Alþýðublaðið - 12.02.1969, Blaðsíða 5
ALÞÝEUBLABEÐ 12. febrúar 1969 5
millión kró
í Alþýðublaði Kópavogs var birt 1. febrúar sl.
kostnlaðaráætlun fyrir fram!kvæaridirna'r við hrað-
'braut.tna á Kópavogshálsi. Áætlunin var gerð í marz
1968 og nær til ársloka 1969, en þá er áætlað að
Ijúka fyrri áfanga brautarinnar. í þennan áfanga
er áættað að veita alls 65 miilj. króna. Þegar hafa
frjamkvæmdirnár kostað 30 mil-lj. bróna.
í fyrri áfanga brautarinnar eru
tvær brýr í gegnum Kópavog, og
er fyrri brúin þegar fullbyggð. —
Gamli vegurinn verður gerður að
einstefnuakstursgötu til suðurs, í
gegnum bæinn, en nýjar einstefnu-
akstursgötur hafa verið lagðar til
baka, til vesturs, og eru þær um
rftG/SXML HX 1
OldKAh/eS V
—,— “ .—
leið innanbæjargötur í Kópavogi.
Þegar þessum áfanga hraðbraut-
arinnar verður lokið, verður vænt-
anlega hafizt handa við annan á-
fanga. I honum er gert ráð fyrir
einni brú enn, og verður hún á
hálsinum. Aætlað er, að í annan á-
fanga verði lagt svipað fé og í þann
fyrri. Samkvæmt samkomulagi milli
ríkisstjórnarinnar og Kópavogskaup-
staðar, er gert var árið 1966, skal
ríkisstjórnin afla lánsfjár til fram-
kvæmdanna að svo miklu leyti sem
þess gerist þörf, en vexti og af-
borganir lána greiðir sérstakur sjóð-
ur, svonefndur 10% sjóður íbens-
ínsjóður), sem samgöngumálaráðu-
neytið hefur yfir að ráða. Það, sem
á vantar, er gert ráð fyrir, að Kópa-
vogskaupstaður greiði af svónefndu
þéttbýlisfé, er bærinn fær árlega
frá ríkinu. A því Kópavogsbær ekki
að þurfa að verja útsvörum eða að-
stöðugjöldum Kópavogsbúa til
þessara miklu vegaframkvæmda og
samgöngubóta.
Við hefur borið, að framkvæmd-
ir þessar væru gagnrýndar, og því
haldið fram, að braut þessi væri
Frá framkvæindurium við hnaðbrautina.
óþarflega stór í sniðum. Því er til
að svara, að reiknað er með því,
að brautin fullnægi allri þörf til
ársins 1983. Þó að hún verði ekki
fullnýtt þegar í stað, eftir að hún
verður tekin í notkun, er fólks-
fjölgunin svo ör fyrir sunnan Kópa-
vogsháls, að ekki mun líða á löngu
þar til full nýting fæst.
Atvinnumiölun fyrir geðsjúklinga
Uppdráttur af 'IrraSjprautinni í Kópavogi.
TENGLAR hafa ákveðið að setja
á stofn atvinnumiðlun fyrir endur-
hæfða geðsjúklinga og aðra, se'm
átt hafa við félagsleg vandamál að
stríða.
Okkur er ljóst, að atvinnumiðl-
un er erfitt verkefni á tímum at-
vinnuleysis, en það sem hefur knúð
okkur til þessarar starfsemi, er ein-
göngu hin mikla þörf. Erlendis sjá
opinberar stofnanir yfirleitt um
þetta verkefni,
Hér á landi er engin slík stofnun
til og þar sem þeir aðilar, sem
hingað til hafa reyn't að sinna þess-
um málum, hafa takmarkaðan tíma,
ákváðu Tenglar að reyna hvort
skipulögð stofnun mætti sín ekki
meir.
Atvinnuleysi getur'haft þær afleið-
ingar, að menn sem eiga við sálræn
vahdkvæði að stríða, fái alvarlegan
sjúkdóm og þurfa að leggjast á spít-
ala.
Tenglar hafa rætt þessf mál bæði
við sérfræðinga, sem vinna að mál-
um þessara einstaklinga, svo og við
forustumenn í samtökum launþega
og atvinnurekenda. Hafa þessir að-
ilar sýnt máli þessu fullan skiln-
ing.
Samkvæmv fehgihni reyniilú í öðr
um löndurn, er það skoðun okkar,
að vandamál sem upp kunna að
koma við ráðningu þessa fólks, eru
í fæstum tilfellum erfiðari viðfangs
en önnur, sem upp geta komið á
vinnustöðum.
Við leyfum okkur hér með j að
vekja athygli yðar á. þessari vinnu-
miðlun og vonum að geta haft gióða
samvinnu við atv'innurekendur í
framtíðinni.
Skrifstofan- er að Fríkirkju\|egf
11, sírni 23285 og er opin alla vijrka
daga frá kl. 3—4.
(Fréttatilkynning).
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR
KVENSKÓR
BARNASKÖR •
KARLMANNASKÖR
SOLVEIG
AÐ
LAUGAVEGI 69
KVENSKÓR
OG
LEÐUR FATNAÐUR
. AÐ
HAFNARSTRÆTl 15