Dagur - 03.06.1918, Page 3
DAGUR.
35
Vetrarbrautin.
(Eftir Z. Topelius.)
Er Ijósið mitt er sloknað um ljúfa, kyrra nótt,
þá læðist inn að hvílustokki minninganna gnótt,
og æfintýrin þjóta að mjer sem eldingar um geim
svo undurþýð og hugljúf, að vikna jeg fyrir þeim.
Þá horfa skærar stjörnur úr heiði í næturhyl,
svo hýrar eins og dauði á jörð ei lengur væri til.
Ef þeirra mál ei skilur, þjer sögu jeg segi þá,
er sjálfur las jeg stjörnum í, en viltu hlusta á?
Hann bústað fjekk á stjörnu við fagurt kvöldsins skraut^
hún fjærri honum sólu aðra í geimnum byggja hlaut.
Og hennar nafn var Salami en Sulamith hjet hann,
og segulkraftur elskunnar i þeirra hjörtum brann.
F*au áður bygðu foldu og unnust þar í stað,
en ávalt myrkur, synd og dauði skildi vinina að.
Þeim uxu síðar vængir við dauðans djúpu ró,
en dæmd þau voru sitt á hvorri stjörnu að lifa þó.
Ei ástir þeirra fyrndust i uppheimssölum há,
en óteljandi hnattafjöldi á milli þeirra Iá;
já, geimurinn hinn víði með öll sín undra lönd,
hið yndislega furðuverk af drottins máttarhönd.
En Sulamith þá seint og snemma sótti þráin heim,
svo hann ákvað brú af Ijósi að reisa um dimman geim,
og Salami þá sendi geisla sínum bústað frá,
sem hún vildi Iáta alt að heimskautunum ná.
í árþúsundir bygðu þau með þreki, þoli og trú,
og þannig skaptist vetrarbrautin glæsilega, sú,
er faðmar hæsta himinhvolf og her af stjörnum smá
og hnýtir saman strendurnar við úthaf geimsinsblá.
Og óttaslegnir englarnir við Alvald sögðu þá:
sHvað elskendurnir hafa gjört nú skalt þú drottinn sjá»
En Alfaðirinn brosti svo að birti um víðan geim.
»Hvað bygt er upp af kærleika, jeg ríf ei fyrir þeim.«
En Salami og Sulamith af sínu starfi leyst
nú sællar gleði nutu, og þeirra ást var treyst
við þúsund ára sorgir, við þúsund ára þrá,
við þeirra fund rann skærsta stjarnan hvelfingunni á.
En allir þjer sem unnist hjer á æfikaldri leið,
en aðskiljist af hleypidómum, myrkri, synd og deyð,
ef þrek þið hafið heima á milli háa að reisa brú,
þið hitta skuluð ástvinina; það er meira en trú.
X. þýddi.
Margar fyrirspurnir komatil stjórn-
arinnar. Þeirra á mcðal ein frá sr.
Sig. Stef. um það, hversvegna ÁI-
þingi hefði verið kallað saman 10.
apríl. Forsætisráðherra svaraði þeirri
fyrirspurn með merklegri ræðu, sem
út er komin í þremur blöðum í
Reykjavík.
Alt í óvissu um hvenær þingi
verður slitið. Von á skeyti frá Dan-
mörku í þessari viku um samninga
milli íslands og Daumerkur.
Verslunin.
Samningarnir við Breta eru enn
ekki birtir og er þeim þó að öllu
lokið. Eggert Briem einn úr sendi-
nefndinni, kr heiin kominn, en hin-
ir tveir komnir til Khafnar.
Heyrst* hefir úr Reykjavík, að
Englendingar skuldbindi sig ekki til
að káupa kjöt okkar og talið lík-
legt að þeir leyfi þá útftutning á því
til Norðurlanda, ef þeir ekki hirða
um að kaupa það sjálfir, Annars
eru samningarnir taldir að sumu
Ieyti viðunandi fyrir landbúnaðinn.
Eftir fregnum að dæma hefir sjáv-
arútvegurinn orðið fremur hart úti
hvað síldina snertir, búist við að
bandanienn vilji ekkert af henni
kaupa, en leyfi sölu á aðeins 50
þús. tunnum til Svíþjóðar. Þá er
og sagt að Ieyfi hafi fengist fyrir
útflutningi á 1000 hestum til Dan-
merkur.
Samkvæmt samningunum skuld-
binda bandamenn sig til þess að
selja Islendingum matvöru fyrir á-
kveðið verð, er stendur óbreytan-
legt þangað til í maí 1919.
Ákveðið mun vera að landið taki
að sjer innkaup á allri erlendri
matvöru að minsta kosti, og ef til
vill fleiri nauðsynjavörum. Af því
leiðir að starf heildsalanna fellur að
mestu eða öllu niður. Mun þetta
gert eftir tillögum frá landsverslun-
arstjórunum, og standa í sambandi
við bresku samningana.
Þriggja manna nefnd verður sett,
til þess að sjá um útflutning á ís-
lenskum afurðum. Verður einn þess-
ara nefndarmanna fyrir hönd land-
búnaðarins, annar fyrir sjávarútveg-
inn og sá þriðji verslunarfróður
maður.
Landsstjórnin kaupir alla íslenska
ull, nema lítinn slatta, sem danska
stjórnin á hjer, fyrir ákveðið verð.
Ullin verður gerð upptæk, ef á
þarf að halda, eða ef hún fæst ekki
með öðru móti.
Frá útlöndum.
Stórorustur eru yfirvofandi á vest-
urvígstöðvunum og jafnvel sagt að
Þjóðverjar sjeu byrjaðir á harð-
vítugri og grimmri sókn á sumum
stöðum með góðum árangri. Þjóð-
verjar sagðir einráðnir í að draga
saman allan þann herafla, er þeir
hafa á að skipa og hefja ógurlega
sókn og ætlast þeir þá til að til
einhverra úrslita dragi. Bandamenn
hafa átt um tvo kosta að velja, að