Alþýðublaðið - 12.02.1969, Blaðsíða 4
, 4 ALÞ 'fÖUBLAEH) 12. febrúar 1969
í
Úf - orgeirs Þorgeirssonar ,,lvliaöur og verksmiðja”.
SLENZK KVLKMYND FÆR
ERLENDA VIDURKENNINGU
Nýlega fékk Þorgeir Þorgeirsson,
' :vikmyndagerðarmaður, viðurkenp-
ngarskjal fyrir mynd sína „Maður
og verksmiðja", en hún var sýnd
á kvikmyndahátíð í Locarno í
Sviss, í o'któber s.l. Myndirnar á
hátíðinni í Locarno voru allar eftir
unga höfunda, 1. eða 2. mynd
þeirra.
Myndunum var skipt í tvo flokka,
leiknar myndir og heimildarmynd-
ir (dokumentar), og fékk mynd
Þorgeirs viðurkenningu sem næst
bezta heimildarmyndin.
I ágúst s.l. fór Þorgeir með mynd-
ina, „Maður og verksmiðja" á
kvikmyndahátíðina í Edinborg, og
þar vakti hún geysilega athygli.
Segir svo í sýningarskrá hátíðar-
innar um myndina: Ljótar, stynj-
andi vélar eru aðalatriðið í þessari
áhrifamiklu verksmiðjulýsingu. —
Þessi stórsnjalla mynd er um dauð-
leiðinlega verksmiðju, en sjálf er
Itún allt annað en leiðinleg.
A hátíð þessari, sem er orðin
ein mesta kvikmyndahátíð í heim-
inum, var mynd Þorgeirs valin til
að fara á Los Angeles County
Museum of Art, en þangað fer
úrvalið úr myndunum á Edinborg-
arhátíðinni.
Fyrir skemmstu barst Þorgeiri
bréf, þar sem óskað var eftir mynd-
itini á kvikmyndahátíðina í Mel-
bourne, sem haldin verður í júní í
sumar. Markmið þessarar hátíðar
er að kynna það bezta úr nýrri
kvikmyndaframleiðslu fréttamönn-
um Ltlaða, útvarps og sjónvarps og
framleiðendum og dreifendum
kvikmynda í Astralíu. Og síðast en
ekki sízt að vekja athygli á verkum
ungra kvikmyndahöfunda.
Það má teljazt til stórviðburða,
er íslenzkur listamaður fær slíka
viðurkenningu úti um heim, ekki
sízt þar sem um kvikmyndagerðar-
menn er að ræða, því að í kvik-
myndalistinni erum við byrjendur.
Ættu þessar viðurkenningar á Manni
og verksmiðju að vera íslenzkum
kvikiriyndagerðarmönnum mikil
hvatning og auka möguleika þeirra
á að komá myndum sínum á fram-
færi á erlendum vettvangi.
50 ÁRA
EIN AF STOFNUNUM, ríkisins,
löggildingarstofan, var 50 ára þann
1. janúar síðastliðinn.
Hún var stofnuð 1. janúar 1919
samkvæmt lögum frá 14. nóvember
1917 og hefur starfað óslitið síðan.
Löggildingarstofan hefur frá
stofnun starfað að eftirliti og lög-
gildingu mælitækja og vogaráhalda
fyrir allt landið.
wnoi wxainsi
^jwgJ-jDiZNaisj wnnáX
TRICITY HEIMILÍSTÆKÍ
B
SBVGGJEnDUR
ÍSLENZKUR
IÐNAÐUR
ALLT
TRÉVERK
A EINUfVI
STAÐ
Eldhúsinnréttingsr, raf*
tæki, ísskápar, stálvaski
ar, svefnherbergisskáp-
ar. harðviSarklæðning-
ar, inni- og útihurðir.
NY VERZLUN NYVIDHORF
OÐINSTOROhe
Skólavöröustíg 16, — sími 14275
,Til eru sjóðir af ýmsum gerð- Frueringsve’t. En þo:s hafði
um, en sjóður til s yrktar sex- látsj aö geta í „Berliner Morg
tugum jómfrúm sem ljfa við enpost-”
kröpp kjör og hafa á sér gott4--------------------------------"
orð, er líkast til einsdæmi.
Þessi sjóður var stofnaður
fyrfr áttatíu árum síðan og það
gerði Jiens Jensen, som bjó í
Fruering við Skanderborg.
