Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 51 helming þeirra hvor. Gérðardómur þessi sker úr á- greiningnum og ræður afl atkvæða. Ef atkvæði eru jöfn skulu úrslitin falin oddamanni, sem sænska og norska stjórnin á víxl eru beðnar að skipa. VI. 18. gr. Eftir ársiok 1940 getur ríkisþingi og alþingi hvort fyrir sig hvenær sem er krafist, að byrjað verði á samningum um endurskoðun Iaga þessara. Nú er nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára frá því að krafan korn fram, og getur þá ríkis- þingið eða alþingi hvort fyrir sig samþykt að samn- ingur sá, sem felst í þessum lögum, sje úr gildi feldur. Til þess að áiyktun þessi sje gild, verða að minsta kosti 2h þingmanna annaðhvort í hvorri deiid ríkisþingsins eða í sameinuðu alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan að vera samþykt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrjett hafa við almennar kosningar til löggjafarþings lands- ins. Ef það kemur í Ijós við slíka atkvæðagreiðslu, að 3U atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minsta kosti 8/<t greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr giidi. VII. 19. gr. Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún sam- kvæmt efni þessara sambands|aga hafi viðurkent ís- land fullvalda ríki, og tilkynnir jafnfrarrtt', að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi eng- an gunnfána. 20. gr. Sambandslög þessi ganga í gildi 1. desember 1918. Sambandslaga-uppkastið. ___________________\ Rað þótti ófært að láta það undir höfuð leggjast að birta lesendum Dags hið nýja frumv. til sambands- laga nú þegar, þótt það hefði nokkurn kostnað í för með sjer . Frumvarpið hefir verið birt bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Frumvarpinu fylgja töluvert langar athugasemdir frá dansk-íslensku nefndinni, en rúmsins vegna verða þær ekki að sinni birtar í heilu lagi í þessu blaði. F>ó skal hjer dálítið að þeim vikið. í at'nugasemdunum fara dönsku nefndarmennirnir fyrst nokkrum orðum um sambandslagauppkastið frá 19- 08. Síðan farast þeim svo orð: sFrumvarp það, sem hjer liggur fyrir, fer f sömu steínu sem ætlast var til samkvæmt því, er að fram- an greinir, að frumvarpið frá 1908 færi, og leitast við að marka hana enn skýrar til þess að koma í veg fyrir nokkurt tilefni til ágreinings framvegis. Sam- kvæmt þessu frumvarpi eru Danmörk og ísland jafn- rjetthá, frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning gerðan af frjálsum vilja beggja. Ressi samningur fjallar um sömu mál sem frumvarp- ið frá 1908 með þessum undantekningum: Greiðsl- ur og ríkisfje til konungs og ættmenna hans ákveð- ur hvort ríki fyrir sig, (15. gr.) ísla.id hefir eigin kaupfána, einnig út á við ; umtal um sameiginleg her- mál er fallið burt, með því að ísland hefir engin hermál og eklci heldur gunnfána. (19. gr.) Að því er snertir endurskoðun samningsins og upp- sögn, ef til kemur, eru settir nokkru styttri frestir heldur en í frumvarpinu 1908, en jafnframt eru þau skilyrði sett fyrir samningsslitum, að ályktun um það sje samþykt í öðru hvoru landinu með tiltekn- um meiri hluta atkvæða bæði af löggjafarþingum og við atkvæðagreiðslu meðal kjósenda.* lslensku nefndarmönnunum farast meðal annars svo orð í athugasemdunum: »Sambandsákvæði þau, er hjer greinir, 'verða til fyrir samkomulag, þar sem tveir jafnrjettháir aðiljar semja um ákveðið samband sín á meðal og báðir binda sigt aðeins samkvæmt sjálfs sín vilja og eru af engu öðru valdi ti! þess knúðir.« Um einstök atriði frumvarpsins láta báðar nefnd- irnar ýmislegt um mælt, þar á meðal þetta um 6. gr.: »Sjálfstæði landanna hefir í för með sjer sjálfstæð- an ríkisborgararjetti Þess vegna er af Dana hálfu lögð áhersla á, að skýlaust sje ákveðið, að öll ríkisborg- ararjettindi sjeu algerlega gagnkvæm án nokkurs fyr- irvara eða afdráttar. Af þessari gagnkvæmi leiðir það, að afnema verður allar þær takmarkanir, sem nú eiga sjer stað á fullu gagnkvæmu jafnrjetti (svo sem mis- inun þann á kosningarrjetti, sem kemur frarn í 10. gr. stjórnarskipunarlaga íslarids frá 19. júní 1915).... . . . . Að því er sjersta&lcga snertir hinn gagnkvæma rjett til íiskiveiða í landhelgi, hefir því verið lialdið fram af hálfu íslendinga, að eins og ástatt er, sje þessi rjettur meira virði fyrir Dani en íslendinga. Það hefir því koinið fram ósk um, að íslendingum veit- ist kostur á að stunda fiskiveiðar í landhelgi Græn- lands. Þetta getur ekki orðið ineðan stjórn Græn- lands er með þeim hætti, sem nú er, en það er ein- sætt, að ef dönskum ríkisborgurum verðúr að meira eða minna leyli veittur kostur á að stunda fiskiveið- ar í landhelgi Grænlands, þá munu íslenskir ríkis- borgarar einnig verða sama rjpttar aðnjótandi.o Um 8, gr. segir svo: »Danmörk ber kostnaðinn af þeirri fiskiveiðagæslu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.