Alþýðublaðið - 23.01.1969, Side 7
23. janúar 1969 — ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fræðslunámskeið BSRB
Síðastliðinn sunnudag efndi
Bandalag starfsmanna ríkis-
og bæja til fræðslunámske.ðs
á Akranes'.. Til ráðstefnunn-
ar hafði verið boðið ölium
meðhmum BSRB á Akranesi
og í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu og mættu um 40 manns,
sem telst góð þátttaka'. Krist
ján Thorlacius, formaður
BSRB, flutti erindi um starf
og skipulag BSRB, Haraldur
Steinþórsson, varaformaður
BSRB, flutti erindi um samn
ingsrétt og kjarasamnrnga
op nberra starfsmanna Hann
flutti einnig erindi um rétt
indi og skyldur opinberra
starfsmanna, í veikindafor
föllum Guðjóns B. Baldvins-
sonar. Ráðstefnunni stjórnaði
Einar Ólafsson fyrir Iiönd
fræðslunefndar bandalagsins,
en fundarritari var Guðmund
ur Bjöi’nsson, Akranesi.
í ráði er að efna til slíkra
fræðslunámskeiða í Keflavík
og á Akureyri innan tíðar.
Ráðstefnan var haldin að
Hótel Akranesi.
Á myndinni eru talið frá
vinstri: Haraldur Steinþórs-
son, Kristján Thorlacius, Ein
ar Ólafsson og Guðmundur
Björnsson.
Félag myntsafnara stofnað
Á fundi í Norraena Fliísinu 19.
janúar, var gengið endalega frá
stofnun Myntsafnarafélags Islands.
Fundarstjórar voru Helgi Jónsson
Inisgagnasmiður, einn eh.ti og
merkasti safnari á Islandi og Bjarni
Guðmundsson póstafgreiðslum.
Sigurður Þorláksson verzlunar-
maður mælti fyrir stofnun félagsins
og lýsti aðdragandá þess og verk-
efnurn.
Tilgangur félagsins er að styðja
og efla, sem fræðigrein myntsöfn-
un í þeim skilningi, sem á alþjóða-
máli er lagr í orðið NUMISMATIC
þ. e. myntfræði. Þar undir heyrir
mynt, pappírspeningar, minnis-
peningar (Medals) og einkamynt
(Tokens). Að efla og glæða áhuga
á myntsöfnun, almennj, gagnkvæm-
um kynnum og viðskiþtum sé kom-
ið á milli félagsmanjia, og þau
efld.
Tilgangi sínum hvggst félagið ná
með upplvsinga og útgáfustarfsemi
— sýningum, fyrirlestrum, fræðslu
og kynningarfundum, viðskipta og
uppboðsfundum. Einnig með sam-
ciginlegum innkaupum á því, sem
að söfnun og félagsstarfinu til-
hevrir. Eitt af fyrstu verkefnum fé-
lagsins er að safna gögnum í mvnt-
sögu Islands og titgáfa handhókar
uni sama efni. Myntsaga Islands
er í algjörum rústum og verður að
leita gagna heimsálfa á 'milli til
þess að hægt sé að fullgera slík.t
verk. Allar upplýsingar um þelta
efni eru vel þegnar af félaginu og
væntir það sér góðs samstarfs við
banka, söfn og einstaklinga í þess-
um tilgarigi.
í stjórn voru kosnir: Sigurður
Þ. Þorláksson, verzlunarmaður,
Fornhaga 11, Sigurjón Sigurðsson
kaupmaður, Bólstaðarhlíð 68, og
Olafttr Guðmundsson, lögreglumað-
ur, Rergþórugötu 57. — Til vara:
Helgi Jónsson húsgagnasmiður,
Sogavegi 112, og Snær Jóhannes-
son, birgðavörður, Reynimel 41.
Endurskoðendur voru kosnir:
Vilhjálmur Vilhjálmsson, verzlun-
armaður, Hvassaleiti 187, og Indr-
iði Indriðason, fulltrúi, Stórholti
17.
I félaginu eru menn úr öllum
landshlutum og einn frá Bandaríkj-
unum, sem aldrei hefur til Islands
komið, svo áhugamenn eru ekki
bara islenzkir, enda öllum 18 ára
og. eldri heimi! þátttaka í félaginu,
cf mvntfræðilegur áhugi er fyrir
hentli. Einnig gcta söfn, félög og
stofnanir fengið aðild að félaginu,
ef þau telja sér slíkt skylt.
Samþvkkt var á fundinum, að
allir þeir, sem í félagið gengju fvr-
ir 1. marz 1%9, teldrist tij stofn-
félaga.
Þá flytur félagið öllum sem þátt
t.óku í stofnun félagsins sínar beztu
þakkir,. en.; sérstakar þakkir færir
það Ivar Eskeltmd forstöðumanni
Norræná luissins fyrir þátt lians í
þessu máli.
Þess má geta, að reynt verður að
■ hafa régUdega fundi allt árið, ef
kostur er.
Sigurður Þ. Þorláksson.
HÖFUM OPNAÐ IJTIBU AÐ
GRENSÁSVEG 12
Sími 38650.
Kúlulegasalan h.f.
Auglýsingasíminn er 14906
SÓLARKAFFI
ísfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni, verður haldið
að Hótel Sögu Súlnasal, sunnudaginn 26. janúar kl. 8,30
s.d. Aðgöngumiðar verða seldir í anddyrj Súlnasals, laug
ardaginn 25. janúar kl. 4—7 ». h.
Jafnhliða verða borð tekin frá gegn framvísun aðgöngu
miða.
STJÓRMN.
i
Viðskiptafræðingar - Lögfræðingar
Kaupstaður úti á landi óskar að ráða viðsk'pta
fræðing, hagfræðing eða lögfræðing, til að
veita forstöðu innheimtudeild kaupstaðarins.
Þeir sem áhuga hafa á þessu sendi blaðinu
fyrir 31. þ.m. nafn sitt ásamt kaupkrÖfu
merkt „Viðskiptafræðingur - Lögfræðingur".
Farið verður með umsóknirnar sem trúnaðar-
mál. j
1
«
I
■
■
■
4
i
KIRKJUKVÖLD í
NESKIRKJU
dagana 24., 25. og 26. janúar.
Einsöngur, tvísöngur, kórsöngur, ávörp og
ræður. S'amkomurnar hefjast með orgelleik
hvert kvöld', kl. 8,20.
— ALLIR VELKOMNIR —
NEFNDIN.
lí
I!
Félag bifvélavirkja, Félag járniðnaðarmanna, | !
Félag blikksmiða, Sveinafélag skipasmiða:
s'ameiginlegur
Fræðslufundur I
verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 1969,
kl. 14,00 í Lindarbæ uppi.
Sigurður Líndal hæstaréttaritari flytur
erindi um:
Vinnulöggjöfina og lög varðantli
réttindi launafólks.
Mætið vel. Stjórnir félaganna.
AUGLÝSINGASÍMI
ALÞÝÐUBLAÐSINS
14906