Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 11
12- janúar 1969 ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 — Ég veit það, Whitmanítarn- ir. — Ha? Hvernig komstu að þessu? Frá Maríu? Nei, hún hefur ekki sagt þér það. Hún vissi það ekki sjálf. — Nei, María sagði mér það ekki. Ég lagði saman tvo og tvo og fékk út fjóra. Hann leit með virðingu á mig. •— Kannskí ég liafi vanmetið þig sonur sæll. Já, Whitmaní. tarnir. María var ein þeirra sem baj'n í Antarktíku. — Heyrðu mig nú, sagðí ég. — Þeir fóru frá Antarktíku .... hjólin snérust í kollinum á mér og svarið kom, — árið 1974. — Já'. — En ,þá er María rúmlega fertug. — Skiptir það máli. — Nei, en hún getur ekki ver. ið svo gömul. — Hún bæði er það og er það ekki. Þetta er aldur hennar að árum en líffræðilega séð er hún rúmlega tvítug. Að vissu marki er hún enn yngri, því að hún man ekkert fyrir 1990. — Við hvað áttu? Ég skil vel, að hún vill ekkert muna. En við -livað áttu eiginlega? — Það sem ég sagði. Hún er ekki eldri en þetta. Sástu her- bergið þar sem hún fór að fá minnið? Hún var í tíu ár eða meira í slíkum tanki. 28. kafli Ég verð ekki harðari með altírinum heldur meirari. Þegar ég hugsaði um hana elsku Maríu mína fljótandi í dvala í þessum gervilegi, hvorki dána né lif- andi, geymda eins og engisprettu í pikklesglasi, þá varð mér illt. — Rólegur, sonur sæll, heyrði ég Karlinn segja. — Henni líður vel. — Segðu mér meira, sagði ég. Saga Maríu var fábreytt þótt hún þætti furðuleg. Hún fánnst í fenjunum , við norðurpól Ven. usar. Lítil telpa sem enga grein gat gert fyrir ferðum sínum og sem vissi aðeins, hvað hún hét — Allucquere. Enginn Skildi hvað nafnið bar með sér og enginn setti hana í tengsl við Whitamanítana. Birgðaskipið, sem kom 1980 fann engan eftirlif andi af nýlendunni sem sett hafði verið upp á Venusi. Kaiserville lá í all mikilli fjarlægð frá ný- lendunni Nýja Zíon. Jarðarbarn á flækingi á Venus árið 1980 var óskiljanlegt, en þarna voru engir sem voru nægi- lega forvitnir til að kanna mál- ið. í Kaiserville bjuggu engir aðrir en námuverkamenn og fulltrúar — Tveggja Pláneta fé- lagsins. Menn verða ekki for- vitnir á því að grafa upp gejsla- virka leðju í sjóðandi frumsícógi. Hún ólst upp og notaði póker- spil sem leikföng og kaltaði hvaða konu sem hún sá mömmu. Þeir styttu nafn hennar og köll- uðu hana Lucky. Kariinn minnt- ist ekkert á það, hver hafði borg að farið fyrfr hana til jarðar- innar, Snurningin var bara þessi. Hvar bafði María verið frá því að frumskógurinn gleypti Nýjá Zíon og þangað til að hún fannst. Hvað hafoi komið fyrjr alla hina? Og þessari spurningu urðum við að fá svar við og María vissi það ein. Það var geymt í undirmeð- vitund hennar. Um 1980, þegar allar fréttirn- ar um fljúgandi diska komu frá Rússó—Síberíu, kannski ári áð- ur eða svo, höfðu sníkjudýrin uppgötvað Nýja Zíon nýlenduna. Tíminn viröist nákvæmlegd réttur, ef við reiknum með því að ejtt Satúrnusar ár liafi liðið ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðning ar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðvið- 'arlita jþær. , í", GUÐMUNDUR davíðsson. Sími 36857. áður en þeir gerðu innrás á jörðina. Sníkjudýrin voru senni. lega ekki að leita að