir einhverjum furðuleg-
um koppagötum, sem engir
þekkja nema þeir, yfir Hima-
laya, mesta fjallgarð heims, —
leggjandi á sig erfiði og raunir,
sem líklega engir mundu þola
nema þeir. [
Þannig berast fregnir frá Tí-
bet.
Og tíbezkir flóttamenn hafa
síðustu mánuði verið að bera
þær fregnir hingað, að Kínverj.
ar hafj margs konar aukna
mannvii’kjagerð um hönd á suð-
urlandamærum Tíbets, bæði þar
sem Indland er á móti og smá-
ríkin þrjú, Nepal, Bhutan og
Sikkim, en hinu síðasttalda ræð-
ur Indland að mjklu. Þar á meðal
er vitað að þeir eru að reisa
hverja eldflaugastöðina af ann-
arrj. Og nýlega bárust fregnir
af að þeir væru búnir að taka
frá gríðarstórt landsvæði í
grennd við Everest, mesta fjall
á jörðinni. þar sem koma eigi
upp miklum hernaðarstöðvum.
Hið gamla klaustur Rongbúk í
einum aðaldalnum norðan undir
Everest, frægt úr frásögnum
Everestfara fyrir síðari heims-
styrjöldina, mun nú vera niður-
lagt, því það liggur innan þess
hernaðarsvæðis sem þarna hef-
ur verið tekið frá.
Ég hef það af ummælum sér-
fræðinga um utanríkismál og
hermál Indverja að talið er að
Kínverjar hafi að undanförnu
átt talsverðan forða af kjarn-
orkusprengjum, en hins vegar
verið mjög á eftir í framleiðslu
eldflauga. Álíta margir að nú sé
röðin komin að eldflaúgasmíð-
inni, og muni þeir hér eftir
standa gráir fyrir járnum í
hverju fjállaskarði Himalaya
samtímis því sem þeir búast um
allt bvað af tekur á landamærum
sínum á móti Rússaveldi.
Nú liggur það í hlutarins eðli
að langdrægar eldflaugar í Hima:
laya eru meiri ógnun við öryggi
Indlands en nokkuð annað. Með
þeim er hægt að ausa dauða og
eldi yfir hverja einustu borg á
Indlandi. Samt er ógnunin alls'
ekkí eingöngu fólgin í þvi, hún
er líka beinlínis það að veikja
öryggiskennd Indverja — sem
er sannarlega ekki of mikil —
og auka uppivöðslumönnum og
byltingarseggjum þor.
Annað er það og um þessar
mundir sem vekur hugsandi
mönnum b.eyg á Indlandi.
Bróðurríkið Pakistan er ekk-
ert vinaríki, en það er hins veg-
ar í vinfengi við Kínverja. Eftir
ástæðum eru Indverjar samt á-
nægðir með stjórn Ayub Khan
forseta. Þeir viðurkenna að hann
sé hæfur stjórnandi og telja
að hann hafi samvizku sem unnt
sé að reiða sig á, þótt hann sé
harðtir andstæðingur. Þeir segja
að hann hafi ekki átt liöfuðor-
sök að ófriðnum 1965, heldur
fremur Bhutto, þáverand; utan-
ríkisráðherra, og nokkrir sjálf-
umglaðir hershöfðingjar sem
endilega þurftu að sannfæra
sjálfa sig og aðra um hve snjall-
ir þeir væru og voldugir. Bhutto
varð að víkja, en nú vill hann
gerast forseti, og aðrir kandídat.
ar til að taka við af Ayub Khan
eru annað hvort verri í garð Ind-
lands eða miður hæfir forustu-
menn.
Allt stuðlar þetta að því að
Indverjar verða að haf góða gát
á hlutunum. Þeir hafa í nógu að
snúast heima fyrir — ónóg fram
leiðsla. offjölgun þjóðarinnar og
agaskortur og spilling meðal
embæftismannastéttarinnar, að-
allega sakir reynsluleysis á skyld-
um og réttindum lýðræðisins
sem sannarlega er reynt að halda
uppi af kostgæfni.
