Dagur - 03.06.1918, Qupperneq 4
36
DAGUR.
fá nú þegar dálílinn herafla frá Ame-
ríku til varhar í bráðina, eða bíða
hins að þeir fengju fullkominn og
öflugan her síðar og hafa þeir tekið
þann síðari kostinn, bendir það á,
að þeir þykist ekki mjög varbúnir
að vörnum gegn óvinum- sínum.
Pó segja fregnirnar að bandamenn
geri sjer það ljóst að svo geti vel
farið, að þeir verði að láta undan
síga ofureflinu og leggi því alt sitt
kapp á að liafa varalið sitt sem
best vígbúið til að hefja gagnáhlaup
svo skjótt, er eitthvað dregur úr
sókninni hjá Pjóðverjum. Má nú
búast við stórviðburðum á vestur-
vígstöðvunum á hverri stundu.
Boðorðið.
Menn hafa víst alls ekki átt þess
von, að hefjast mundu samninga-
umleitanir um samband íslands og
Danmerkur svo fljótt, sem nú eru
horfur á. Eins og kunnugt er,
neitaði konungur að verða við ósk
Alþingis um sjerstakan verslunarfána
íslendingum til handa. í þess stað
mun r.ú ráðið, að Danir sendi nefnd
manna hingað til lands til þess að
semja um sambandið í heild. Er
það í samræmi við orð konungs í
ríkisráðinu 22. nóv. síðastl. Zahle,
forsætisráðherra Dana, hefir símað
Jóni Magnússyni forsætisráðherra,
að þegar ríkisþingið hefjist 28. maí,
þá verði ákvörðun tekin um það,
hvernig Danmörk muni æskja að
skipa fulltrúa til slíkra samningaum-
leitana.
Af þvf, sem hjer er sagt, er það
Ijóst, að Danir eiga upptökin að
þessum nýju samningatilraunum, og
munu fulltrúar þeirra koma fram
með ákveðnar tillögur, og hafa þá
íslendingar um tvo kosti að velja,
annaðhvort að fallast á þær eða hafna
þeim. Hvorn kostinn beri að taka,
verður vitanlega ekkert um sagt, á
meðan boð Dana eru ekki kunn
orðin. Fyrri samningatilraunir milli
Dana og íslendinga hafa gefist illa
og orðið þess valdandi, að íslenska
þjóðin hefir skiftst í andvíga og ill-
víga flokka, sem dregið hefir huga
manna frá umbótaframkvæmdum í
Iandinu og tafið þjóðina á framsókn-
arbraut sinni. Nú voru nokkrar
horfur á, að það sár færi að gróa,
sem af deilum gömlu flokkanna
stafaði. Til óbætanlegs tjóns yrði
það fyrir þjóðina, ef það sár ýfð-
ist upp að nýju við þær samninga-
tilraunir, sem nú eru fyrir dyrum.
Undanfarin reynsla ætti að vera okk-
ur til leiðbeiningar um það, að vill-
ast ekki á nýjan leik út á þá óheilla-
braut að standa sundraðir frammi
fyrir Dönum. Rað væri óafmáan-
leg smán, ef sílk afglöp hentu okk-
ur enn, og allra síst ætti það við
á þessum alvöruþrungnu tfmum. í
þessu máli á okkur að eins að vera
eilt boðorð gefið og fleiri ekki.
Boðorðið er þetta: Allir eiít.
Rokum okkur saman, þá er sig-
urinn vís.
Samtíningur.
— Árni Helgason bóndi í Skálpa-
gerði í Kaupangssveit er nýlega lát-
inn.
— Cand. theol. Erlendur Pórð-
arson frá Svartárkoti er löglega kos-
inn prestur í Odda.
— Færeyingar hafa gert út sendi-
menn til Reykjavíkur, til þess að
semja við stjórn landsins um vöru-
kaup frá Ameríku. Er nú svo kom-
ið,' að Danir geta ekki orðið þeim
að liði með lífsnauðsynjar. Hafa
samningarnir milli færeysku sendi-
mannanna og stjórnarinnar gengið
greiðlega, enda gleðiefni fyrir Jslend-
inga að geta orðið þeim að liði.
— Með meira móti er nú unn-
ið að garðrækt hjer og mun Iangt
komið að setja niður í garðana.
— Formaður Rjóðvinafjelagsins
er kosinn Benedikt Sveinsson alþm.
í stað Tryggva sál. Gunrrarssonar.
— Björn Ólsen prófessor hefir
beðist undan að verða kosinn for-
seti Bókmentafjelagsins í sumar. Ber
við heilsulasleik. Talið líklegt að
hann biðji um lausn frá prófessors-
embættinu af sömu ástæðu.
— Votkolun er sænska móvinslu-
aðferðin kölluð, sem áður hefir ver-
ið getið hjer í blaðinu í sambandi
við Rorkel Þ. Clementz. Höfundur
hennar er hugvitsmaðurinn De La-
val, sem Alfa —Laval skilvindan er
kend við. Er aðferðin því líka köll-
uð Lavalsaðferðin,
Nú er í ráði á Alþingi að
setja á fót votkolunarverksmiðju
hjer á landi eftir tillögum Rorkels.
En áður en það er ráðið, þarf rann-
sókn fram að fara á mólandi, til
þess að komast að raun um hvort
skilyrði fyrir votkolunarverksmiðju
sjeu hjer fyrir hendi. Gert ráð
fyrir að verksmiðjan framleiði 5—
10 þús smálestir á ári, en nú
er mælt að slík verksmiðja kosti
400 þús. kr, og skýtur það nokkuð
skökku við það verð, sem áður hef-
ir verið um getið.
Ritstj. þessa blaðs hefir verið
sendur dálitill moli af af votkoluðum
sænskum mó. Er þessa getið, ef
einhverjir hefðu gaman af að sjá,
hvernig hann lítur út.
— Nokkrar konur í Rvík, sem
eru í stjórn Landsspítalasjóðsins,
hafa birt áskorun til íslenskra kvenna
þess efnis, að þær af alhug vinni
að því, að 19 júní verði framveg-
is hátíðiegur haldinn sem víðast á
landinu, sem minningardagur rjett-
arbóta kvenna og fjársöfnunardag-
ur til Landsspítalasjóðs íslands.
Vilja ekki konur á Akureyri verða
við þessari áskorun?
— Einar H. Kvaran hefir í Rvík
lesið upp kafla úr hinni nýju skáld-
sögu sinni: »Sambýlið« og Ijúka
sunnanblöðin miklu lofsyrði á hana.
— Sr. Bjarni Rorsteinsson á Siglu-
firði sendi um hvítasunnuleytið þing-
mönnum Eyfirðinga þakkarskeyti f
nafni hreppsnefndar og hreppsbúa
fyrir ötula framgöngu í áhugamál-
um Siglfirðinga,
Prenlsmiðja Björns Jónssonar.