jarðarbú- um á Venusi heldur kanna Ven- us eins og þeir könnuðu jörðina. Kannski hafa þeir vitað, að hverju þeir voru að leita, því að við vitum að þejr höfðu rænt jarðarbúum í meira en tvær aldir og kannski hafa þeir náð einhverjum, sem vissi um ný- lenduna á Venusi. Endurminn- ingar Maríu gátu ekki leyst úr þessu. María sá, þegar ráðizt var inn í nýlenduna. Hún sá foreldra sína breytast í lifandi dauða, sem engan áhuga höfðu fyrjr henni. Að öllum líkum var hún ekki á' valdi sníkjudýranna eða ef hún var það þá hafa þeir sennilega sleppt henni enda naumast fund- izt rnikið til smátelpu koma. Endalausar minningar komu um hungur og afskiptaleysi. Sníkju- dýrin, voru komin, Þrælar þeirra voru Venusarbúar og nýlendu- búarnir voru aðeins notaðir í hjagripum. María hefur senni- lega séð foreldra sína setta í tanka til að geyma þá fyrir hugs- anlegg innrás á jörðina. Seinna var hún líka sett í slíkan tank. Á Venusi? Sennilega því að hún var á Venusi, þegar hún vaknaði. Voru sníkjudýrin á baki Venusarbúa þau sömu og á baki nýlendubúanna? Senni- lega, því að bæði jarðarbúar og Venusarbúar eru ámóta. Snikju- dýrin geta eitt og annað, en þeir verða að áðlaga sig að líf- eðlislegri þróun hýslanna. Ef Venus hefði verið með silikon- súrefnis byggingu eins og Mars hefðu sníkjudýrin verið allt öðruvísi byggð. En staðreyndirnar urðum við að finna og þær voru í huga Maríu. Innrás sníkjudýranna á Venus hafði mistekizt eða var að mistakast. Hún hafði haft sníkjudýr á bakinu, þegar hún var tekin úr tankinum, en María hafði lifað lengur en sníkjudýrið á baki hennar. Hvers vegna hafði sníkjudýrið dáið? Hvers vegna -hafði innrás. in á Venus mistekizt? Þetta voru svörin sem Karlinn og Steelton voru að reyna að veiða úr huga Maríu. — Er þetta allt og sumt? spurði ég. Sunnudagur 12. janúar 1969. 18.00 Helgiíltund Séra Bragi Benediktsson, fri- kirkjuprestur, Hafnarfirði. 18.15 Stundin okkar Föndur _____ Margrét Sæmunds- dóttir. Valli víkingur — teiknimyndasaga eftir Bagnar Lár og Gunnar Gunnarsson. Bjössi öílstjóri ___ leikbrúðu* •mynd eftir Ásgeir Long. Mynd um lítinn hund og ævintýrin, sem hann lendir í. Þýðandi og þulur: Gunnar Jónasson. (Nordvi:6on _ sænska sjónvarpið). Kynnir: Rannveig Jóhannsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 í sjón og raun Dr. Sigurður Nordal, prófessor, ræðir við séra Emil BJörnsson og svarar pcrsónulegnm í'purningvtm um, líf sitt og ævistarf. 21.00 Grannarnir Brczk gamanmynd Þýðandi: Gylfi Gröndal. 21.30 Keflavíkurkvartettinn syngur Kvartettinn skipa Haukur Þórðarson, Sveinn Pálsson, Ólafur B. (Juðmundsson og Jón M. Kristinsson. Undirleik annast Jónas Ingimundarson. 21.45 Viðkvæmt vcraidarbarn (So tender, -áo profane). Bandarískt sjónvarpsleikrit. Aðalhlutvcrk: Desi Arnaz, Pedro Armcndariz, Margo, Adele Mara og Barbara I.una. Þýðandi: Jón Thor Haraldssou. 22.35 Dagskrárlok Sunnudagur 12. janúar 8.30 Létt iworgunlög: Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur ballettþætti úr ,jLeikfangabúðinni“ eftir Rossini; -Alceo Galliera stj. 8.55 Fróttir. Útdráttur úr forustu- greinum dagbiaðanna. 