Alþýðublaðið - 12.02.1969, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLADH) 12. febrúar 1969 11
Margrét roðnaði. — Við vorum
trúlofuð. Við rifumst og sættumst
*ftur. En ég skil ekki ....
— Reiðist mér ekki, sag;ði ungfrú
Pearson og brosti. — Allir eiga
sín leyndarmál hér í E1 Kabakir,
en stundum kemst upp um leyndar-
málin.
— Eg skil ekki við hvað þér
eigið, sagði Margrét og óskaði þess,
sð þessi kona væri ekki alveg svona
örugg með sjálfa sig og að hún
íegði það, sem henni lá á hjarta.
— Og hvað eigið þér við, þegar
þér segið, að ég hafi „komið með“
Oliver hingað? Hann er ekki kom-
inn hingað enn, en ég hefi fengið
leyfi furstans til að bjóða honum í
lieimsókn hvenær sem er.
— Hann kom líka í dag, væna
min, en því miður neitaði furstinn
að tala við hann. Louis talaði við
hann og ráðlagði honum að reyna
ekki framar að 'tala við furstann.
— Hvers vegtia? spurði Margrét.
— Furstinn sagðist gjarnan vilja tala
við hann.
— Það má vel vera, en hann seg-
ir ekki alltaf það sem hann meinar.
Louis er mjög aðlaðandi maður og
liann væri góðvinur yðar, ef þér
leyfðuð það.
— Mér virtist hann mjög aðlað-
" andi í London, sagði Margrét
dræmt, — en ég vérð að játa það,
að ég hef ekki kunnað vel við hann
síðan. Einhver er það, sem kemur
óheiðarlega fram við okkur í starfi
okkar.
Ungfrú Pearson spurði ekki við
hvað hún ætti, heldur leit á skrif-
borðið sitt, flutti til sjálfblekung,
sem þar lá og tautaði brosandi: —
En hvað þér eruð byltingarsinnuð!
Má ég ekki gefa yður gott ráð? Við
erum í eýðimörkinni og þér eruð
langt að komnar. Það eina, sem
okkur kernur við hér, er að vinna
verk okkar eins og bezt verður á
kosið. Við verðum að gera ráð
fyrir því, að vinnuveitandi okkar
hafi sínar ástæður og að þær ástæð-
ur komi okkur ekki við. Trúið
mér! Það er bezt að spyrja ekki of
mikils um starf sitt hér og hvað
viðkemur unga manninum myndi
ég aðvara hann og segja honum að
koma aldrei framar til E1 Kabakir
það væri bezt fyrir ykkur öll.
8. KAFLI
Sama dag ákváðu þær Margrét
og Rhoda að fara til E1 Madagilah
og tala þar við Olivcr um allt það
furðulega, sem vanri á seyði. Þcgar
Margrét hitti hann seinna einan,
spurði hún:
— Svaraðu tnér hreinskilnislega,
Oliver. Komstu hingað til að skipta
þér af málum í E1 Kabakir eða til
að hitta mig?
— Heldurðu ekki að það hefði
verið undarleg tilviljun, ef ég hefði
farið hingað án þess að hitta þig
og svo hitt þig, Margrét?
— En eftir að þú komst, fékkstu
að vita, að eitthvað mikið gengi á
í F.l Kabakir og þá kom þér til
hugar, að fyrirtæki þitt gæti auð-
veldlega hagnazt hérna?
Hún vissi ekki, hvað kom henni
til að segja þetta, en hún fann að
honum þótti miður. — Þú átt aldrei
«ð segja annað eins og þetta,Magga.
— Samt held ég, að málið sé
svona. Þú ert jú námuverkfræðing-
ur og allt virðist snúast um klettana
hérna. Ég ætla að sprengja þá í loft
upp, Oliver.
Hún sagði þetta mjög rólega og
það kom henni á óvart, þegar hann
rauk upp. — Það máttu ekkí gera,
Magga! Þú eyðileggur allt með því!
— Þá skaltu gera það fyrir okkur.
Hann leit undan og hún sá, að
það var fjörfiskur í kinninni á hon-
um. Loks sagði hann: — Ég skal
gera það, en ég verð að fá um-
hugsunarfrest. Þér liggur ekkert á
og eftir móttökurnar, sem ég fékk
í dag, verð ég að fara varlega. Svo
tók hann um hönd hennar og sagði:
— En þá verðurðu að lofa mér að
bera hringinn minn. Settu hann á
þig, Magga. Ég þekki þig og veit
að þú hefur ekki skilið hanii eftir,
þegar þú fórst. Þú ert með hann á
þér.
