Alþýðublaðið - 19.02.1969, Síða 11

Alþýðublaðið - 19.02.1969, Síða 11
ALÞÝÐUBLAÐEÐ 19. febrúar 1969 11 ar við förum, sagði Margrét bros- andi áti þess að trúa því, að Alí vildi koma með henni, ef til flótt- ans kæmi. Hún gekk yfir hallartorgið en Alí beið í skugganum, sennilega til að sjá svo um, að hún kæmist alla leiðina heim. Hún var ekki komin langt áleið- is, þegar hún hrasaði og Alí kom lilaupandi til hennar, þegar hann heyrði hana reka upp lágt vein. Maður lá þarna á jörðinni. Hún tók upp vasaljósið sitt og í ljós- geislanum sá hún, að þetta var furst- inn og hann var alblóðugur á enn- inu. Nú laut hún niður og ýtti höfuðbiiningnum frá enni hans og sá þá, að hann var með næstum jafnljóst hár og hún. Um stund starði hún á hann sem lömuð, en þegar hún sá, að Ali stóð og starði yfir öxlina á henni, setti hún höfuðbúninginn aftur eins og hann hafði áður verið. — Hann hefur rekið ennið í steinana, sagði Alí og benti. Hún kinkaði kolli. — Alí, þú verður að hjálpa mér með hann inn { höllina. Við getum ekki loftað honum, en ef þú tekur um höfuð hans og axlir og ég held um fæt- urna, gætum við kannski dregið hann. Þegar þau boru b'úin að bera hann inn um gluggana á herbergi hans og leggja hann á sófann, laut Alí yfir hann og leit á sárið. — Alí sækja áburð, sagði hann og fór út. Um leið kom Louis inn án þess að berja að dyrum og sá hvítklædda drenginn, sem skauzt út um glugg- ann Margrétu í Arababúningnum og furstann meðvitundarlausan. — Hvað gengur eiginlega á, ma- demoiselle? spurði hann reiðilega um leið og hann kom inn. — Ég var úti að ganga og hras- aði um hann. Hún þagnaði, því að furstinn opnaði augun og Louis benti henni að fara. Louis stóð og starði á furstann. Það var ljótt sár á enni hans alveg upp við ljósar hársræturnar. Já, Louis starði á hann, því að öðru eins og þessu hafði hann ekki gert ráð fyrir. Hann gat ekkert leitað með hjálp. Hann kunni ekki hjálp í viðlögum og hann þorði ekki að bi.ðja ungfrú Pearson um aðstoð, af því að 'hún vildi ekkert frekar en losna við furstann - Fleur myndi aldrei lyfta litla fingri til að hjálpa honum og Yasmina kom ekki til mála. Nei, hann varð að tala aftur við ensku stúlkuna, sem hann hafði rekið út rétt áður. Nú fór hann út úr herberginu og ætlaði beint inn til Margrétar og í reiði sinni tók hann ckki eftir því, að hún hafði falið sig í skuggunum bak við dyrnar. Hún læddist inn í herbergið og sá litla hvítklædda veru við glugg- ann. Það reyndist vera Alí, sem var með balsamkrukku, sem í var furðulega iimandi, grænn áburður. Alí reyndi að sannfæra hana um, að þetta væri góður áburður og þar sem Margrét hafði ekkert annað við höndina, ákvað hún að hætta á þetta og smurði áburðinum var- lega á sárið, sem var að storkna, en Alí laumaðist aftur á brott. Furstinn opnaði aftur .augun, andlit hans afmyndaðist af sársauka um stund og hann stundi: Elísa! — Nei, ég heiti Margrét Paxton, svaraði hún ákveðin. Hann leit kynlega á hana en í þeim svifum kom Louis inn. — Mademoiselle! jHver jhefur Iteyft yður að fara inn í herbergi hans tignar! Þetta er í annað skiþti, sem ég sé yður hér í kvöld! Nú sá hann balsamkrúsina og spurði, hvað hún væri með. — Láttu hana vera, sagði furstinn. — Þetta er í bezta lagi og geti þessi áburður ekki grætt sárið, get- ur ekkert annað grætt það, Louis. Mig langar til að leggja fáeinar spurningar fyrir ungfrú Paxton. — Nei, nei, Phillippe. Ég vil fá að vera kyrr! Mig Iangar líka til að spyrja hana um ýmislegt og ég verð að vita allt af létta, Það hefur allt of mikið gerzt undanfarna daga án þess að við höfum unnið saman cins og í gamla daga. Það er hættu- legt, þegar önnur höndin vcit ekki, hvað hin gerir .... — Ég bið þig um að fara, Louis! Louis Ieit Margréti hatursaugum, hneigði sig stirðbusalega og fór út. Margréti leið ónotalega, en hún gekk samt yfir að speglinum þegar furstinn hafði numið þar staðár til að aðgæta sárið á enni sér. — Eruð þér .... franskur? hvísl- aði hún. —Hvað hélduð þér, að ég'væri? Arabi? spurði hann. — Nei, en franskur er ég ekki þó svo að. við Louis berjumst báðir fyrir sama takmarki, nefnilega að Frakkar eignist aftur E1 Kabakir. Nú settist hann og hvíldi höfuð- ið í greipum sér. — Hvers vegna var ráðizt á yður, monsieur? Hver var ástæðan? Eða var þetta kannski slys? Hann leit á hana og nú var