Á síðasta ári sóljti engin sex-
tug jómfrú um styrkinn og þá
var lagt til, að lionum yrði var-
i,ð til kaupa á kirkjuorgeli.
Ekki fékk það þó neinn hljóm-
grunn-
Og svo las sextug jómifrú,
þýzk_ um þetta í „Berliner
Morgenpost,” og iþar sem hún
Iþóttist uppfylla skilyrðin til
styrks úr sjóðnum, skrifaði hún
herra borgarstjóranum í Skand-
erborg: ,
— Kæri herra borgarstjóri.
Hjálagða úrklippu rakst ég á
í „Berliner Morgenpost”. Þar
eð ég uppfylli öll sktlyrði (verð
brátt 61 árs er enn jómfrú og
Ihef 'lítil eftirliaiun), vlldi ég
spyrja, livort elkki væri hægt að
veita einhverri, upphæð úr
sjóðnum til þess, iað ég gæti
dvalið mér að kosítnaðarlausu í
borg yðar- Gæti það kannski
orðið í sumar?
Því miður varð 'hierra borgar-
stjórinn að svara henni þvf til,
að hann vantaði iað vísu enga
sextuga jómfxú, heldur hefði
oddvitinn auglýst 'eftir slíkri.
Því er nefnilega þannig far-
i.ð áð styrkur er aðeins veitt-
ur þeim, sem búsettiar em, í
BORGARSTJÓRNIN í KÍel mun
veita íslenzkum stúdent styrk til
námsdvalar við háskólann þar 1 borg
næsta vetur.
Styrkurinn nemur DM 350,00 á
mánuði í 10 mánuði, til dvalar 1
Kiel FRÁ 1. OKT. 1969 TIL 31.
JÚLÍ 1970, auk þess sem kennslu-
gjöld eru gefin eftir.
Um styrk þennan geta sótt allir
stúdentar, sem hafa stundað há-
skólanám í a.m.k. þrjú misseri í
guðfræði, lögfpæði, hagfræði, lækn-
isfræði, málvísindum, náttúruvís-
indum, heimspeki, sagnfræði og
landbúnaðarvxsindum.
Ef styrkhafi óskar eftir því, verð-
ur honum kornið fyrir í stúdenta-
garði, þar sem fæði og húsnæði
kostar um DM 250,00 á mánuði.
Styrkhafi skal vera kominn, til
háskólans eigi síðar en 15. okt. 1969
til undirbúnings undir námið, en
kennsla hefst 1. nóvember.
Umsækjendur verða að hafa
nægilega kunnáttu i þýzku.
Umsóknir um styrk þennan skal
senda skrifstofu Háskóla Islands
EIGI SÍÐAR EN 1. MAÍ N.K. —
Umsóknum skulu fylgja vottoi'3
a.m.k. tveggja manna um nárns-
ástundun og námsárangur og a.m.k.
eins manns, sem er persónulega
kunnugur umsækjanda. Umsóknir
og vottorð skulu vera á þýzku.
Próf frá H
f::n:vv: 'v:,v:;f: ' ■
I LOK haustmisseris luku eftir-
taldir stúdentar prófurn við Há-
skólia íilands: -
Embættispróf í gnðfræði:
Guðmundur Oskar '
í"
Embættlspróf í læknisfræði:
Ástráður B. Hreiðarsson
Bergþóra Á. Ragnarsd.
Geir Olafsson
Helga Hannesdóttir
Jón E. Gunnlaugsson
Jósef Skaftason
Magnús Jóhannsson
Þorkell Bjarnason
Kandídatspróf í tann-
lækningrum:
Bragi Ásgeirsíon
Haukur F. Filippusson
Hermann Jón Ásgeirsson
Kristján Kristjánsson
Embættispróf í lög-fræði:
Guðmundar K«rl Jónsson
Hjálnw V. Hjáimarsson
Páll Skúlason
Rúnar Guðjónsson
Kandídatspróf í vi ískipta-
fræðrm:
F.ggert ITauksson
Gunnar Kárason
Gunnar Valdimarsson
Gylfi Þór Magnússon
Jónas Blöndal
Kristjón Kolbeins
Olafur Geirsson
Ragnar Pálsson
. Tömas Zöéga
Kandídatspróf í sagtifræði:
Olafur Rafn Einarsson
B.A-próf:
Arndís H. Biörnsdóttir
Guðný Jónasdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Sigurður Bjarnason
Stína Gísladóttir
i
íslenzktipróf fyrir erlenda
stúdenía:
.......... f