Alþýðublaðið - 19.02.1969, Page 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 19. febrúar 1969
\
„Mikilhæfir listamenn“
eru margir kallaðir, cg
sennilega fæstir meö
réttu-
Róbert Arnfinnsson,
leikari, er líkast til einn
fárra íslendinga, sem rís
undir því nafni-
Ég ræddi við Róbert í Þjóðleik-
húsinu einn eftirmiðdaginn, þegar
hann var rétt að koma af æfingu á
„Fiðlaranum". Af sviðinu kom
hann kófsveittur og kappklæddur,
enda nýstiginn upp úr flensunni,
og þá ekki að undra, þótt hann
væri svolítið þreytulegur.
„Af tilviljun..„Stælingar sannfæra engan“ rnann aldrei í friði“.
■— Af hverju ertu leikari, Róbert?
— Þessi var nú erfið. Hann hugs-
ar sig um. — Af tilviljun.
— Hvernig varð sú tilviljun til ?
— Ég ætlaði í Loftskeytaskólann,
en daginn, sem ég ætlaði ^ð byrja
í honum, gripu örlögin í taumana,
og ég lagðist -veikur. Ég veiktist
alveg bölvanléga af hettusótt og
átti lengi í henni. Þá hafði ég náttúr
lega dregizt mikið aftur úr í nám-
inu, svo mér var eindregið ráðlagt
að gefa námið upp á bátinn þann
veturinn.
En svoleiðis var í dentíð, að Loft-
skeytaskóh'nn var bara starfræktur
á fjögra ára fresti, og ég hefði orðið
að bíða af mér það tímabil.
Ég hugsa með mér, anskotinn,
að ekki sé hægt að ganga um og
naga á sér neglurnar þennan tíma.
Þá rifjast upp fyrir mér, að einu
sinni sem oftar, þegar ég hafði ver-
ið að spila á dansleik, höfðu Lárus
Pálsson, Lárus Ingólfsson og Sigrún
Magnúsdóttir troðið upp með núm-
er úr óperettunni Nitouche. Lárus
Pálsson hafði spurt mig, hvort ég
gæti ekki kombinerað mitt spilirí
á ballinu við það að spila undir
hjá þeim. Nú, það var auðsótt mál.
Og við þetta dettur mér í hug
að fara og tala við þennan Lárus.
Hvering mér datt það í hug, vitandi
ekki skapaðan hlut um leikhús, veit
ég hreint ekki.
F.n svona æxlaðist, að ég fór til
I.árusar og hann tók mér ósköp
notalega. F.g var hjá honum í
skóla hálfan þann vetur og allan
næsta, fékk stadistahlutverk hjá
Leikfélaginu. Sagði já herra og nei
herra pg svoleiðis.
Svojjgaf Lárus mér meðmæli til
að Jæra f Danmðfku, 'ég kWli' hétFn,
og við það er í rauninni ekki miklu
að bæta; ég hef starfað óslitið síð-
an. ■
— Attu þér eitthvert óskahlut-
verk?
— Nei, og hef aldrei átt, svarar
Róbert í lágri, viðfeklinni tónteg-
und sinni. — Aldrei gengið með
neinn Hamlet í maganum.
F.n manni þykir vænzt um þau
hlutverk, sem mestra átaka krefj-
ast. Því meira, sem verk heimtar
af manni, því meiri hluti, sem verk
verður af manni sjálfum, þeim
mun vænna þykir manni um það.
Og það er sama, hvaða hlutverk
er, það er aldrei hægt að vinna það
samvizkusamlega með aðfengnum
hjálpargögnum — stælingum —
það verður alltaf falskt.
Efnivið í hlutverk er ekki hægt
að sækja í aðra námu en sjálfan
sig. Svo er bara spurningin, hvernig
æðarnar liggja í þessari námu.
Fólk hefur í sér flesta þætti mann-
lífsins, bara missterka. I-eikari verð-
ur að leita að viðkomandi þætti í
sjálfum sér í hvert skipti, draga
hann fram og .spila á strenginn.
