Alþýðublaðið - 23.01.1969, Side 4
4 AIiÞÝÐUBLAÐH) — 23. janúar 1969
Ferðamálafélag
jtkkureyrar endur
vakib eftir hlé
Aðalfundur Ferðamálafé-
l^gs Akureyrar var haldinn
fímmtudaginn 9. janúar s. i.
Þjar með var starfsemi félags
iijs endurvakin, eftir nokk-
uí-ra ára hlé, í samræmi við
ályktun ferðamálaráðstefnu
span. Á aðalfundinum var
lögum félagsins breytt og er
njí stefnt að því, að félagið
vbrði forystuaðili í ferðamál-
um á Akureyri, stuðli með
uþplýsingastarfsemi, nám
.s|ieíðahaldi og á ýmsan ann-
an hátt að bættri og aukinni
ferðamannaþjónustu í bæn-
um, og beiti sér fyrir því,
Íferðamnnastraumurinn til
jarins fari sívaxandi, jafnt
iumri og vetri.
Þá var kosin ný stjórn
Ferðamálafélagsins og skipa
hana Jjessir menn: Formaður
'Herbert Guðmundsson rit-
stjóri, ritari Pétur Jóse.fsscn
kennari, gjaldkeri Gunnlaug-
ur P. Kristinsson skrifstofu-
maður, meðstjórnendur Ragn
ar Ragnarsson hótelstjóri,
Jón Egilsson forstjóri, Her-
mann Sigtryggsson fulltrúi
og Gunnar Árnason forstjóri.
í varastjórn eru Björgvin Jún
íusson fulltrúi, 'Halldór Helga
son skrifstofustjóri og Iíörð
ur Svanbergsson prentari.
Þegar eft'r aðalfundinn hóf
stjórnin að kanna fjárhags-
legan rekstursgrundvöll fé-
lagsins og hefur hún hlotið
mjög góðar undirtektir hjá
þeim aðilum, sem leitað hef
ur verið til varðandi þátt
‘öku, en skv. lögum félagsins
er meðlimum þess heimilt að
greiða félagsgjöld að eigm
geðþótta og hafa þeir atkvæð
isrétt í samræmi við það.
Jafnframt meðlimasöfnun
fer fram könnun á helztu við
fangsefnum félagsins í ferða
málum Akureyrar og er gert
ráð fyrir, að samin verði
Framhald á 9. síðu.
- WWVWWWWWWMWWMVl
NEI, þetta er ekki neinn af
Bítlunum, heldur er þetta kvik-
myndaleikarinn Peter Sellers,
sem kom klæddur þessari mún-
deringu á frumsýningu á Fun-
ny Girl í London á dögunum.
Með honum við þetta tækifæri
var 21 árs gömul stúlka, hús-
gágnaarkitekt að iðn.
MWWMW V t
Sjö skipverjar áttu smyglið
Reykjavík. — Þ. G.
UM helgina fundu tollþjónar
í Reykjavík nokkurt magn af 75
% Vodka og töluvert af vindling-
um í skipi Eimskipafélagsins,
Skógarfossi.
A mánudagskvöld höfðu fundizt
alls 273 flöskur af áfengi og tæp-
lega 30 þús. vindlingar. Leit var
haldið áfram í gær, en ekki bar hún
árangur.
Sjö skipverjar hafa viðurkennt að
eiga smyglvarning þennan, og eru
þar 4 eða 5 yfirmenn, en hittháset-
ar. F.iga þessir menn misjafnlega
mikið af smyglinu. Einn átti 100
flöskur af Vodka, 2—3 um 40 flösk-
ur, en hinir minna. Var varning-
urinn mjög vcl falinn í síðum skips-
ins. Plötur höfðu verið teknar inn-
an af síðunum og stnyglinu komið
þar fyrir. Síðan voru plöturnar
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR:
MÁDEGISVERDARFUNDUR
verður haldiun n.k. laugardag k 12.15 í Iðnó uppi.
Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands íslands talar um
kjaradeilumar.
Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.
— Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir föstudags-
kvöld. Sími 15020.
STJÓRNIN.
settar á sinn stað, og þá notaðár
nýjar skrúfur, svo að erfitt var að
sjá, að hróflað hefði verið við þeirn.
Ólafur Jónsson, tollgæzlustjóri,
sagði, að tollverðirnir hefðu bæði
haft hugboð um, að smyglvarning-
ur væri í skipinu, en einnig hefðu
þcir fengið upplýsingar um það
utanlands frá.
Málið hefur verið fengið rann-
sóknarlögreglunni í hendur og gat
Ólafur ckki sagt um, hvernig mönn-
unum yrði refsað, en þó sagði hann
að þeir yrðu að líkindum dæmdir
í svonefnda lítrasekt.
Borgarstjóra-
fundur í Ar-
bæjarhverfi
Framfarafélag Seláss- og
Árbæjarhverfis heldur fuud
n. k. sunnudag um málefni
hverfisins og mun Geir Hall
grímsson borgarstjóri mæta
þar og svara fyrirspurnum fé
lagsmanna, en slíkir fundir
með borgarstjóra hafa verið
fastur liður í starfsemi félags
ins um árabil. Fundui'inn
verður haldinn í anddyri Ár-
bæjarskóla og hefst. kl. 3 síð-
degis. Hörður Felixsson skrif
stofustjóri verður fundar-
stjóri á fundinum.
Laxá kom fyrst .
Fyrsta skipið sem lagðist
að bryggju í Straumsvík var
Laxá. Skipið lestaði ýrosan
varning í gær fyræ fyrirtæk
ið SIAB.
Ljóð Einars
Braga gefin
úf á tr'ón
.1..,
J>IW
Skörnmu fyrir jól kom út í
París frönsk þýðing á ljóðabók-
inni Hreintjarnir eftir Einar
Braga. Bókin heitir á frönsku
Etangs Clairs, og hefur Régis
Boyer ]>ýtt Ijóðin úr frummál-
inu.
Régis Boyer er franskur bók-
menntafræðingur, sem verið
hefur sendikennari í frönsku
við háskóla í Rússlandi, Pól-
landi, á Islandi og i SVÍþjóð,
fyrst i Lundi, en siðastliðin 4
ár i Uppsala. Hann hefur lagt
sérstaka rækt við íslenzka bók-
menntakönnun og samið dokt-
orsritgerð um íslenzkt efni, sem
hann mun verja á vori kopn-
anda við Sorbonne i París. -—
Hann er frábær ljóðaþýðaridi
og hefur rniklar mætur á jís-
lcnzkri samtímaljóðlist.
MWMWWWWWMWWMMWWW
I