svipur hans fjandsamlegur. — Hvað vor- uð þér að gera úti, þegar þér áttuð að halda yður inni í höllinni? Hvaða arabadrengur kom hingað inn áðan? B’in sagði hónum, hver Alí væri, en þegar furstinn spurði hana hrana lega, hvað það væri, sem Alí hefði boðizt til að sýna henni, svaraði hún: — Það er einkamál mitt, mon- sieur, en fyrst við erum farin að ræða saman á annað borð, langar mig til að segja yður, að ég get ekki þolað að mér sé haldið sem fanga hérna í höllinni, hvorki að næturþeli né á öðrum tímum. Ég vil gjarnan fara héðan, monsieur. Við ætluðum að vera hérna og ljúka verki okkar, en nú sjáum við, hvað það er heimskulegt. Ég held, að réttast væri að við færum strax. — Ég hélt, að þetta samtal yrði til að upplýsa ásandið, sagði hann hótandi, — en það hefur aðeins sannað mér, að Louis segir satt, en þér ljúgið. Þér eruð samsærismann- eskja eins og allir aðrir hérna, ma- demoiselle. — Það er ekkijétt! Ég hef engan áhuga á því, sem hér gerist. — Þá eruð þér svo heimskar, að þér viljið hjálpa þeim, sem hafa áhugann og það er jafnslæmt og 'hitt. Ég get ekki leyft yður að fara. Þér verðið hér, þangað til verki yðar er lokið. — Eigið þér við, að þér neyðið okkur til að halda hér kyrru fyrir? Hann yppti öxlum. — Ég hef lokið máli rnínu, sagði hann. — Áheyrninni er lokið! 12. KAFLI Næstu tvo daga gekk allt vel og Margrét sá Alí aldrei. Abdul skipti sér ekki heldur af þeirn, ungfrú Pearson virtist horfin af yfirborði jarðar og jafnvel Yasmina kom aldrei. Þegar Margrét var einu sinni ein með Louis notaði hún tækifærið — íil nr m Tj T) ÖJCL LiJ LL Uu Lr MiSvikudagur 19. febrúar 1969. 18.00 Tumi þunvall. Leikstjóri Rene Cardona. Ævintýrakvikmynd. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.20 Hlc. 20.30 Apaltettir. 20.00 Fréttir. Skemmtiþáttur The Monkccs. „Hótelþjófarnir." Þýðandi; Július Magnús'son. 20.55 Virginíumaðurinn. „Eitt sinn skal hver deyja.“ Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.05 MUlistríðsárin. 18. þáttur. Einræðisiiierraj* hefjast til valda í ýmsum löndum Evrópu á þriðja tug aldarinnar. 22.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. febrúar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 íslenzkur sálmadöngur og önnur kirkjutónlist, þ.á.ra syngur kvartett gömul passíu sálmalög í raddsetn Sig. Þórðarsonar. 12.00 Hádcgisútvarp. 14.40 Við, senv heima sitjum. Else Snorrason les söguna „Mælirinn fullur ‘ eftir eftir Rebeccu West. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veðurfregnir Tónlist eftir Robert Schu mann. 17.00 Fréttir. Dönsk tónlist. 17.40 Litli barnatíminn. Gyða Ragnarsdóttir stjórnar þætti fyrir yngstu hlustend urna. I 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfr. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Símarabb. j Stefán Jónsson talar Tið menn hér og hvar. 20.00 Tónlist eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, tónskáld mánaðarins. [ SamóUrni, elektróniskt tós verk. J Auk rafmagnstóna koma fram raddir Þuríðar Páls dóttur og Kristínar Önnu Þórarinsdóttur. j 20.15 Kvöldttaka. ] a) Lcstur fornrita Heimir Pálsson cand. mag. les Bjarnar sögu Hítdælakappa, b) Hjaðningarímur eftir Bólu Hjálmar. Sveinbjörn Beinteinsson kveður aðra rímu. c) Töfrabrögð og gróðaleit Halldór Pétursson flytur síS ari hluta frásöguþáttar Sins d) Þorraþrælsbylurinn í Odda. j Ágústa Björnsdóttir lcs úr Þjóðsögum Jónsi Árnasonar. Á eftir vcrður lesið og suug ið þorraþrælskvæði Kristájna Jónssonar. 21.30 Föstuguðsþjónusta I útvarpa sal. Sr. Bernharður Guðmunds son flytur hugvekju og bæn, 22.00 Fréttlr. Veöurfregnir. Konungar Noregs og bænds höfðingjar. Gunnar Benediktsson, rifhöf undur flytur þriðja frá- söguþátt sinn. 22.35 Svíta nr. 8 í f-rnoll eftir Handei . 1 22.50 Á hvítum reitum og svörtum Ingvar Ásmundsson flytur skákþátt. ■ 232.5 Fréttir í stuttu máli. -« j Dagskráriok. HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON- Sími 36857. Takið eftir - Takið eftir Nú er fátt til bjargar, því góður tími til að taka til á háa loftinu- Við kaupum allskonar eldri gerð húsgagna og hús- muna svo sem buffetskápa, borð stóla, blómasúlur, klukkur, rokka. prjóna- og snældustokka, spegla og margt fl. Fornverzlunin Laugavegi 33 (bakhúsið) Sími 10059 — Sími heima 22926. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.