Það er kannski alltaf hægt að
herma eftir, en það sannfærir eng-
.an, maður sannfærir hvorki sjálfan
sig né aðra undir neinum kringum-
stæðum.
— Þitt erfiðasta hlutverk, hvert
hefur það verið?
— Púntila. Það getur verið, að
ellin ráði því, en Púntila er tvímæla-
lnust físískt erfiðasta hlutverk mitt.
Hann er alltaf eins og spennt fjöður,
yfirspenntur eðá úndirspenntur. Og
það, sem er erfitt líkamlega, reynir
þá á hausinn líka.
- — Þú 'tTéfur fén^ífT Síffu'rtáfflp-'
ann.
— Tá, það var ’56, fyrir Góða
dátann Svejk.
— Fjnnst þér sjálfum, að þar
hafi þér tekizt bezt upp?
— .Nei, segir Róbert og bætir
síðan við ákveðnari: — Nei, það
lield ég ekki.
Eg get ósköp lítinn dóm lagt
á það sjálfur, hvenær mér tekst
bezt til. F.n rrianni þykir auðvitað
•misgaman að vinna að hlutverkum.
Ymis hlutverk hef ég haft sérstakt
-yndi af að vinna, eins og Eddie
Carbone í Horft af brúnni og Jón í
Nashyrningunum.
Og maður vonar alltaf, að maður
geri jrau hlutverk bezt, sem maður
er að vinna að í það og það skiptið.
Svo eru til hlutverk, sem eru
varla þess virði að spreða í þau
vinnu. Eg vil nú ekki vera svo hlut-
drægur að nefna nein. En’ ég hef
jró nokkur í huga.
— Heldurðu að leikarar geti lif-
að sig um of inn í hlutverk sin?
— Það hefur stundum verið sagt.
Eg held jrað sé tóm helvítis della,
að leikarar gcti eitthvað breytzt eft-
ir hlutverkunum, sem þeir leika.
Ef þeir geta lifað sig inn í hlut-
verk, geta þeir alveg eins lifað sig
út úr Jtví og þá inn í sitt eigiö
sjálf.
— Eru leikarar ekki hræddir við
að hlutverkum þeirra „slái saman“?
— Það gctur verið hætta á því,
að leikurinn verði áþekkur í ein-
hverjum tveimur hlutverkum eða
yfirleitt. Það getur skotið upp koll-
inum. F.n maður verður jrá að
treysta á samstarf og heiðarleik
góðra og gamalla kollega í gegnum
árin; að þeir geri rnanni viðvart.
— Af þeim kynnum, sem þú
hefur haft af kvikmyndaleik, gæt-
irðu þá hugsað þér að hafa hann
að aðalstarfi?
— Nei. En }?að gæti verið ágætt
til tilbreytingar, ein kvikmynd af
og til.
Það er gjörólíkt að leika í kvik-
mvnd og á sviði. I leikhúsinu er
bvggt upp frá grunni, en í kvik-
mynd er atriðunum blandað saftian
og þau tekin bara í einhverri röð.
Fyrst er kannski tekið jrriðja atriði
og svo áttugasta. Þá verður maður
að standa klár á ástandinu; átta
sig alv.eg á því, hvað maðurinn hef-
ur verið að gera í millitíðinni og
hvað hann er að gera núna. Þetta
er eins og að láta reita sig í tætlur;
plokka sig eins og hænu.
— Hvaða kosti finnst þér hafa
að vera leikari?
— F.nga.
. F.n höfuðkostur við störf er auð-
vitað sá, að maður geti lielgað sig
}?eim, ef maður er á annað borð
þannig gerður, að þau eiga við
mann.
— Á það við þig að leika?
— O, ég veit ekki.
Eg fæ stundum köst og vil þá
vaða beint út í hafsauga og gefa allt
upp á bátinn.
Þetta heyrir sennilega bara til
svciflum í eigin persónu; að vera
stundum upp á móti því, sem manni
er í raun kærast.
— Hvað viltu segja um hlutverk
þitt { Fiðlaranum?
■ Frairihald'á ' blíi.' 10.