Dagur - 30.07.1918, Síða 1
DAGUR
kemur út tvisvar í mán-
uði og kostar 2 kr. árg.
gjaldd. 1. júlí.
DABUR
AFGREIÐSLU-
og innheimtumaður:
Lárus J. Rist. Talsími 31.
Ráðhússtíg 4.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
I. ár.
Akureyri 30. júlí 1918.
13. blað.
Frumvarp
tii
dansk-íslenskra sambandslaga.
Nefndir þær, sem skipaðar hafa verið af stjórn og
ríkisþingi Danmerkur og alþingi íslands til þess að
semja um stöðu landanna sín á milli, hafa í einu
hljóði orðið ásáttar um frumvarp það til dansk-
íslenskra sambandslaga, sern hjer fer á eftir, og leggja
til, að stjórnir og löggjafarþing beggja landanna
fallist á það.
Pegar frumvarpið hefir náð samþykki bæði ríkis-
þings Danmerkur og alþingis íslands og íslenskra
kjósenda við atkvæðagreiðslu, sem fyrirskipuð er í
21. gr. stjórnarskipunarlaga Islands nr. 12, 19. júní
1915, og þegar frumvarpið þannig samþykt hefir
hlotið staðfestingu konungs, verða lögin ásamt inn-
gangi á þessa leið:
VjER Christian hinn Tíundi o. s. frv.
Gjörum kunnugt:
Ríkisþing Danmerkur og alþingi íslands og kjós-
endur hafa á stjórnskipúlegan hátt fallist á og Vjer
staðfest með allra hæstu samþykki Voru eftirfarandi
Dansk-fslensk Sambandslög.
i.
1. gr.
Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í
sambandi um einn og sama konung og um samn-
ing þann, er felst í þessum sambandslögum.
Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti konungs.
2. gr.
Skipun konungserfða er sú, er segir í 1. og 2. gr.
konungserfðalaga frá 31. júlí 1853. Konungserfðum
má ekki breyta, nema samþykki beggja ríkja komi til.
3. gr.
Ákvæði þau, er gilda nú í Danmörku um trúar-
brögð konungs og lögræði, svo og um meðferð
konungsvalds þegar konungur er sjúkur, ólögráður
eða staddur utan beggja ríkjanna, skulu einnig gilda
á íslandi.
4. gr.
Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðrum
löndum, án samþykkis ríkisþings Danmerkur og al-
þingis íslands.
5. gr.
Hvort ríki fyrir sig setur ákvæði um greiðslu af
ríkisfje til konungs og konungsættar.
1
II.
6. gr.
Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama rjettar
á íslandi sem íslenskir ríkisborgarar fæddir þar og
gagnkvæmt.
Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir her-
skyldu í hinu.
Bæði danskir og íslenskir ríkisborgarar hafa að jöfnu,
hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiski-
veiða innan Iandhelgi hvors ríkis.
Dönsk skip njóta á íslandi sömu rjettinda sem ís-
lensk skip og gagnkvæmt.
Danskar og íslenskar afurðir og afrek skulu gagn-
kvæmlega eigi að neinu leyti sæta óhagkvæmari kjör-
um en nokkurs annars Iands,
III.
7. gr.
Danmörk fer með utanríkismál íslands í umboði
þess.
í utanríkisstjórnarráðinu skal skipa eftir ósk íslensku
stjórnarinnar og í samráði við hana trúnaðarmann,