Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 12- janúar 1969 „Kvöld úlfur er kominn hér" Ljóð Snorra Hjartarsonar á norsku Út er komið hjá Fonna for lagi í Noregi úrval úr ljóðum Snorra Hjartarsonar og nein- ist safmð Lyng og krater. Snorri er sjöunda íslenzka skáldið sem Ivar Orgland þýðir á norsku, en áður eru komnar bækur eftir Davíð Stefánsson, Stefán frá Hvíta- dal, Tómas Guðmundsson, Stein Ste,.narr, Hannes Péturs son og Jóhannes úr Kötlum, en. auk þess er IVar Orgland sjálfur afkastaimikið ljóð- skáld og hefur gef.ð út níu frumort ljóðasöfn, hið síðasta 1966. Lyng og krater Snorra Hjartarsonar er f sömu snið- um og fyrri bækur í þessum flokki og hefst með ýtarlegri ritgerð um skáldið eftir þýð- andann. En aðalefni þýðing- anne. er Lauf og stjörnur sem Orgland þýddi á sínum tíma Framhald á 9, síi'iu. Vísnaheimildir reynast ein- att misjafnlega, jafnt prentað- ar sem munnlegar, og er erfitt að sjá við því oft og tíðum. Hér í þættinum var fyrir nokkru tilfærð vísa, er Sigurð- ur Kristjánsson bóksali ortj við útkomu predikana sr. Páls Sig- urðssonar. Nú hafa tveir vísna- fróðir menn, þeir Sigurður Jónsson frá Haukagili og Sig- urður Kristjánsson, Engimýri 14, Akureyri, tjáð mér, að ekki sé rétt með vísuna farið. Efa ég ekki, að þeir nafnarnir kunni skil á þessu og þakka leiðréttinguna, en að sögn beggja er vísan upphaflega svona: Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna, unz á hlóðum andskotans engar glóðir brenna, * * Höskuldur Eyjólfsson frá Vatnshomi í Skorradal, og Sigurður frá Brún, þekktust all vel og áttu það til að glettast hvor við annan, þegar svo bar undir, allt í góðu þó, en báðir vel hagorðir. Einhverntímann kvað Höskuldur eftirfarandi vísu við Sigurð : Ljúga, stela, myrða menn, meiða vesalinga, þessu trúi ég öllu enn upp á Húnvetninga. ! Ekki veit ég hverju Sigurð- ur hefur svarað, en fráleitt hefur hann þagað við þessu, hins vegar tók Magnús á Barði upp þykkjuna fyrir Húnvetn- inga og ljóðaði á Höskuld : Vísdómsgyðjan volkast köld í vísnahryðjubrýnum, brags frá iðju skíran skjöld skenktu niðjum þínum. * * * Svo sem tþ kann að bera, voru þrir prestar samankomn- ir á einum og sama staðnum. Jakob Aþanasíussyni varð at- burðurinn að yrkisefni: Þar sem dökkleit þrenning býr, þrífst ei nokkur friður; blessan guðs í burtu flýr; bölvan rignir niður. Einn prestanna, sr. Guð- laugur Guðmundsson á Stað í Steingrímsfirði, varð fyrir svörum: Þrenning hatar, það er von, þjófur fjár og svanna, aldraður satans einkason, andstyggð guðs og manna. * * * Ólafur Ólafsson, Brattavöll- um, er talinn höfundur þessar- ar kristilegu vísu : Guð mér sanna sendir náð, sem allt kann að bæta. Það er hann, sem hefir ráð að hugga mann og græta. Árið 1911 var ekki ennþá farið að tala um laun til lista- manna, en skáldin sóttu um styrk til Alþingis, og óvenju- margir það ár. Um það kvað Hannes Hafstein : Sækja um styrki sagnaskáld, sálmaskáld og Þyrnaskáld, vífaskáld og veðraskáld, Vogaskáld og Dalaskáld. * * * Þessar gullfallegu vísur orti Páll Ólafsson til Ragnhildar konu sinnar og hafa margar ektakvinnur orðið að láta sér nægja minna lof í ljóðum: Þótt eilífðin mér yrði að nótt, augnasteina mína gefa skyldi eg fús og fljótt fyrir návist þína. Ég vildi eg fengi að vera strá og visna í skónum þínum, því léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. * * * Páli þótti, sem kunnugt er, gott í staupinu. Eftirfarandi vísur, sem hafa að yfirskrift Hrútarnir og kútarnir, eru þar að lútandL Það er mesta mein hvað ég á marga hrúta. En ekkj í staupi, ef ég leita, á ég það, sem neitt má heita. Ég hef riðið bæ frá bæ að bjóða og leita. En nú hafa allir nóga hrúta, nú hafa allir tóma kúta. Ég skyldi hafa skipt við þá, sem skortir matinn, og fjögra potta fyrir kútinn fjögra vetra gefið