9.10 Morguntónleikar a. Fjögur lög eftir Mendelssohn. Kór MusteriL'kirkjunnar í Lundúnum syngur. Einsöngvari: Ernest Lough. Dr. Gcorge Thalben-Bail stjórnar og leikur á orgel. b. ítalski konsertinn eftir Bach. George Malcolm leikur á Oem- bal. c. Konsert i A-dúr fyrir klarinettu og hljómsveit (K622) eftir Mozart. Benny Goodman og Sinfóníuhljómsveitin í Boston leika; Charles Miinch stj. 10.10 Veðurfrcgnir. 10.25 Þáttur um bælcur Ólafur JónOson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson ræða um „Snöruna", nýja skáldsögu eftir Jakobinu Sigurðardóttur. 11.00 Messa í Kópavogskirkju Prcstur: Séra Gunnar Árnason. Organleikari: Guðmundur Matthíasson. 12.15 Hádegisútvarp Dagdkráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Erlend áhrif á íslenzkt mál Dr. Halldór Ilalldórsson prófessor flytur sjötta hádegis- erindl sitt: Fimmtánda og sextánda öld. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá þýzka útvarpinu Útvarpshljómsveitin í Stuttgart leikur: Gíka Zdravkovitsj stj. a. „Furutré Rómaborgar" eftir Redpighi. b. Scllókonscrt i G-dúr op. 42 eftir Pfitzner. Einlclkari: Sicgfricd Palm. | c. „Myndir á sýningu" eftir Mússorgský-Ravel. 15.15 Endurtekið efni: Fyrir fimmtíu árum Síðari hluti fullveldisdagskráP 1. des. s.l. í umsjá Haralds Ólafssonar og Hjartar PálsúoU* ar. Megincfnið er viðtöl við Þorstcin M. Jónsson, Pétur Ottesen, Jörund Brynjólfsson og Sigurð Nordal. 16.35 Veðurfregnir. Landsleikur í handknattleik milli íslendinga og Tékka Sigurður Sigurðdson lýsir hálf* leik ftú LaugardalshöU. 17.10 Barnatími: Ólafur Guðmunds stjórnar. a. „Holla ■ Godaften" dregur fisk. Olga Guðrún Árnadóttir les bókarkafla eftir Hendrik Ottósson. b. Á vængjum söngsins Stúlknakór Gágnfræðaskólans á Selfossi t'yngur nokkur lög undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. c. „Lífgjöfin“ Ólafur Guðmundsson les sögu eftir Alfred Johnsen. d^ ,,S}:radd> rinn hugprúði" Edda Þórarinsdóttir færði samncfnt Grimmsævintýri I 1 leikbúning. Auk hennar koma fram í hlutverkum: Soffía Jakobddóttir, Þórunn Sigurðar- dóttir, Daniel Williamsson. Kjartan Ragnarsson og Sigmundur Örn Arngrimsson. Leikþætti þessum var áður útvarpað 2. júní s.I. 18.20 Tllkynningar. 18.45 Vcðurfregnir. Dagskrá næsta viku. I 19.00 Fréttir Tilkynningar. ‘‘ 19.30 Fagra veröld Andrés Björnsson útvarpdstjórl les lir ljóðabók Tómasar skáldS Guömiindssonar. 19.50 Sinfóníuhljómsveit íslands jeikur í útvarpssal. Stjórnandi: Sverre Bruland frá Óífló. a. Sinfónía nr. 73 í D-dúr „La "" Chassc“ eftir Joseph Haydn. b. Passacaglia eftir Ludwig- Irgens Jenscn. 20.35 Aldarhcimur. Björn Baldursson og Þórður Gunnarsson ræða við Atla Heimi Sveinsson tónskáld. 21.05 Kórdöngur í Háteigskirkju (hljóðritað 7. ágúst s.l.): Evangclischc Singemeinde frá Bern syngur Kantötuna „Syndaflóðið“ 1 eftir Willy Burkhard. Söngstjóri: Martin Flámig. 21.30 „Frá Cloude og Justice“ Jón Aðils leikari lcs fyrri hluta sögu cftir P. G. Wodehouse í þýðingu Ásmundar Jónssonar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög. 23.25 Fréttir í díuttu máli. Dagskrárlok. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUB SNACK BAfl. Laugavegi 126. Bimi 24631. ÓTTAR YNGVASON] héro8sdómslögmo8or J MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA 1 [ BIÖNDUHUÐ 1 • SÍM! 21296

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.