Þá eru hingað og þangáð um
landið uppivaðandi kommúnist-
ískir óaldarflokkar, sem nota
hvert tækifærj til að koma af
stað óeirðum. Þessir flokkar
telja sig yfirleitt ekki vera í-sam
bandi við Kína, en eru a.m.k.
ckki í «ambandí við Rússa sem
taldir eru einkar vinveittir Ind-
verjum. í sambandi vjð starfsemi
þesSara flokka má geta um sorg-
legan atburð, sem gerðist hér
fyrír ' nokkrúm'clogúih er éldtir
Frú Indira Gandhi, forsætisráðherra.
var lagður í hús hér f Madras.
ríki, og nærfellt 50 manns, að-
allega konur og börn, brunnu
inni.
Ekki má heldur gleyma að í
Nagalandí, austasta hluta Ind-
lands sem l-'geur að Kína, eru
sífellt á ferðinni uppreisnar-
flokkar sem ekki draga dul á að
þeír njóti stuðnings Kínverja.
Undanfarið bafa fundizt fals-
aðir peninaaseðlar í urnferð á
Indlandi, og er hald manna að
Kínverjar eigi þar hlut að máli,
a.m.k. er talið að hinir fölsuðu
seðlar séu prentaðir í Kína eða
komi þaðan til Indlands eftir
einhverjum krókaleiðum. Eigi
þannig að skapa ringulreið á
penincamarkaðnum sem er nógu
erfiður fyrir.
Þetta eru auðvitað ekki stað-
festar fregnir, heldur umtal sem
maður kemst ekki hjá að heyra
og sýnir hvernig mönnum er
piarnt á að hugsa þegar allar
skýringar vantar. Á hinn bóginn
haga Kínveriar sér einstaklega
skrýtilega; það er eins og ein-
hver annarlegheit hafi gripið
þessa fornu og merku menning-
arþ.ióð. T. d, voru nokkrir. Tí>-
betar ásamt indverskum vinurp
sínum að standa mólmælavörð
við kínverska sendiráðið í Delhi
f.vrjr fáum dögum, eins og siður
er víða um heim um þessar.
mundir, Alit fór fram með spekt.
. En það- virtist ekk; falla vel í geð
Kínvérjum í . sendiráðinu, því
þeir tóku að egna Tíbetana unz
þeim tókst að fá þá til að hefja
óspektir..
Indver.iar eíga ekki annarra
kosta völ en horfast í augu við
þessar hættur. Og hvað hyggj.
ast þeir fyrir?
Þeim er mikils virði að draga
úr spennunni við Kína, og til að
svna vjlja í þá átt, er nýársboð-
skapur frú Indiru Gandhi Iík-
lega ætlaður. En það mun nanm-
ast breyta miklu um afstöðu
hinna stóru þjóða í þessum hluta
heims,
Það er álitið hér heyrist mér,
að samkomulag Kína og Banda-
ríkjanna fari batnandi í fram-
tíðinni, af bví Kínverjar vilji
ekk; vera í þeirri aðstöðu að
vera iafnilla liðnir alls staðar.
Það þýðjr þó e;kki að þeir ætli sér
að verða vinir Bandaríkjanna,
heldur sé þeim bara enn verr við
Rússa, það sé óhugsandi að um
heilt grói milli Rússa og Kín-
verja.
Útkoman er sú, að Indland
muni verða að lialla sér meira
og mejra að Rússlandi. Kínverj-
ar og Pakistanar verði að láta
sér skiliast að hvers konar
ertni við Indland verði illá tek-
ið hjá hjnum stóra og voldiiga
nágranna í norðvestri; Að vísu
hefur það farið í taugarnar á
Lndver.ium er Rússar seldu ný-
lega Pakistönum vopn. Sömu-
leiðis hefur Tékkóslóvakíu ævin-
tvrið mælzt illa fyrir á Indlandi.
En samt eiga Indvérjar naum-
á=t annarra kosta völ en stilla
sér upp við hlið Rússa.
Sigvaldi.
__ • rlVW1-*1'