Iirútinn. * * * Ólína Jónasdóttir, Sauðár- króki, yrkir þessi gagnorðu eftirmæli um öreigann: Það er ekki þys og ys, þröng né fjölmennt erfi, þó að lítið, fölnað fis fjúki burt og hverfi. * * A' Eftirfarandi vísa er líka kveðin af Ólínu, sjálfsagt áf einhverju sérstöku tilefni, sem hún hefur ekki kært sig um að flíka : Þó ég tali þar um fátt, þykir mér alltaf skrýtið, hvað hún getur hreykt sér hátt með höfuðið svona lítið. Ý Það hæfir, að þessi gamli húsgangur reki lestina: Kvöldúlfur er kominn hér, kunnugur innan gátta. Sólin rennur; sýnist mér, senn er mál að hátta. Fæddur og uppalinn til þess að verða konungur Sænski krónprinsinn, Carl Gustaf, hefur í fyrsta skipti lcyft, að haft væri viðtal við hana. Blaðamaður frá Afton- bladet heimsótti hann í stú- dentaíbúð hans í Uppsölum. —• Viltu raunverulega verfia konungur, Carl Gustaf? —• Já, því að til þess er ég fæddur og uppalinn. Ég lít á það sem mitt verkefni í l ífinu að þjóna þjóð m nni eins vel og ég get, svarar krónprins- inn. Hann heldur áfram: — Ég hef haft hugann við þetta frá byrjun og þess vegna er það ekkert yandamál, eins og margir halda. Hinn halíar sér aftur í sóf- anum og segir, hvað hann hefði viljað verða, ef það væri ekki þegar ákveðið. — Þá héfði ég orðið bóndi. Ég á býlið Stenhamar og hef alltaf haft mikinn áhuga á þv? I.Largir telja, að krónprjns- inn hafi haft alltof lítið sam- band við fólk utan hirðarinn- ar; að faann hafi staðið í of miklu skjóli í uppeldinu. Hvað f nnst honum sjálfum? — Ég hef ekki verið einangr aður. í fyrstu var ég með systrum mínum á Haga. En á sama hátt og öll yngri börn átti ég engan stóran kunn- ingjahóp. Það var fyrst, er ég byrjaði í skóla, að „utanaðkomandi“ félagar komu til sögunnar. í ríkum mæl var fyrst um það að ræða á Sigtuna (þar sem krónprinsin gekk í mennta- skóla). — Menntun mín til kon- ungs mun halda áfram til 25 ára aldurs. Opinberlega, að segja. Maður lærir, svo lengi sem maður lifir ... En tím- inn við herinn var mér mjög gagnlegur.. Næsta haust mun ég lík- lega verða við þjónustu í ein- hverri herdeild. Því næst á ég að kynna mér vinnu við einhverja fylkisstjórnina. Ef til vill fæ ég tækifæri til að komast inn í starfsemi stón-a fyrirtækja á vinnumarkaðn- um og starfsemi Rauða Kross ins. Krónprinsinn er mjög áberandi í Svíþjóð. Lengi hef- ur hann staðið í brennipunkt inum og mikið verið ritað um hann í blöðin. Hvort hann - les allt, sem skrifað er um hann? Hann lítur niður fyrir sig. •— Já, satt að segja. Ég get ekki annað. Bæði vikublöð og önnur fylgjast svo ein- dæma vel með manni .... það er ekki ónýtt að fá upp- lýsingar um það, sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Og svo fræðist maður heil- mikið um stúlkur. Þetta. er greinilega mikið vandamál fyrir krónprinsinn. Hann hleypir í brýnnar og segir hvasst: Carl Gustaf, krónprins. — Ég skil ekki, hvaðan blöð unum berst öll þessi róman- tík. Sjálfur fæst ég ekki um það lengur. En í byrjun var það að sjálfsögðu erfitt. En skilja ekki þessir höfundai', að þetta skaðar stúlkurnar, sem sífellt eru nefndar? Ég veit, að þær fá glósur frá félögum sínum fyrir bragðlð og þeim líkar þetta illa. Mér finnast þessi skr.f hlægileg. Fyrir nokkru síðan var allt tilbúið til heilags hjónabands. En ég hafði ekki verið spurð- ur um neitt .... Til fróðleiks get ég upplýst, að ég mun hugsa mig vel um, áður en virkilega kemur til þeirra kasta. , Eftir að hafa talað um ýmis- legt annað, svo sem hnefa- leika, sem krónprinsinn er andvígur, ræðum við um framtíð konungsættarinnar. — Já, þetta er ofarlega á baugi, segir hann. Tilhneig- ingin virðist víkjandi. Hins vegar eru það aðeins einveldi sem hafa mjisnotað valdið, sem haífa liðið undir lok. — Hvort ég muni væntan- Framhald á 9. sííu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.