Hún tók hringinn hikandi upp
úr öskjunni. Stór demantur um-
kringdur perlum. Það fór hrollur
um hana og hún spurði: — Lof-
arðu mér þá að sprengja klettana?
Hann kinkaði kolli. — Ég var
búinn að lofa þér því.
Svo gekk hann með henni að
bílnum. Hann vildi auðsýnilega
ekki, að hún væri í E1 Madagilah
allan daginn. — Rhoda ætti að vera
komin, sagði hann órólegur. Hún
sagðist ekki verða í burtu nerna
klukkutíma.
— Viltu losna við mig, Olivcr?
spurði hún hlæjandi. — Eg ætlaði
annars að vera hér í allt kvöld.
— Magga, sagði hann hikandi.
Ef þú vilt tala við mig, skaltu láta
einn hliðarvörðinn fá bréf. Hann
heitir Shelim. Hann fer með það
til mín á stundinni og vertu svo
góð stúlka og skiptu þér ekki af
því, sem þér kemur ekki við. Hugs-
aðu bara um garðinn þinn, elskan
mín.
Hann hikaði andartak, Iaut, svo
niður og kyssti hana. Hún sat í
bilnum og beið eftir Rhodu. Hún
hafði ákafan hjartslátt. Og þegar
Rhoda kom aftur sat hún í bílnum
niðurlút og rjóð.
Rhoda var stríðnisleg á leiðinni,
en Margrét þagði lengi vel. Loksins
spurði hún Rhodu, hvað væri í
bögglinum sem hún hélt á f kjölt-
unni.
— Vasaljós og rafhlöður, svaraði
Rhoda. — Ég ætla að leita þar í
höllinni, sem ég sá einu sinní
sprengiefni.
— Gott! sagði Margrét. — Þá
leitum við að því í kvöld eftir að
við höfum borðað kvöldverð með
Louis.
Rhoda fór hjá sér. — En þú verð-
ur sjálf að sjá um sprengingarnar,
þótt ég vilji hjálpa þér. Þegar Mar-
grét kinkaði kolli, hélt Rhoda á-
fram. — Ég var ekkert hrifin af
þessu fyrst, en með tilliti til þess,
að Oliver vinur okkar er líka and-
vígur því eins og allir hinir, held
ég að það sé það eina rétta. Spurn-
ingin er bara þessi: Hvenær ætlarðu
að hefjast handa?
— I myrkri og ein, sagði Mar-
grét dræmt. — Þú veizt, að við för-
um alltaf út saman og kannski
kemst ég aftur inn, ef ég sést fara
ein út að klettunum. Því þér er ó-
hætt að trúa því, að einhver kemur
til með að sjá mig. Hún hrukkaði
ennið. — Kannski ég fari f fötin,
sem Fleur valdi handa mér. í rauðu
slána, sem gerir það að verkum, að
ég líkist öllum Öðrum konum hér.
Rhoda1 var andvig þessu, því að
hún áleit, að vinnuföt þeirra væru
lieppilegust.
En þær neyddust til að skipta um
föt áður en þær fóru inn til Lpuis-
ar. Hann var aftur jafnaðlaðandi og
alltaf áður og eftir að þær höfðq
snætt mjög góðan mat, sýndi hann
þeim kvikmyndir. Hann sýndi þeim
ferðamynd, sem tók athygli þeirrá
■miiiWHHi ii[iijiii
u i II K m ip i
MtSvikudagur 12. febrúar 1969.
18.00 Lassí. Lassí og kettlingarnir.
Þýðandi: Ellert Sigurbjörnssou.
18.25 Hrói höttur. Góðverk. Þýðandi:
Ellert Sigurbjörnsson.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.30 Tékknesk lúðrasveit leikur.
Frá tékkneska sjónvarpinn.
20.45 Honolulu. Þýzk kvikmynd, hln
fyrsta af fiman nm eyjar I
Kyrrahafi. f þcssari myna
Hawai-eyjnm, þar sem margt
hefnr lagzt á eitt nm að gera
móttöku ferðamanna að mikl
nm atvinnnvegi og arðbærum.
Þýðandi. Bríet HéðinsWóttir.
21.05 Um kvöld. (Chez Rouge).
Bandarískt sjónvarpsieikrit.
Aðalhlutverk: Janis Paige,
Harry Guardíno, Knrt Kazner
og Ray Danton.
Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir.
