Dagur - 08.05.1918, Síða 2
26
DAGUR.
Alþingi.
í frumvarpi stjórnarinnar, um al-
menna hjálp vegna dýrtiðarinnar,
er, í stað lánsheimildanna í núgild-
andi lögum,hverju sveitafjelagiheim-
ilt að veita úr sveitar- eða bæjar-
sjóði, auk venjulegra útgjalda, upp-
hæð, er fari ekki yfir 15 kr. á hvern
mann, og skal '/s af þeirri upphæð
afturkræfur úr landssjóði. »Ef allar
sveitir á landinu notuðu sjer rjett
þennan að fullu, þá mundi lands-
sjóður leggja fram 450 þús. kr. til
hjálpar sveitafjelögum. En þar
sem sveitafjelögin eiga að leggja
2/a á móti landssjóði, má ganga að
því vísu, að um Iandssjóðsstyrk verði
ekki beðið nema um fulla nauðsyn
sje að ræða«, segir í athugas. stjórn-
arinnar.
Meginatriðið úr frumv. stjórn-
arinnar um fráfœrur ásauðar er
á þessa leið: Meðan Norðurálfu-
ófriðurinn stendur, heimilast lands-
stjórninni að setja með reglugjörð
ákvæði um fráfærur ásauðar og til
að gera nauðsynlegar ráðstafanir þar
að lútandi. — í athugas. stjórnar-
innar segir, að feitmetisskortur fari
að verða mjög tilfinnanlegur, af
því að smjörlíki frá Vesturheimi
sje alveg á þrotum og því verði
eingöngu að bjargast við innlent
feitmeti, en til þess að reyna að
framleiða nægilegt af því, sýnist
það fyrsta tiltækilega ráðið að áuka
fráfærur í landinu.
Samkvæmt frv. um skipun barna-
kennara og laun þeirra fá forstöðu-
menn barnask. í kaupst. 2000 kr.
árslaun, kennarar við kaupst. skóla
1500 kr., forstöðumenn barnaskóla
utan kaupst. 1500 kr., og kennarar
við þá skóla 1200 kr. Farskóla-
kennarar 300 kr. auk hlunninda.
Laun kennara við kaupst. skóla
greiðist að l/s úr landssjóði, en að
helmingi til barnakennara utan kaup-
staða,
Launaviðbót eftir þjónustualdri:
Kennarar kaupst. skóla 200 kr.
4. hvert ár upp að 1000 kr. Kenn-
arar utan kaupst. 100 kr. 4. hvert
ár upp að 500 kr. Farskólakenn-
arar 50 kr. 3. hvert ár upp að
300 kr.
Allar launaviðbætur greiðist úr
landssjóði.
Frumv. fylgir langt og ítarlegt
álit fræðslumálastjóra.
Frumv. um 4000 kr. eftirlaun
handa Birni Kristjánssyni flytja 8
þingm. í n. deild. í greinagerð
frumv. segir: .......... Rar sem
nú mun standa til, að Björn Krist-
jánsson láti bráðlega af stjórn bank-
ans, en hinsvegar mun ekki um
það deilt, að hann hafi staðið prýði-
lega í þeirri stöðu, þá virðist sam-
ræmi í því, að honum sje veitt
hin sömu eftirlaun er ákveðin voru
handa fráfarandi bankastjóra 1909.
Magnús Gunmundsson flytur
frumv. til laga um mótak. Tilgangur
þesser, að fyrirbyggja að eigendur
mólands geti okrað á því. Skal gjald
fyrir mótak fara eftir mati, þar sem
viðunanlegir samningar nást eigi.
Ringm. Eyfirðinga flytja tillögu
til þingsál., er hljóðar svo:
Alþingi ályktar að skora á lands-
stjórnina að hlutast til um, að úti-
bú frá Landsbankanum verði sett
á stofn á Siglufirði, svo fljótt sem
unt er.
Önnur tillaga um útibú í Vest-
mannaeyjnm frá sama banka er og
fram komin.
Sala á Ólafsvöllum og Gaulverja-
bæ nær ekki fram að ganga.
Talið er Iíklegt að frumv. til laga
um bœjarstjórn á Siglufirði falli
vegna skilyrða, sem sýslunefnd Ey-
jafjarðarsýslu setti þar um.
Samtíningur.
— Ný skáldsaga, eftir Einar Kvar-
an, kemur út í vor. Hún heitir
Sambýlið. Frá Jóni Trausta kemur
önnur, er heitir Bessi gamti.
— Þá er líka Einar Kvaran að
snúa á íslensku hinni stórfrægu
skáldsögu eftir V. Hugo: »Les
Miserables« (Aumingjarnir).
— Blaðið Pjóðólfur er farið að
koma út i Rvík. Ritstjóri til bráða-
birgða Sigurður Guðmundsson mag-
ister.
— Samkvæmt fyrirskipaðri staf-
setningu stjórnarráðsins skal rita t
á undan st í sagnorða beygingum,
þar sem rót orðsins endar á t eða
tt (flutst, af flytja; hitst, af hitta.)
— Reykvíkingar ætla að fara að
nota gasstöðvarhitann til brauðbök-
unar og koma upp bökunarhúsi í
sambandi við stöðina.Er það talin al-
gerlega ný uppgötvan að nota gas-
stöðvarhitann á þennan hátt. Hug-
myndina á Jón Jónsson stúdent í
Rvík.
— í Rvík er nýstofnað fjelag
er heitir »Svörður,« og annað fje-
lag, er heitir »Surtur«. »Svörður«
ætlar að taka upp svörð uppi í
Mosfellssveit í sumar, að minsta
kosti 1000 tonn af þurrum mó.
»Surtur« ætlar að vinna kol úr Duf-
ansdalsnámunni.
— Páll Einarsson bæjarf. hefir ósk-
að þess getið í Degi, að eftir þeim
kynnum, sem hann hafi haft af lands-
versluninni, á meðan O. Friðgeirs-
son veitti henni forstöðu, hafi aT
greiðsla á vörum verslunarinnar og
reikningar yfir þær verið í mjög
góðu lagi.
Auðvitað haggar þetta ekkert við
þeim meginatriðum, sem fundið
var að í síðasta blaði, að hvorki
var gerð vörutalning nje endurskoð-
un framkvæmd og að O. F. kunni
ekki tvöfaida bókfærslu.
— Öfundsjúk sál, sem lengi hef-
ir verið friðlaus af hjegómagirni,
en hefir ekki haft af öðru að seg-
ja en sífelt að »falla«, rífur klæði
sín í síðasta tbl. ísl. yfir því, að
Guðm. á Rúfnavöllum var gerður
að heiðursfjelaga Kaupfjelags Eyf.,
og sjer ofsjónum yfir því, að ritst.
Dags skuli vera í stjórn fjelagsins.
Vonandi fær þessi sjúklingur nú
bata, þar sem hann er kominn í
hendur dýralæknis.