21.55 MilHstríðsárin. (17. þáttur). í
pessum pætti greinir frá áhrif
uní styrjaldarinnar á þróun
menningar á ýmsum sviðum.
Þýðandi og þulur: Bergsteinn
Jónson.
22.20 Dagskrárlok,
■ p j _ JL B \P .
Miðvikudagur 12. fherúar
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn.
8.00 Morgunleikfimi. Tónleikar.
8.30 Fréttir og veðurfregnir.
Tónleikar. 8.55 Fréttaágrip og
útdráttur úr forustugreinum
dagblaðanna. Tónleikar. 9.30
Tilkynningar. Tónleikar 9 50
Þingfréttir. 10.05 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir. 10.25 fslenzkur
sálmasöngur og önnur kirkju-
tónlist, þ. á m. syngur kvartett
pasdíusálmalög í útsetningu
Sigurðar Þórðarsonar. 11.00
Hljómplötusafnið (endurt.
þáttur).
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar. 12.25 Fréttir og veður-
íregnir. Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.40 Við, sem hcima sitjum
Else Snorrason led söguna
„Mælirinn fuUur“ eftir Rebeccu
West í þýðingu Einars
Thoroddsens (8).
15.00 Miðdegisútvarp
Fréttir. Tilkynningar. I,étt lög;
Eyn og Graham McCarthy
syngja þjóðlög. Alberto de
Luque o.fl. leika og fíyngja.
C het Atkins leikur á gítar, —
o.fl. skemmta með ýmsu mótí.
16.15 Veðurfregnir.
Klassísk tónlist.
Nathan Milstein leikur rúss-
neska tónlist á fiðlu: Huglcið-
ingu og Skerzó eftir Tsjaíköv-
ský og Fantasíu eftir Rismký-
Korsakoff; Robert Irving
stj. hljómsveitinni, sem
leikur einnig.
16.40 Framburðarkennsla í esper-
anto og þýzku.
17.00 Fréttir.
Dönsk tóniist
Eyvind Sand Kjeldsen, J rgen
Friisholm, Ingbert Micheisen
og félagar í Coliegium Muslc-
um í Kaupmannahöfn flytja
S infónísfet tríó fyrir fiðlu,
knéfiðlu, horn og hljómsvcit
cftir Jörgen Bentzon; Lavard
Friisholm stj.
Eyvind Möller leikur tvær
píanósónötur eftir Franz
Knhlau.
17.40 LitU barnatíminn
Unnur Haildórsdóttlr og Katrin
Smári skemmta msð sögum
og söng.
18.00 Tónleikar. TUkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir
Tilkynning&r.
19.30 Símarabb
Stefán Jónsson talar vií
menn hér og hvar.
20.00 Sænsk píanótónUst
Gunnar de Frumerie, Erlanð
von Koch og Ingemar Liljefors
leika verk sin.
20.20 Kvöldvaka
a. Lesttur fomrita
Helmlr Pálsson stuð. aag. let
Bjarnar aögn Hitdælakappa
(4).
b. Lög eftir Jónas TómassoB,
Guðmunda EUasdóttir og
A lþýðukórinn syngja. Söng
Btjóri: Dr. HaUgrímur Helgason.
e. TöfrahrögB og gróðalaii
Halldór Pétursson flytur trftr.
söguþátt, — fyrrl hluta.
d. ,Heill sé hug og snlUi“
Séra Helgi Tryggvasbn les
kvæði eftir Hannes Hafstein.
e. Hjaðningarimur eftir Bóin-
Hjáimar
Sveinhjörn Bein^einssoD kve8-
ur fyrstu rimu.
22.00 FrétUr. ]
22.15 Veðurfregnir. I.eatur
Passíusálma (9)
22.25 Kv ldsagan: „Þriðja stúlkan"
eftir Agöthn Christie
Elías Mar rithöfnndnr endar
lestur sögunnar i þýðingn
sinni (28).
22.50 Á hvítum reitum og svöztuná
Sveinn Kridtlnsson flytur skák-
þátt.
23.25 Fréttir í stuttu máli.
SMURT ERAUÐ
SNITTUR j
BRAUÐTERTUB
BRAUÐHUSIÐ
SNACK BAR.
Laugavegi 126.
sími 24631.
EIRRÖR
Kranar,
fittings,
einangrun e.fl. til
hita- og vatnslagna
byggingavöruverzlun
Burstafell
Réttarholtevegi 9
Sími 38840.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR - ÖL — GOS
Opið frá kl. 9.
Lokað kl. 23.15.
Pantið tímanlega í veizlur
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Simí 1-60-12.